Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2016, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 16.03.2016, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 11. tbl. 19. árg. 16. mars 2016 - kr. 750 í lausasölu Framtíðin er full af möguleikum Traust fjármálaráðgjöf leggur grunn að farsælli framtíð H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA –  1 5 -0 0 5 0 Coldfri munnúði Fluconazol ratiopharm - við kvefi og hálsbólgu Eru bólgur og verkir að hrjá þig? FRAMKÖLLUNARÞJÓNUSTAN EHF BRÚARTORGI - 310 BORGARNESI - S. 437 1055 www.framkollunarthjonustan.is Landnámssetur Íslands, Brákarbraut 13 – 15, Borgarnesi EGILS SÖGUR í tímahylki tals og tóna SK ES SU H O R N 2 01 6 Næstu sýningar: Laugardagur 19. mars kl. 20 Sunnudagur 20. mars kl. 16 Sunnudagur 3. apríl kl. 16 Föstudagur 15. apríl kl. 20 Laugardagur 16. apríl kl. 20 Hann var ekki árennilegur Breiðafjörðurinn síðastliðið sunnudagskvöld í rökkurskiptunum þegar þessi mynd var tekin yfir höfnina í Stykkishólmi. Þá gekk yfir síðasta af nokkrum í runu lægða sem gerði íbúum á Vesturlandi lífið leitt. Þrátt fyrir veðrið var lítið um alvarlegar fokskemmdir í liðinni viku en margir sem urðu að gera breytingar á ferðaáætlunum sínum. Meira um það á bls. 10. Ljósm. Sumarliði Ásgeirsson. Um næstu helgi verða fyrstu al- mennu fermingarathafnirnar á Vesturlandi á þessu ári. Fyrstu fermingar í landshlutanum verða að þessu sinni í Reykhólakirkju næstkomandi laug- ardag. Daginn eft- ir verður fermt á Akranesi, í Borgar- neskirkju og í Snók- dalskirkju í Dölum. Tæplega tvöhundr- uð ungmenni ferm- ast í landshlutan- um að þessu sinni. Í Skessuhorni í dag fylgir með sérblað þar sem þessara tímamóta í lífi unga fólksins er minnst. Rætt er við ferm- ingarbörn fyrr og nú um stóra dag- inn. Einnig er rætt við presta og spjallað við stúlku sem valdi að fara þá leið að taka sið- málum að heiðn- um sið í fyrra. Þá er listi yfir ferm- ingarbörn í lands- hlutanum, rætt um kransakökur, óhefð- bundnar fermingargjafir og borg- aralega fermingu. Auk venjubund- innar dreifingar er blaðið sent til fermingarbarnanna sjálfra með kveðju frá Skessuhorni. Fermingar á næsta leiti Eins og Skessu- horn greindi frá í haust hófst lagn- ing ljósleiðara um Eyja- og Mikla- holtshrepp í ágúst- mánuði síðast- liðnum. Náðist að plægja niður ljós- leiðarann í hluta sveitarfélagsins þar til frost komst í jörðu. Eftir ára- mót var svo far- ið í að tengja þá sem hægt var að tengja. Nú er hafinn undirbúningur við áframhald lagningar ljósleiðarans og stendur til að ljúka verkinu á vor- mánuðum. Að sögn Eggerts Kjartansson- ar oddvita gengur verkið samkvæmt áætlun. „Þegar við fórum af stað í haust var áætlað að verkinu yrði að fullu lokið núna í júní. Það gengur því allt samkvæmt áætlun þó auðvit- að hefði verið gaman að geta lokið því fyrr. En þegar hafa 15-20 verið tengdir, einstaklingar og einnig fyrir- tæki eins og Félagsbúið á Miðhrauni og Hótel Rjúkandi, sem skiptir alveg gríðarlega miklu máli,“ segir hann og bætir því við að ljósleiðaratengingar virki sem skyldi hjá öllum sem þeg- ar hafa verið tengdir. „Það er óskap- lega gott að sjá að þetta virkar bara hnökralaust,“ segir hann og bæt- ir því við að um algjöra byltingu sé að ræða. „Öll tölvuvinna verður allt önnur og góð tenging gerir mönnum kleift að nýta sér tæknina í stað þess að hún sé hálfpartinn til trafala, eins og bændur þekkja til dæmis af skrán- ingum í gagnagrunna eins og Fjárvís. Sjálfur sé ég til dæmis fram á að nota Fjárvís miklu meira en áður. Þetta er algjör bylting,“ segir Eggert bóndi og oddviti á Hofsstöðum. kgk Lagning ljósleiðara gengur samkvæmt áætlun Unnið að lagningu ljósleiðara í Eyja- og Miklaholtshreppi í ágústmánuði síðastliðnum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.