Skessuhorn


Skessuhorn - 17.02.2016, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 17.02.2016, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 201614 Eins og Skessuhorn hefur áður greint frá munu tökur á amerísku stórmyndinni Fast 8, sem er fram- hald af Fast and the Furious mynd- unum, að stórum hluta fara fram á Akranesi á vormánuðum. Um- gjörðin er Sementsreiturinn og byggingar aflagðrar verksmiðjunn- ar, bryggjusvæði Akraneshafnar og nágrenni Krókalóns. Akstur hvers kyns sportbíla er fyrirferðarmikill þáttur mynd- anna, eins og aðdáendur þeirra þekkja og búast má við að um 80 bílar verði fluttir til landsins fyr- ir tökur á myndinni. Meðfylgjandi myndir tók Ben Van Devetner ná- lægt svæði Eimskipafélagsins í al- þjóðahöfninni í Portland í Maine- fylki í Bandaríkjunum í gær. Á þeim má sjá sportbíla sem hann fullyrðir að séu á leið til Íslands þar sem þeir verði notaðir við tökur á Fast 8. Ekki er vitað hvenær bílarnir eru væntanlegir til landsins en þeir eiga fyrir höndum um 3.800 km ferða- lag yfir Atlantshafið áður en þeim verður hægt að aka um götur Akra- nesbæjar. kgk Fast and the Furious bílarnir að leggja úr höfn Bílarnir eru af öllum stærðum og gerðum. Þrír eins trukkar. Ætli einn eða fleiri verði sprengdir í loft upp við tökur á myndinni á Akranesi í vor? Lamborghini bíður þess að sækja Akranesbæ heim. Sundfélag Akraness í samvinnu við ÍA stendur fyrir svokölluðu Sam- floti öll miðvikudagskvöld í Bjarna- laug á Akranesi. Flotið er hugsað til að upplifa vellíðan í vatni, losa um streitu og eiga nærandi stund í kyrrð. Sérhannaður búnaður sem kallast „Float“ eftir Unni Valdísi Kristjánsdóttur veitir líkamanum flotstuðning í vatninu en flotbúnað- urinn var að hluta til verkefni henn- ar við Listaháskóla Íslands. Hildur Karen Aðalsteinsdóttir kennari og sundþjálfari er sú sem heldur utan um Samflotið á Akranesi ásamt þeim Ingibjörgu Finnbogadóttur og Ernu Haraldsdóttur. Hildur Karen segist upphaflega hafa séð búnaðinn á net- inu og í framhaldinu setti hún sig í samband við Unni Valdísi síðastlið- ið haust. „Hún kom svo til okkar í janúar og hélt kynningu. Í millitíð- inni höfðu bæði Ingibjörg og Erna haft samband við Unni og hún benti þeim á að heyra í mér. Þær gerðu það og við ákváðum í framhaldinu að fara að vinna í þessu saman,“ seg- ir Hildur Karen. Allir geta tekið þátt Þó að samflotið sé að stíga sín fyrstu skref á Akranesi er það ekki alveg nýtt af nálinni í Reykjavík. „Þetta er þriðja árið sem boðið er upp á þetta í nokkrum laugum í bænum og hef- ur verið að breiðast út á landsbyggð- inni, til dæmis á Flúðum, Akur- eyri og á Kleppjárnsreykjum,“ seg- ir Hildur Karen. Hún segir búnað- inn upphaflega hafa verið hugsað- an til notkunar fyrir einstaklinga en fljótlega hafi þetta þróast út í að fólk færi saman og því hafi verið efnt til hópatíma í floti. „Það kom í ljós að það var ekki nóg að græjurnar væru til heldur þurfti að skapa vettvang fyrir fólk til að koma saman og njóta fljótandi slökunar. Við erum svo miklar félagsverur. Þess vegna fór hönnuðurinn í samstarf við sund- laugar um að halda þessa reglulegu vatnsslökunartíma, eins og Sam- flot, þar sem fólk getur komið sam- an í kyrrð og á afmörkuðu svæði til að fljóta.“ Hún segir alla geta tek- ið þátt, óháð aldri og kyni. Ekki þarf að eiga flotsett til að geta verið með. „ÍA ákvað að styrkja verkefnið með kaupum á tíu settum svo við gætum byrjað og við getum lánað þau. En við erum einnig að selja settin ef fólk vill eignast sín eigin. Þau eru einmitt á kynningarverði hjá okkur út febrú- ar,“ segir Hildur Karen. Róandi tónlist og kertaljós Búnaðurinn sjálfur er hannaður fyr- ir þá sem sækja í nærandi slökun og ró í þyngdarleysi vatnsins. Samflotið er því hugsað sem kyrrðarstund og andrúmsloftið í lauginni er eftir því. Kyrrð er í sundlauginni, kertaljós og róandi tónlist. Hildur Karen segir fólk ná góðri slökun í hlýju vatninu. „Það er eitthvað sem gerist ofan í lauginni, vatnið hefur róandi og góð áhrif á mann. Það er eins og mað- ur sé þyngdarlaus, í „lausu lofti“ og álag á hrygginn er alveg í lágmarki. Það er eins og að vera okkar í vatn- inu dragi úr streitu,“ útskýrir Hildur Karen. Hún segir móttökurnar við Samflotinu hafa farið fram úr björt- ustu vonum. „Við ætluðum upphaf- lega að vera með þetta annan hvern miðvikudag en móttökurnar voru alveg frábærar. Við bættum því við tímum og erum núna alla miðviku- daga og erum með aukatíma á föstu- dögum ef áhugi og þátttaka er fyrir hendi. Hver tími kostar 500 krónur og er 60 mínútna langur en fólk nýt- ir um 30 - 50 mínútur í að fljóta.“ Takmörkuðum fjölda er hleypt ofan í laugina í hverjum tíma svo að allir fái gott pláss í lauginni. Hægt er að skrá sig í tímana með viku fyrirvara. Nánari upplýsingar um Samflot- ið má finna á Facebook undir Sam- flot Akranes eða með því að hafa samband við Hildi Karen í síma 867-5602 eða með tölvupósti: hild- urkaren@sundfelag.com. grþ Losa um streitu með því að láta sig fljóta í vatni Hér má sjá hvernig Float búnaðurinn virkar. Hægt er að nota búnaðinn jafnt inni sem úti.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.