Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2016, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 16.03.2016, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 201626 Gott að spjalla Þráinn segir einstaklega skemmti- legt að vinna með fermingarbörn- unum. Þau séu áhugasöm og jákvæð gagnvart fermingarfræðslunni. „Þau eru á ákveðnu skeiði þar sem þau eru að upplifa sínar eigin til- finningar og tilveru og fermingar- fræðslan hittir því í mark á þessum tíma. Við notum bókina um Jesú sem grundvöll, þar er farið yfir ævi Jesú, hvað hann gerði og hvað hann kenndi. Samhliða erum við með ýmis verkefni sem stuðla að því að krakkarnir kynnist Biblíunni og kirkjunni.“ Hann bætir því við að einnig séu lögð fyrir verkefni sem tengjast sjálfsmynd ferming- arbarnanna og framtíðardraum- um þeirra. „Það er gott að spjalla líka. Þau eru full af spurningum og fá svör við þeim. Í unglingamenn- ingunni er heilmargt sem fullorð- ið fólk áttar sig ekki almennilega á og við þekkjum ekki. Við þurfum að velta fyrir okkur ýmsum hlut- um sem skipta máli, eru jafnvel feimnismál og taka ábyrgð á því að leiða hugann að ákveðnum hlutum og hjálpa þeim að sjá hvað er rétt,“ útskýrir Þráinn. Fermast ekki vegna gjafanna Yfir hundrað prósent fermingar- hlutfall er í Akranessókn. Sent er bréf til allra þeirra á svæðinu sem eru á fermingaraldri og skráðir eru í Þjóðkirkjuna. Þráinn segir flest- alla á þeim lista fermast og oft- ast bætist einhverjir við sem skýr- ir þá staðreynd að hlutfallið fari yfir 100%. Hann telur flest ferm- ingarbarna kjósa að fermast út af boðskapnum og trúnni. Hann seg- ir flesta hafa heyrt um börnin sem fermast fyrir gjafirnar eða bara af því að allir hinir gera það. „En þetta er ekki mín upplifun. Meiri- hluti fermingarbarna er áhugasam- ur og mér finnst neikvætt að draga upp mynd af þeim sem ósjálfbjarga einstaklingum sem eru bara að fylgja hjörðinni og fá gjafir. Það er leitt að sú mynd er oft markvisst dregin upp af fermingarbörnum og skautað framhjá öðru. Auðvit- að hlakka þau til þess að fá gjafir, það er bara eðlilegt.“ Þráinn bend- ir réttilega á að brúðhjón fái yfir- leitt fleiri gjafir en fermingarbörn. „Það dettur samt fáum í hug að spyrja brúðhjón að því hvort þau gifti sig bara fyrir gjafirnar,“ segir hann og hlær við. Sótt inn á þetta svið Áður en Þráinn lauk námi starfaði hann um tíma sem ráðgjafi á legu- deild á BUGL, barna- og unglinga- geðdeild. Hann segir það starf hafa mótað sig mikið. Lokaritgerð hans í guðfræðinni fjallaði um sálgæslu með unglingum, um samskipti við unglinga og hvernig á að taka á móti þeim. „Ég hef sótt inn í þetta svið. Buglið þrýsti svolítið á það. Þegar maður kemur úr kirkjunni og inn á unglingageðdeild, þá er það heimur sem maður þekkir ekki. Mér fannst ég aldrei hafa hitt svona börn áður en svo fór ég að hugsa. Börn með geðræna erfiðleika eru auðvitað alls staðar. Maður er bara ekki alltaf með augun opin,“ segir hann. Þrá- inn segir geðsjúkdóma barna vera falið vandamál, enda beri börnin sjúkdómana ekki utan á sér. „Þetta er lítið rætt, sem er slæmt. Krakk- arnir myndu fá betri þjónustu víða ef fólk væri meðvitaðra um ástand- ið,“ segir hann. Búa til minningar Áður en Þráinn tók við embætti á Akranesi starfaði hann hjá öðrum stærsta söfnuði Noregs. Hann segir Norðmenn skilgreina störfin inn- an kirkjunnar betur en Íslending- ar. „Þar geturðu jafnvel menntað þig sérstaklega sem fermingarfræð- ara. Við vorum með um 250 ferm- ingarbörn. Þar eru farnar margar leiðir í fermingarfræðslunni. Henni er skipt upp í alls konar hópa, svo sem íþróttahópa, helgarhópa og útihópa. Svo velja fermingarbörn- in sér hóp,“ útskýrir Þráinn. Hann var með þrjátíu börn í sínum hópi og var lögð áhersla á útiveru. Ferm- ingarfræðslan endaði til að mynda með útilegu í aprílmánuði á eyju, þrátt fyrir kulda og rigningu. Hann segir fermingarfræðsluna hérlendis hafa mikið vera byggða á bóklegum lærdómi til þessa. „Það er nauð- synlegt að horfa meira í aðrar átt- ir. Við þurfum að hafa upplifun og búa til minningar. Við þurfum að spyrja okkur að því hvað við skilj- um eftir í minningum og upplifun. Þetta er hluti af því að skila börn- unum út í meiri þroska, þetta er veg- ferð í því.“ Hann segist einnig leggja áherslu á að fara með unglingunum út í kirkju og enda á rólegri stund. „Það þarf að kenna þeim að upp- lifa og vera með, kenna þeim þolin- mæði. Þau læra að meta það enda er mikið áreiti í kringum þau dagsdag- lega og mikill hraði á öllu. Þau finna ákveðið skjól í kirkjunni. Krakkarn- ir þurfa að læra að það er ekki allt sem við gerum skemmtilegt. En það er ekki þar með sagt að það sé leið- inlegt og það getur verið gott fyrir mann,“ segir Þráinn og brosir. Uppbygging er langhlaup Töluvert æskulýðsstarf hefur ver- ið í Akraneskirkju í gegnum tíð- ina. Á undanförnum árum hefur þó margt breyst, enda er mikið í boði fyrir börn og unglinga. „Það er auðvitað ekki hægt að vera í öllu. Það getur verið erfitt að finna tíma þar sem það er ekki ann- að í gangi,“ segir Þráinn. Í dag er æskulýðsstarfið unnið í samstarfi við KFUM og KFUK á Akra- nesi og boðið upp á sunnudaga- skóla fyrir yngstu kynslóðina, starf fyrir sex til níu ára og tíu til tólf ára. „Við höfum ekki verið með þetta vikulegt heldur einu sinni í mánuði. Það er svo mikið annað í gangi og þetta hefur gengið ágæt- lega. Áður var miðað við vikulega samveru en þetta var tilraun sem gekk vel.“ Þá er einnig boðið upp á vikulega fundi fyrir fermingar- börnin. „Við erum að byggja þetta upp og vonandi verða fundir fyr- ir alla unglingadeildina næsta vet- ur. Við þurfum að búa til vitund, að sýna krökkunum að þetta er skemmtilegt. En uppbyggingin er langhlaup,“ segir Þráinn og hefur orð á því að það sé án efa gott að vera barn á Akranesi. „Það er mjög mikið í boði fyrir börn og unglinga á Akranesi, sem er jákvætt fyrir samfélagið í heild. Íþróttafélagið er til dæmis mjög sterkt.“ Hann segir kirkjuna stefna að því að bjóða upp á starf sem hentar öllum, líka þeim sem standa höll- um fæti félagslega. „Þú þarft nefni- lega ekki að vera góður í neinu til að geta notið þín í æskulýðsstarfi. Kirkjan er fyrir alla. Ekki bara full- orðið fólk og það er mikilvægt fyr- ir börn og unglinga að taka þátt í einhverju starfi, óháð því hvaða starf það er. Það leiðir mann til þroska.“ Þráinn bendir á að æsku- lýðsstarfið geti einnig verið skjól frá erfiðum tilfinningum og van- líðan og jafnvel skólanum eða heimilinu. „Maður á að geta ver- ið maður sjálfur og fengið að njóta þess. Það sama gildir um ferming- arfræðsluna. Þetta starf snýst ekki bara um hvað maður gerir með börnunum, heldur líka það sem maður er. Í þessu starfi getur mað- ur verið góð fyrirmynd og verið til staðar.“ Breytingar á næsta ári Fermingarbörn á Akranesi fóru í fyrsta sinn saman í Vatnaskóg í vetur. Áður hefur verið farin dags- ferð í Skálholt en nú var um að ræða sólarhringsferð. Þráinn seg- ir ferðina hafa verið eftirminni- lega og vel heppnaða. „Við höfð- um þar sambland af fræðslu, leik og skemmtun. Þetta var mjög skemmtileg ferð.“ Stefnt er að því að slíkar ferðir verði árlegur hluti fermingarfræðslunnar. Þá verða töluverðar breytingar gerðar á fyr- irkomulagi fermingarfræðslunnar á Akranesi næsta vetur. „Við ætl- um að halda fjögurra daga nám- skeið í ágúst, þar sem þau verða hálfan dag í senn. Svo verður fræðslan einu sinni í mánuði og í tvo tíma í senn í stað 40 mínútna tíma sem nú eru vikulega.“ Hann segir marga hafa þennan hátt á, með góðum árangri. „Með þess- um hætti kynnist maður krökkun- um vel á þessari fyrstu viku. Við höfum þá líka möguleika á því að fara út fyrir rammann í tímun- um yfir veturinn, getum til dæmis hist úti og gert fleira en þegar við erum bundin við skólastofu í stutt- an tíma,“ segir Þráinn Haraldsson prestur á Akranesi. grþ „Skiptir oft meira máli að vera en að gera“ - segir Þráinn Haraldsson prestur á Akranesi Þráinn Haraldsson prestur á Akranesi hefur mikla reynslu af starfi með börnum og unglingum. Hann hefur haft umsjón með fermingarfræðslunni á Akranesi í vetur ásamt sr. Eðvarð Ingólfssyni og segir alltaf jafn gaman að vinna með krökk- unum. Þráinn byrjaði sjálfur snemma í æskulýðsstarfi, fyrst um sinn sem leiðtogi hjá KFUM í Vatnaskógi og í æskulýðs- starfi í Hjallakirkju í Kópavogi. „Æskulýðsstarf snýst að hluta til um það sem maður gerir og hins vegar um það sem maður er. Það skiptir nefnilega oft meira máli að vera en að gera. Í þessu starfi er maður meðal annars að bjóða börnum og unglingum að eiga samtöl við fullorðið fólk og maður er að byggja upp ákveðna sýn. Þá skiptir máli hver maður er fyrir unglingunum, bæði þeim sem sækja æskulýðsstarf og þeim sem eru að fara að fermast,“ segir Þráinn í samtali við Skessu- horn. Hann segir fermingarfræðsluna að vissu leyti nátengda æskulýðsstarfinu. „Hún snýr líka að því að búa til upplifun og minningar. Að krakkarnir eigi jákvæða upplifun af vetrinum. Og þegar maður er að vinna með unglingum þá er maður að hluta til að koma þeim áfram til þroska. Æskulýðsstarfið helst í hendur við það,“ segir hann. Hluti fermingarbarnanna á Akranesi í Vatnaskógi í vetur. Ljósm. Þráinn Haraldsson. Þráinn hefur mikla reynslu af starfi með börnum og unglingum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.