Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2016, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 16.03.2016, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 201616 Sá siður hefur lengi tíðkast hér á landi að ferma ungmenni. Eftir siðaskiptin á sextándu öld féll ferm- ing víðast hvar niður meðal Lúth- erstrúarmanna þar sem þeir viður- kenndu hana ekki sem sakramenti. Hún hélst hins vegar við á Íslandi og var lögfest í danska ríkinu 1736 sem athöfn á undan fyrstu altaris- göngu, að undangenginni fræðslu í kristnum fræðum. Altarisgangan var því aðalmálið. Fyrir flesta Ís- lendinga þýðir ferming staðfest- ing. Staðfesting á þeirri ákvörðun foreldra að láta skíra barnið og yf- irlýsing viðkomandi að hann vilji gera Jesú Krist að leiðtoga lífs síns. Miklar vangaveltur hafa af og til blossað upp um hvort barn sé nógu gamalt til að staðfesta skírn sína 14 ára, eða hvort það sé of gamalt. Ekki skal lagður dómur á það hér. Sumir prestar hafa þó farið þá leið að spyrja ekki hinnar mikilvægu spurningar um hvort einstakling- urinn vilji leitast við að gera Jesú Krist að leiðtoga lífs síns. Spurn- ingin sem stendur eftir er þá hvort um eiginlega fermingu sé að ræða? En fermingin er einnig annað og meira. Það hefur lengi verið tal- að mun það að með fermingunni komist viðkomandi einstaklingur í fullorðinna manna tölu. Það er ekki lítið stökk. Á einum degi fer ein- staklingur frá því að vera barn til þess að verða fullorðinn. Hér áður fyrr urðu mikil þáttaskil við þessa athöfn, líklega meira en við þekkj- um nú. Umbúnaður í kringum ferminguna var einnig misjafn milli heimila, þá eins og nú. Misjafnt eftir efnahag, aðstæðum fólks og áherslum. Þó virðist ætíð hafa ver- ið reynt að gera daginn eftirminni- legan fyrir fermingarbarnið, þótt fólk byggi við misjöfn kjör. Áður fyrr þótti jafnvel gott ef bakað- ar voru pönnukökur í tilefni dags- ins. Það var kannski svo mikil ný- breytni að fermingarbarnið mundi það alla ævi. Ekki fengu heldur öll börn fermingargjafir. Efnin hrukku ekki til þess en dagurinn og um- gjörð hans urðu þess í stað sú dýr- mæta minning sem eftir lifði í huga fermingarbarnsins. Þetta skal rifj- að upp til áminningar um að ver- aldlegum gæðum hefur ekki allt- af verið réttlátlega skipt og svo er ekki enn. Vonandi eiga þó öll fermingar- börn eftir að upplifa ánægjuleg- an dag þegar stóra stundin renn- ur upp. Fjölskyldur koma saman og gleðjast. Það er nefnilega svo að gleði, öryggi og væntumþykja er það besta sem hverju fermingar- barni er veitt. Að þessu sinni eru fermingar- börnin sjálf í forgrunni í Skessu- horni, líkt og verið hefur í Ferm- ingarblaði Skessuhorns undanfar- in ár. Myndir eru birtar af ferm- ingarbörnum ársins, þau spurð að því hvað þeim langi í fermingargjöf og rætt er við tvö fermingarbörn frá því í fyrra ásamt stúlku sem tók siðmálum að heiðnum sið. Einn- ig er spjallað við þrettán væntanleg fermingarbörn um fermingardag- inn sjálfan, vonir þeirra og vænt- ingar til stóra dagsins. Skessuhorn óskar öllum ungmennum til ham- ingju með þann stóra áfanga sem framundan er í lífi þeirra, með von um bjarta og gæfuríka framtíð. Ferming - staðfesting skírnarinnar í athöfn Sunna Björk Karlsdóttir fermdist árið 2010. Ljósm. Steinunn Matthíasdóttir. Spurningin „Hvað langar þig að fá í fermingargjöf?“ (Spurt á Akranesi) Bára Valdís Ármannsdóttir: „Mig langar í golfsett.“ Andri Páll Einarsson: „Mig langar í nýjan Ipad.“ Antonía Líf Sveinsdóttir: „Ég myndi örugglega vilja PC tölvu.“ Gabríel Dagur Kárason: „Macbook Pro, peninga eða eitthvað tölvutengt.“ H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 6 -0 6 1 9 Framtíðarreikningur – í fullu gildi í framtíðinni Með því að leggja fermingarpeningana inn á Framtíðarreikning auðveldar þú þér að láta framtíðardraumana rætast. Fermingargjafir eldast misvel og með því að spara tryggir þú að gjöfin þín nýtist í framtíðinni. Framtíðarreikningur Arion banka ber alltaf hæstu vexti verðtryggðra sparnaðarreikninga okkar og er bundinn til �� ára aldurs. Ef ��.��� kr. eru lagðar inn á Framtíðarreikning leggjum við �.��� kr. á móti. Filmumyndavél vinsæl fermingargjöf ����

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.