Skessuhorn


Skessuhorn - 17.02.2016, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 17.02.2016, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2016 19 HD 6/16-4 M HD 6/16-4 MX HD 10/25-4 S K Ä R C H E R S Ö L U M E N N V E R T U Á Ö R U G G U M S T A Ð Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum SK ES SU H O R N 2 01 6 Tilgangur sjóðsins er að efla menningu í Borgarbyggð og er sérstök rækt lögð við grasrót í menningarlífi. Lögð er áhersla á að styrkja einstaklinga og félagasamtök. Styrkir eru verk- efnatengdir. Umsókninni þarf að fylgja sundurliðuð kostnaðaráætlun fyrir verkefnið ásamt greinargerð. Fyrir árslok þarf að afhenda sjóðsstjórn stutta skýrslu um nýtingu styrksins. Hægt er að sækja um rafrænt. Úthlutunarreglur og umsóknareyðublað má finna á vef Borgarbyggðar, www.borgarbyggd.is Umsóknir skulu berast til Kristjáns Gíslasonar, Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, í síðasta lagi föstudaginn 4. mars 2016. Ef umsækjandi óskar eftir að fá gögn endursend skal hann taka það sérstaklega fram. Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar. um fjárhagserfiðleika og vissulega hafa þeir verið til staðar síðustu árin. Þau félagslið sem nú taka þátt í Evr- ópukeppnunum fá vaxandi fjárupp- hæðir í gegnum keppnirnar og það skekkir nokkuð samkeppnisstöðu gagnvart öðrum félögum. Það er kaldhæðnislegt að þó enn sé Akra- nesliðið leikjahæst íslenskra knatt- spyrnuliða frá upphafi hefur það lít- ið að segja í dag. Vonandi breytist það fljótt og við gerum okkur gild- andi á þessum vettvangi að nýju. Framtíðin er björt Síðustu árin hafa verið nokkuð brokkgeng hvað árangur snert- ir. Það tók karlaliðið þrjú keppn- istímabil að komast í úrsvalsdeild- ina að nýju eins og fyrr er nefnt og sú viðdvöl tók tvö tímabil og þá var liðið komið á ný í 1. deild. Eftir árs- dvöl þar lék liðið að nýju í úrvals- deildinni og hélt þá sæti sínu árið 2015. Kvennaliðið var líka nokkuð brothætt. Það vann sig að nýju í úr- valsdeildina 2014 og féll að nýju að ári liðnu en hefur á ný endurheimt sætið. Yngri flokkunum hefur flest- ur gengið vel og bjartsýni ríkir nú á þessum tímamótum. Óhætt er að fullyrða að fram- tíð knattspyrnustarfsins á Akra- nesi sé björt, félagsstarfið er öflugt og knattspyrnufólkið stendur sig vel. Á margan hátt er hægt að líkja starfseminni í dag við það sem var að gerast við stofnun Knattspyrnu- félags ÍA 1986. Nú alveg eins og þá þarf að huga að mannvirkjagerð og vaxandi kröfur í þeim efnum kalla á frekari uppbyggingu. Lið í úrvals- deild á Íslandi þarf að standast al- þjóðlegar kröfur á margan hátt og af slíku þarf að huga bæði varðandi rekstur félagsins og mannvirki. Von- andi tekst það með góðu samstarfi við Akraneskaupstað. Efnileg knatt- spyrnufólk er til staðar nú eins og þá og ef rétt er á málum haldið trúi ég því að í hönd fari nýtt gullald- artímabil. Öllum félögum í Knatt- spyrnufélagi ÍA óska ég til hamingju á merkum tímamótum. Jón Gunnlaugsson. Uppgangur er í kvennaknattspyrnunni á Akranesi um þessar mundir. ÍA tryggði sér í sumar Íslandsmeistaratitil 1. deildar og sæti í deild þeirra bestu á nýjan leik eftir að hafa farið upp og aftur niður árin þar á undan. Ljósm. Guðmundur Bjarki Hall- dórsson. Árið 2001 háði ÍA harða baráttu við ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn. Úrslitin réðust ekki fyrr en þessi lið mættust jöfn að stigum í lokaleik sumarsins í Vestmannaeyjum. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli og Skagamenn urðu Íslandsmeistarar á betri markatölu. Mynd: Ljósmyndasafn Akraness. Norðurálsmótið fyrir 7. flokk drengja er orðinn fastur liður í starfi knattspyrnufélagsins. Er mótið fjölmennasta drengjamót þessa aldursflokks sem haldið er á landinu. Snorrastofa í Reykholti Fyrirlestrar í héraði Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur í Reykholti Sími 433 8000 www.snorrastofa.is snorrastofa@snorrastofa.is Þriðjudagurinn 23. feb. 2016 kl. 20:30 í Bókhlöðu Snorrastofu „Reyndu á flugi frelsi þitt“ Um líf og ljóð borgfirsku skáldkonunnar Júlíönu Jónsdóttur (1838–1917) Helga Kress prófessor flytur Umræður og kaffiveitingar Aðgangur kr. 500 Júlíana, sem var fyrst íslenskra kvenna til að gefa út ljóðabók, var fædd á Búrfelli í Hálsasveit. Hún var alla tíð fátæk vinnu- kona, fyrst víða á Vesturlandi og síðar í Vesturheimi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.