Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2016, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 16.03.2016, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 2016 13 Nemendur Grundaskóla á Akranesi sigruðu í Vestur- landsriðli Skólahreysti sem fram fór síðastliðinn mið- vikudag í Mýrinni í Garða- bæ. Tíu skólar úr lands- hlutanum auk eins skóla af Norðurlandi vestra skip- uðu riðilinn. Í öðru sæti varð Grunnskóli Snæfells- bæjar og Brekkubæjarskóli á Akranesi þriðji. Keppnis- lið Grundaskóla skipuðu: Þór Llorens, Oskar Wasi- lewski og Karen Þórisdótt- ir og Daria Fijal. Varamenn voru Róberta Ísólfsdóttir og Ísak Máni Sævarsson. Liðið mætti einbeitt til leiks með fjölmenna stuðn- ingssveit nemenda. Stefn- an var sett á sigur og ekk- ert annað. Það voru nem- endur Brekkubæjarskóla á Akranesi sem kepptu fyr- ir hönd landshlutans á síð- asta ári. Aðrir skólar sem tóku þátt voru: Auðarskóli í Dölum, Grunnskóli Borg- arfjarðar, Grunnskóli Grundarfjarðar, Grunn- skóli Húnaþings vestra, Grunnskólinn í Borgar- nesi, Heiðarskóli í Hval- fjarðarsveit og Grunnskóli Stykkishólms. Samkvæmt óstaðfestri dagskrá á heimasíðu Skóla- hreysti fara úrslit í keppn- inni fram miðvikudaginn 20. apríl í Laugardalshöll- inni í Reykjavík. mm Grunnskóli Snæfellsbæjar auglýsir eftir kennurum, veturinn 2016-2017 Sérkennara í 100% starf Umsjónarkennara á yngsta stigi, 100% starf Kennara í textílmennt og heimilisfræði, 100% starf Grunnskóli Snæfellsbæjar er heildstæður 250 nemenda grunnskóli með þrjár starfsstöðvar, í Ólafsvík, á Hellissandi og á Lýsuhóli. Skólinn hefur á að skipa vel menntuðu og hæfu starfsfólki. Áhersla er lögð á einstaklingsmiðun náms og fjölbreytta kennsluhætti, með það að markmiði að gera hvern einstakling tilbúinn til þátttöku í frekara námi og lýðræðissamfélagi. Skólinn leggur mikla áherslu á kennslu í átthagafræði, upplýsingatækni, allar starfsstöðvar flagga Grænfána, eru þátttakendur í Olweusar- verkefninu gegn einelti og starfsfólk hefur á undanförnum misserum lagt mikla vinnu í innleiðingu nýrrar aðalnámskrár. Umsækjendur þurfa að hafa kennarapróf, góða skipulagshæfileika og góða hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla af teymisvinnu og áhugi á þróunarstarfi eru mikilvægir eiginleikar. Laun eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og Launanefndar sveitarfélaga. Í samræmi við jafnréttisstefnu Snæfellsbæjar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um. Umsóknir sendist fyrir 1. apríl til skólastjóra Grunnskóla Snæfellsbæjar, Ennisbraut 11, 355 Snæfellsbæ. Í þeim skulu koma fram upplýsingar um menntun, réttindi og starfsreynslu. Frekari upplýsingar veitir Hilmar Már Arason, skólastjóri (hilmara@gsnb.is), símar 433-9900 og 894-9903. Í Snæfellsbæ er sérstaklega fallegt umhverfi þar sem Snæfellsjökul ber hæst, enda státar sveitarfélagið af svo til allri flóru landsins þegar kemur að landslagi, fugla- og dýralífi. Hér býr gott fólk sem er alltaf tilbúið til að bjóða nýja Snæfellsbæinga velkomna. Útivist og íþróttir er hægt að stunda hvenær sem er ársins, skíði og snjóbretti, gönguferðir, golf, hestamennsku, sund og margt fleira. Nýtt, glæsilegt íþróttahús er í Ólafsvík. Öflugt tónlistarlíf er í sveitarfélaginu og félagastarfsemi með miklum blóma. S K E S S U H O R N 2 01 6 Snæfellsbær GRUNNSKÓLI SNÆFELLSBÆJAR Grundaskóli sigraði í Vesturlandsriðli Skólahreysti Sigurlið Grundaskóla. Ljósm. af Facebook Grundaskóla. F.v. Róberta Lilja Ísólfsdóttir, Daria Fijal, Oskar Wasilewski, Þór Llorens Þórðarson, Karen Þórisdóttir og Ísak Máni Sævarsson. Lið Brekkubæjarskóla á Akranesi varð í þriðja sæti að þessu sinni. Lið Grunnskóla Snæfellsbæjar varð í öðru sæti. Fehima Líf Purisevic, Kristín Olsen, Benedikt Björn Ríkharðsson, Hilmar Björnsson, Birgir Vilhjálmsson og Birta Guðlaugsdóttir. FASTEIGNAMIÐLUN OG RÁÐGJÖF Sérlega glæsilegar og vel skipulagðar 2ja herbergja íbúðir á 1 hæð í lyftuhúsi. Íbúðirnar eru ríkulega búnar og smekklega innréttaðar. Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar strax. NÝJAR ÍBÚÐIR Í LYFTUHÚSI 3 íbúðir eftir SK ES SU H O R N 2 01 6

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.