Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2016, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 16.03.2016, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 20168 Kosið í allar trúnaðarstöður SAMFYLKING: Á fundi í síðustu viku samþykkti fram- kvæmdastjórn Samfylkingar- innar að kosið verði til allra embætta flokksins á lands- fundi í vor. Allir aðal- og vara- menn í stjórn og framkvæmda- stjórn munu skila inn umboði sínu við upphaf landsfundar og kosið verður til embætt- anna að nýju. „Á landsfundi verður kosið um embætti for- manns og varaformanns Sam- fylkingarinnar og taldi fram- kvæmdastjórn æskilegt að flokksmönnum gefist færi á að kjósa um alla forystu flokks- ins,“ segir í tilkynningu frá Samfylkingunni. –mm Aflatölur fyrir Vesturland 5. - 11. mars Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 8 bátar. Heildarlöndun: 3.212.356 kg. Mestur afli: Venus NS: 2.428.840 kg í tveimur lönd- unum. Arnarstapi 2 bátar. Heildarlöndun: 490 kg. Mestur afli: Hrólfur SH: 341 kg í einni löndun. Grundarfjörður 7 bátar. Heildarlöndun: 251.212 kg. Mestur afli: Geir ÞH: 86.889 kg í sex löndunum. Ólafsvík 22 bátar. Heildarlöndun: 365.885kg. Mestur afli: Bárður SH: 48.124 kg í fimm löndunum. Rif 19 bátar. Heildarlöndun: 683.803 kg. Mestur afli: Rifsnes SH: 74.007 kg í einni löndun. Stykkishólmur 8 bátar. Heildarlöndun: 16.411 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 70.158 kg í tveimur róðrum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Venus NS - AKR: 1.556.969 kg. 10. mars. 2. Venus NS - AKR: 871.871 kg. 7. mars 3. Víkingur AK - AKR: 764.301 kg. 11. mars. 4. Tjaldur SH - RIF: 78.773 kg. 7. mars. 5. Rifsnes SH - RIF: 74.007 kg. 8. mars. grþ Banaslys í höfnum LANDIÐ: Þann 17. febrúar sl. varð banaslys í Ólafsvíkur- höfn, þegar fullorðinn karl- maður drukknaði eftir að bif- reið hans lenti út af brygg- jukanti og endastakkst í sjó- inn. Rannsókn slyssins stend- ur enn yfir af hálfu Rann- sóknarnefndar samgöngu- slysa, en í tilefni þess hafa vaknað spurningar um fjölda bryggjuslysa sem orðið hafa hér á landi. Eftir að Óli H. Þórðarson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Umferðarráðs, kynnti niðurstöður rannsókn- ar sinnar á banaslysum í um- ferðinni frá upphafi bílaaldar á Íslandi, sem hann vann í sam- starfi við rannsóknarnefndina og fleiri aðila, opnaðist á síð- asta ári möguleiki á að varpa ljósi á tiltekna flokka banaslysa í umferðinni frá upphafi bíla- umferðar. Ef banaslys við út- afakstur af bryggjum eru sér- staklega skoðuð í gagnagrunn- inum má meðal annars sjá að 43 hafa látist í alls 30 slys- um af þessum toga frá upp- hafi bílaaldar hér á landi. Flest slysin urðu á hafnarsvæðinu í Reykjavík, við Sundahöfn, á Akureyri, í Hafnarfirði og Þorlákshöfn. Hjón létust á Akranesi árið 2004. –mm Kristjáni héldu engin bönd BORGARFJ: Síðustu tvö mánudagskvöld hafa félagar í Briddsfélagi Borgarfjarðar spilað einmenning. Þátttaka var með ágætum og mættu 24 til keppni hvort kvöld. Fyrra kvöldið var það reynsluboltinn Sveinn á Vatnshömrum sem fór með sigur af hólmi, rakaði saman 148 stigum sem gera 61,7% skor. Rúnar Ragnars- son fylgdi honum fast á eft- ir með 147 stig og Kristján í Bakkakoti endaði með 140. Seinna kvöldið héldu Kristjáni svo engin bönd, hann lauk leik með 156 stig eða 65%, Svein- björn nautahirðir kom honum næstur með 150 stig og þriðji varð Ólafur á Brúarhrauni með 144 stig. Eins og glöggir lesendur hafa líklega áttað sig á þá var það Kristján í Bakkakoti sem vann samanlagða keppni, með 296 stigum og fór heim með bikarinn. Næstur honum varð Sveinn á Vatnshömrum mað 272 stig og þriðji Svein- björn nautahirðir með 270 stig. Næsta mánudag verður spilaður páskatvímenningur með forgefnum spilum og ef þátttaka leyfir verður spilaður Monrad. –ij Byssusýning STOKKSEYRI: Árleg byssu- sýning Veiðisafnsins á Stokks- eyri verður haldin næstkom- andi laugardag og sunnudag klukkan 11-18 báða dagana í húsakynnum Veiðisafnsins, Eyrarbraut 49 á Stokkseyri. Þar verður til sýnis fjölbreytt úrval skotvopna svo sem hagla- byssur, rifflar, skammbyssur, herrifflar ásamt ýmsu tengdu skotveiðum m.a úr einkasöfn- um. Nánar á veidisafnid.is –fréttatilk. Í asahlákunni á miðvikudag og fimmtudag í síðustu viku urðu miklar leysingar og barst óhemju mikið af klaka og ís niður Kverná við Grundarfjörð. Klakinn safn- aðist upp við brúna rétt utan við Grundarfjörð eins og gerist oft þegar svona hláka verður á vorin. Það var svo Almenna umhverfis- þjónustan sem losaði um stífluna svo að klakinn gæti flotið óáreittur til sjávar. Stíflan var í stærra lagi í þetta skiptið en engin hætta var á ferðum. tfk Losað um klakastíflu við Kverná Eins og Skessuhorn greindi frá nýlega hafa verið kynnt drög að frumvarpi til laga um nýtingu sjávargróðurs í atvinnuskyni og að reglugerð um sama málefni. Í frumvarpsdrögunum felast með- al annars breytingar á lögum um stjórn fiskveiða og lögum um umgengni við nytjastofna sjávar. Þannig er lagt til að öflun þangs og þara í atvinnuskyni verði leyf- isskyld, þ.e. að þau skip sem not- uð eru til að afla hráefnisins verði að hafa til þess sérstakt leyfi sem Fiskistofa veitir til eins árs í senn. Undir „skip“ falla einnig sláttu- prammar eins og þeir sem hafa verið notaðir til að afla þangs til vinnslu á Reykhólum. Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur sent atvinnuvega- og ný- sköpunarráðuneytinu umsögn þar sem alfarið er lagst gegn því að lög um öflun þangs og þara verði felld inn í fiskveiðistjórnunar- lög. Þang vex innan netlaga jarða og er nýting þess háð samkomu- lagi við landeigendur. Þari vex aft- ur á móti utar og ríkið fer með stjórnun á nýtingu hans. „Sveitar- stjórn Reykhólahrepps finnst rétt að veita vinnsluaðilum (ekki skip- um) nýtingarleyfi á afmörkuðum svæðum, forgang fyrir þá sem hafa reynslu af nýtingu á þau svæði þar sem þara hefur verið aflað,“ segir í umsögn sveitarstjórnar. Ef standi til að binda öflunina við einstök skip varpar sveitar- stjórn fram þeirri spurningu hvort kvóta verði komið á ef takmarka þurfi öflunina í framtíðinni og hvort sá kvóti verið þá framseljan- legur. Minni sjávarþorp víðs veg- ar um landið séu grátt leikin vegna heimilda til að framselja aflaheim- ildir og ljóst er að sveitarstjórn Reykhólahrepps lítur málið alvar- legum augum. „Samfélagið sem byggst hefur upp í kringum Þör- ungaverksmiðjuna á Reykhól- um stendur og fellur með þeim ákvörðunum sem teknar verða í þessum efnum í ráðuneytinu og á Alþingi.“ Reynsla af þang- og þaravinnslu sniðgengin Vinnsla á sjávargróðri hefur ver- ið á Reykhólum frá árinu 1975 en sveitarstjórn segir algerlega litið framhjá því. „Í fyrstu drögum að reglugerð um sjávargróður er ekki viðurkennd sú reynsla og þekking sem þang- og þaratekja á Reykhól- um hefur aflað. Engin vísbending er um að reynt verði að tryggja að Þörungaverksmiðjan á Reykhólum fái á einhvern hátt að njóta for- gangs vegna þessarar reynslu, sér- hæfingar, þekkingar og sérstöðu á allan hátt.“ Vekur sveitarstjórn máls á því að í reglugerðum um veiðar á ýms- um sjávarspendýrum eru fordæmi um ráðstöfun leyfa sem byggja á reynslu. Þar má nefna reglugerð- ir um veiðar á sæbjúgum, mak- ríl og kröbbum við innanverð- an Faxaflóa. „Það er ófrávíkjanleg krafa okkar, ófrávíkjanleg sann- girniskrafa, að tekið verði tillit til sérstöðunnar og samfélagsins hér, sem hefur byggst kringum öflun og nýtingu þangs og þara í 40 ár. Það væri algjörlega óábyrgt að gera það ekki og grafa þar með undan því sem hér hefur verið unnið og þeirri uppbyggingu sem átt hefur sér stað á Reykhólum,“ segir í nið- urlagi. kgk Mótmæla fyrirhuguðu frumvarpi um nýtingu sjávargróðurs Þangskurður í gangi á Breiðafirði. Ljósm. úr safni. Greint frá fyrirhuguðum fyrir- lestrum Dr. Karls Gunnarssonar um lífríki Breiðafjarðar í Skessu- horni í síðustu viku. Áttu þeir að fara fram í sal Reykhólaskóla síð- astliðinn laugardag en var frestað vegna veðurs. Karl mun flytja fyr- irlestra sína laugardaginn 9. apríl næstkomandi. Dagskrá er óbreytt að öðru leyti. Til umfjöllunar verður annars vegar lífríki sjávar- gróðurs á Breiðafirði og nytjar á honum í gegnum tíðina og hins vegar rannsóknir sem fyrirhugað- ar eru á þangi og þara í firðinum á næstu árum. kgk Fyrirlestrum um lífríki Breiðafjarðar var frestað Klóþang vex eingöngu í fjörum og er algengt víða við strendur Norður-Atlants- hafs en þrífst óvíða betur en í Breiðafirði. Í Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum er það er þurrkað og unnið úr því þangmjöl.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.