Skessuhorn


Skessuhorn - 17.02.2016, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 17.02.2016, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2016 17 önnur mið. „Ég var allt í einu orð- inn félagslaus og varð að leita ann- að. Sem var synd því austurríska deildin er sterk og að mörgu leyti mjög skemmtileg deild. Ég hefði gjarnan viljað vera þar áfram,“ seg- ir hann. En það var ekki í boði og Garð- ar skrifaði undir hjá SpVgg Un- terhaching í þýsku þriðju deild- inni. Í Þýskalandi var hann meidd- ur meira og minna allan tímann þar sem brjósklosið tók sig upp að nýju. „Þetta hefur að sumu leyti verið saga ferilsins. Alltaf þegar ég hef verið að ná mér á gott flug þá kemur eitthvað bakslag,“ seg- ir Garðar og bætir því við að slíkt geti lagst á sálina. „Fótbolti tek- ur gríðarlega á andlegu hliðina, sérstaklega þegar menn ganga í gegnum meiðsli.“ Garðar telur al- mennt að knattspyrnufélög hafi vanrækt andlegu hlið leikmanna sinna í gegnum tíðina. „Þetta hef- ur reyndar stórskánað á síðustu árum en þegar ég var úti var ekkert pælt í þessu. Það er í raun ekki fyrr en ég kem aftur heim að ÍA er far- ið að vinna með Viðari Halldórs- syni sálfræðingi. Ég tel að það hafi verið gríðarlegur fengur fyrir lið- ið,“ segir Garðar. „Það er því mið- ur feimnismál fyrir marga að leita sér aðstoðar. En það skiptir gríð- arlega miklu máli að geta gert það. Það er gott að fá álit fagmanna og það er eitthvað sem ég hef nýtt mér óspart,“ segir Garðar. Æðislegt að koma aftur á Skagann Áður en Garðar sneri heim á Akra- nes stóð til að hann semdi við ÍBV, sem þá var stjórnað af Heimi Hall- grímssyni núverandi landsliðsþjálf- ara. „Ég fór í aðgerð við brjósklos- inu úti í Þýskalandi og fannst ekki rétt að semja af því ég var ekki 100% heill,“ segir Garðar. „Það er svo ekki fyrr en í október 2011 að ég flyt aftur til Íslands. Hektor sonur minn þurfti smá aðstoð og þá fluttum við feðgarnir heim. Svo skiljum við Ásdís í kringum ára- mótin.“ Málin æxluðust því þann- ig að Garðar sneri í heimabæinn og samdi við ÍA árið 2012. „Mér finnst æðislegt að vera kominn hingað aftur. Er auðvitað kominn með stóra fjölskyldu og eins og ég sagði áðan held ég að hvergi sé betra á landinu að vera með fjöl- skyldu,“ segir Garðar. Á undanförnum fjórum keppn- istímabilum hefur hann leikið 73 keppnisleiki fyrir ÍA og skorað í þeim 41 mark. Á síðasta tímabili skoraði hann 9 mörk í 17 deild- arleikjum og var þriðji marka- hæsti maður mótsins. Hann segir uppgang í knattspyrnunni á Akra- nesi og þakkar það fyrst og fremst komu Akraneshallarinnar. „Höll- in breytti öllu. Það er frábært að krakkar geti alltaf farið inn og spilað fótbolta hvernig sem viðr- ar. Enda sér maður það á ung- um knattspyrnumönnunum sem eru að koma upp núna, þeir eru miklu teknískari en við vorum. Þeir geta gert hluti með boltann sem ég get ekki einu sinni hugsað um að gera,“ segir Garðar í léttum dúr. „Þú sérð bara karlalandslið- ið okkar. Það er gervigraskynslóð- in,“ segir hann og bætir því við að hann vilji sjá þróunina halda áfram í þessa átt. „Í dag er gervigras al- mennt orðið mjög gott. Það finn- ast ekki betri aðstæður á Íslandi til knattspyrnuiðkunar en á nýbleyttu gervigrasi,“ segir hann en bætir því við að grasið í Akraneshöllinni sé komið á tíma og rúmlega það. „Grasið í höllinni er hreinlega orðið hættulegt. Það er orðið svo hart að það er aðeins tímaspursmál hvenær einhver slítur krossband þarna,“ segir Garðar. Fjölskylda, fótbolti og nám Þessa dagana leggur Garðar stund á nám í hótelstjórnun við Háskól- ann í Reykjavík. Er það nám nýtt af nálinni hér á landi og náms- leiðin unnin í samstarfi við Cés- ar Ritz skólann í Sviss. „Þetta er eitthvað sem ég hef fengið auk- inn áhuga á undanfarin ár. Ég tók kúrs í stjórnun og rekstri í ferða- þjónustu við Háskólann á Bifröst og ákvað að demba mér bara út í þetta á fullu. Ferðaþjónustan er orðin stærsti atvinnuvegur lands- ins og það eru spennandi tímar framundan,“ segir Garðar. „Þetta er skemmtilegt nám og fjölbreytt og gaman að prófa loksins að fara í skóla fyrir sjálfan sig,“ bætir hann við. Að loknu fyrsta árinu þurfa nemendur að fara og ljúka náminu í Sviss. „Það er eitthvað sem hægt er að gera hvenær sem er. Ég stefni á að ljúka verklega hlutanum hér heima á næsta ári áður en ég fer í skólann úti,“ segir hann. „Nám- ið hér heima, boltinn og fjölskyld- an er held ég bara nóg í bili,“ segir Garðar og brosir. kgk Þekking Gæði Þjónusta Grensásvegi 46 - 108 Reykjavík - sími 5113388 Minnum á að aðalfundur Knattspyrnufélags ÍA verður haldinn fimmtudaginn 18. febrúar kl. 20 í hátíðarsalnum að Jaðarsbökkum. Dagskrá fundarins: Venjuleg aðalfundarstörf Heiðursviðurkenningar í tilefni 70 ára afmæli félagsins Heiðursgestur: Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ 70 ÁRA SKE SS U H O R N 2 01 6 Garðar lék að vanda í fremstu víglínu í liði Skagamanna síðasta sumar og varð þriðji markahæsti leikmaður Íslandsmótsins. Hér lætur hann skot ríða af í leik gegn Stjörnunni. Ljósm. gbh. Í baráttu við varnarmann FH-inga. Ljósm. gbh. Stjórn Hjúkrunar- og dvalarheim- ilisins Höfða á Akranesi hefur sam- þykkt að ráða Hallveigu Skúladótt- ur hjúkrunarfræðing M.Sc. í starf hjúkrunarforstjóra Höfða. Hallveig tekur við starfinu af Helgu Atla- dóttur og hefur störf um miðjan næsta mánuð. Hallveig útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Hjúkr- unarskóla Íslands 1984 og lauk mastersnámi í faginu frá Háskólan- um á Akureyri í maí 2015, þar sem hún lagði áherslu á öldrunarhjúkr- un og stjórnun. Hún hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur undanfar- in 32 ár. Hallveig hóf störf á öldr- unardeild Sjúkrahússins á Akranesi, sem þá hét E - deild og var hjúkr- unar- og endurhæfingardeild. Því næst starfaði hún í eitt ár á lyflækn- ingadeild og fór þaðan í heilsu- gæsluna í skólahjúkrun ásamt því að vera með vinnuvernd í Norður- áli. Um aldamótin hóf hún störf í heimahjúkrun, þar sem hún starfar enn. Hallveig tók þátt í að undirbúa samþætta öldrunarþjónustu í sam- starfi við Akraneskaupstað sem hún segir hafa breytt heilmiklu í þjón- ustu við aldraða. „Við höfum átt gott samstarf við Höfða bæði með hvíldarrými og við dagþjónustuna einnig. Ég hef lagt ríka áherslu á að vinna vel með öllum þeim aðil- um sem koma að öldrunarþjónustu hér á Akranesi. Þessi störf tengjast öll og það er góð samvinna þarna á milli og ég vona að svo verði áfram,“ segir Hallveig í samtali við Skessuhorn. Áskoranir framundan Hún segir umfangið í heimahjúkr- un hafa vaxið mikið á síðastliðnum sextán árum, mest samhliða lokun E – deildarinnar á HVE. „Starf- ið hefur þyngst og það hefur þurft að bæta við mannskap,“ segir hún. Hún bætir því við að þegar heima- hjúkrunarþjónustan geti ekki sinnt öllum þörfum skjólstæðinga, sæki fólk um pláss á Höfða. „Þar er aft- ur á móti löng bið, þannig að það vantar hjúkrunarrými hér á Akra- nesi til að brúa bilið þarna á milli,“ segir Hallveig. Hún segir því ljóst að miklar áskoranir séu framund- an í öldrunarþjónustu vegna fjölg- unar sem orðið hefur meðal þeirra sem þurfa á aðstoð að halda. „Það eru miklar áskoranir framundan og ég hlakka til að takast á við þær og að starfa með því góða fólki sem vinnur á Höfða. Framtíðarsýnin er að halda áfram að veita gæða þjón- ustu, að fylgjast með öllum nýjung- um og þróa starfið áfram með fag- mennsku, umhyggju og virðingu að leiðarljósi,“ segir Hallveig Skúla- dóttir. grþ Hallveig Skúladóttir ráðin hjúkrunarforstjóri Höfða Hallveig Skúladóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.