Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2016, Blaðsíða 45

Skessuhorn - 16.03.2016, Blaðsíða 45
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 2016 45 Nýfæddir Vestlendingar 9. mars. Drengur. Þyngd 3.670 gr. Lengd 51 sm. Foreldrar: Svala Konráðsdóttir og Viðar Örn Línberg Steinþórsson, Akranesi. Ljósmóðir: Jóhanna Ólafsdóttir. Borgarbyggð - fimmtudagur 17. mars Félagsvist í safnaðarheimilinu Félagsbæ, Borgarnesi kl. 20. Lokakvöldið í þriggja kvölda keppni. Góð kvöld- og lokaverð- laun. Veitingar í hléi. Allir velkomnir. Borgarbyggð - fimmtudagur 17. mars Föstuguðsþjónusta í Borgarneskirkju kl. 20. Organisti: Steinunn Árnadóttir. Prestur: Þorbjörn Hlynur Árnason. Reykhólahreppur - föstudagur 18. mars Leikfélag Hólmavíkur frumsýnir Ballið á Bessastöðum. Þetta er fjölskyldusýning, verk sem er unnið upp úr samnefndri bók Gerðar Kristnýjar, en Bragi Valdimar Skúlason samdi tónlistina. Lífleg sýning og ávísun á góða skemmtun fyrir fólk á öllum aldri. Sýnt verður í Félags- heimilinu á Hólmavík. Sýningin hefst kl. 20. Einnig verður sýnt sunnudag kl. 14, þriðjudag kl. 18, páskadag kl. 20 og fimmtudaginn 31. mars kl. 18. Borgarbyggð - laugardagur 19. mars Vorjafndægrablót í Einkunnum kl. 18. Blótið verður helgað vönum, vættum vorsins og goðmögnum gróandans. Lyftum horni, fögnum lengri sólargangi og komandi vori! Til Einkunna liggur 3,5 km vegur af þjóðvegi nr. 1 við hesthúsa- hverfið ofan Borgarness. Upplýsingar hjá Jónínu K. Berg Þórsnessgoða í síma 865-2581. Allir velkomnir. Dalabyggð - laugardagur 19. mars Markaður í Leifsbúð frá kl. 14 til 16. Á markaðnum verða söluborð með alls konar varningi. Hægt er að panta söluborð í síma 849-5684 eða á hann- alind89@gmail.com. Slysavarnadeildin verður með veitingar til sölu. Sjáumst hress og kát. Dalabyggð - laugardagur 19. mars Torfi og ljáirnir á Byggðasafni Dala- manna. Kl. 15 mun Bjarni Guðmunds- son á Hvanneyri koma á sögustund á Byggðasafni Dalamanna og fjalla um Torfa í Ólafsdal og ljáina, það er fyrstu heyskaparbyltinguna hérlendis. Bjarni verður og með nokkrar bækur í fartesk- inu til sölu og áritar. Aðgangseyrir er sem fyrr 500 kr. fyrir 18 ára og eldri, frítt fyrir börn. Kaffi á könnunni. Sælingsdals- laug er síðan opin kl. 14-18 fyrir þá sem það vilja. Byggðasafn Dalamanna er á Laugum í Sælingsdal. Borgarbyggð - laugardagur 19. mars Óþarfa offarsi 7. sýning í Logalandi kl. 20. Umf. Reykdæla sýnir átta hurða farsa eftir Paul Slade Smith. Leikstjóri Ármann Guðmundsson. Illskiljanlegur leigumorðingi, góðgjarn borgarstjóri, frekar tregar en ákaflega viljugar löggur, kynsveltur endurskoðandi, dauðhræddur yfirmaður öryggismála, gæðaleg borgarstjórafrú. Hvernig fer þetta saman? Það er ekkert víst að neitt klikki! Miðapantanir í síma 435-1182/691-1182. Borgarbyggð - laugardagur 19. mars Egilssögur á Sögulofti í Landnámssetri Borgarnesi kl. 20. Hinn ástsæli söngvari og lagasmiður Egill Ólafsson segir frá eftirminnilegum atvikum úr sínu við- burðaríka lífi. Lög Egils eru fléttuð inn í sýninguna. Akranes - sunnudagur 20. mars Fermingarguðsþjónusta kl. 10. 30 og 14. Sunnudagaskólinn kl. 11 í húsnæði KFUM og -K, Garðabraut 1, meðan á fermingum stendur. Stykkishólmur - sunnudagur 20. mars Félagsvist í Setrinu kl. 15:30. Borgarbyggð - sunnudagur 20. mars Egilssögur á Sögulofti í Landnámssetri Borgarnesi kl. 16. Hinn ástsæli söngvari og lagasmiður Egill Ólafsson segir frá eftirminnilegum atvikum úr sínu við- burðaríka lífi. Lög Egils eru fléttuð inn í sýninguna. Borgarbyggð - mánudagur 21. mars Félagsvist á Hótel Á, Kirkjubóli, Hvítár- síðu kl. 20:30. Félagsvist með tilheyrandi kaffi og kræsingum ásamt verðlaunum. Góð samverustund fyrir unga sem aldna. Kvenfélag Hvítársíðu. Hvalfjarðarsveit - þriðjudagur 22. mars Páskaliljusala Kvenfélagsins Lilju í Hval- fjarðarsveit. Dagana 22. og 23. apríl nk. mun kvenfélagið Lilja í Hvalfjarðarsveit standa fyrir sinni árlegu páskaliljusölu. Allir ágóði af sölunni mun fara til þess að kaupa hjartastuðtæki fyrir sundlaugina/ íþróttahúsið í Heiðarborg. Verð á einu búnti er kr. 2.000 en séu keypt þrjú eða fleiri þá er verðið á búntinu kr. 1.500. Stykkishólmur - þriðjudagur 22. mars Snæfell fær Val í heimsókn í úrvals- deild kvenna í körfuknattleik og hefst leikurinn kl. 19:15. Borgarbyggð - þriðjudagur 22. mars Fyrirlestrar í héraði: Glíman við Hallgrím í Bókhlöðu Snorrastofu. Passíusálmarnir eru viðfangsefnið í fyrirlestri Marðar Árnasonar. Sjá nánar frétt í blaðinu. Aðgangseyrir er kr. 500. Á döfinni Handlaginn óskast Vantar sanngjarnan handlaginn einstak- ling (1-2) til að ljúka framkvæmdum við litla íbúð í Reykjavík. Múra, pússa, smá smíðavinna o.s.frv. Stutt að sækja efni og áhöld. Hafið samband í skilaboðum allao@centrum.is. Heyrúllur til sölu Til sölu heyrúllur, góðar í útigang. Verð 3.000 kr. stk. Staðsettar í Dalasýslu. Uppl. í síma 892-5678. Konunglegt og glæsilegt antik sófasett Þetta fallega sófasett er til sölu. Það er danskt með mjög fallegu vínrauðu pluss áklæði sem sér ekki á. Settið saman stendur af sófa og 2 stólum með örmum og 2 minni stólum án arma. Verð 220 þús. Uppl. í S: 696-2334 eða ispostur@ yahoo.com. Frystiskápur, ísskápur og flatskjár Til sölu: frystiskápur 20 þús., ísskápur 20 þús. og 37“ LG flatskjár frá 2007 á 40 þús. Uppl. í síma 892-5114. Óska eftir leiguhúsnæði Leiguhúsnæði óskast með 3 til 4 her- bergi. Skoðum alla staðsetningu á Vesturlandi, t.d. Hvanneyri, Borgarnes, Grundarfjörð eða Stykkishólm. haf- steinnsv@gmail.com. Ert þú að leita að fólki eins og okkur til að leigja hjá þér? Við mæðgur (37 og 4 ára) viljum flýja borgina og leitum því að húsnæði í Stykkishólmi. Erum með eindæmum þrifalegar, hófstilltar, reglusamar, heimakærar, gáfaðar, uppátækjasamar og glaðlegar. Eigum helling af dóti sem myndi varla fylla meira en þrjú herbergi, ekki væri verra ef herbergi væru fjögur svo amma geti heimsótt. drifapalin@ gmail.com. Húsnæði til leigu Einbýlishús til leigu. 6-7 herbergja 269 fm. til leigu frá 1. maí í 6 mánuði lágmark. Húsnæðið er að fara í söluferli. Leiga á mánuði 285 þús. Þrír mán- uðir greiddir fyrirfram. Uppl. á baza@ internet.is. Íbúð til leigu á Akranesi Til leigu lítil íbúð, stutt frá Fjölbraut. Upplýsingar í síma 896-0182. Óska eftir bát Óska eftir um það bil fimm til sjö tonna bát til leigu á strandveiðar í sumar. Upp- lýsingar í síma 695-2150, Guðmundur Karlsson. Bílaþvottur Sylvíu Við tökum að okkur að þrífa og bóna bíla á sanngjörnu verði. Getum sótt og skilað innan Akraness ef þess þarf. Erum vandvirk og höfum einnig ágætis reynslu. Sími 864-1844 og 893-1854. Markaðstorg Vesturlands DÝRAHALD HÚSBÚNAÐIR / HEIMILISTÆKI LEIGUMARKAÐUR ÝMISLEGT 9. mars. Drengur. Þyngd 4.050 gr. Lengd 52 sm. Foreldrar: Heiðrún Hafliðadóttir og Róbert Ágústsson, Borgarnesi. Ljósmóðir: Valgerður Ólafsdóttir. 10. mars. Stúlka. Þyngd 3.740 gr. Lengd 52 sm. Foreldrar: Margrét Björnsdóttir og Smári Hrafnsson, Reykhólahreppi. Ljósmóðir: Ásthildur Gestsdóttir. 9. mars. Drengur. Þyngd 3.550 gr. Lengd 50 sm. Foreldrar: Kathrin Martha Schmitt og Ásgeir Sverrisson, Hvammstanga. Ljósmóðir: Jóhanna Ólafsdóttir. 9. mars. Stúlka. Þyngd 3.550 gr. Lengd 51 sm. Foreldrar: Katarzyna Gacek Wasilewska og Radóslaw Wasilewski, Tálknafirði. Ljósmóðir: Valgerður Ólafsdóttir / Ólafía S. Einarsdóttir. 9. mars. Stúlka. Þyngd 3.385 gr. Lengd 50 sm. Foreldrar: Anna Guðrún Sigurðardóttir og Ásmundur Shannon Herman, Reykjavík. Ljósmóðir: Helga R. Höskuldsdóttir / Ólafía S. Einarsdóttir. ATVINNA Í BOÐI Næstu blöð: Þriðjudaginn 22. mars Miðvikudaginn 30. mars Miðvikudaginn 6. apríl Vegna páskavikunnar sem framundan er verður Skessuhorn næstu viku gefið út degi fyrr en venjulega og kemur út þriðju daginn 22. mars. Fyrsta blað eftir páska kemur út miðvikudaginn 30. mars. Aðsent efni og auglýsingar til birtingar óskast sendar fyrr en venjulega með tilliti til þessara útgáfudaga. Fréttaveita Vesturlands Átta hurða farsi! Útspekúleruð gildra! Illskiljanlegur leigumorðingi, góðgjarn borgarstjóri, tregar en ákaflega viljugar löggur, kynsveltur endurskoðandi, dauðhræddur yfirmaður öryggismála, gæðaleg borgarstjórafrú. Þegar þannig hópur kemur saman þá er ekki víst að neitt klikki! Næstu sýningar: 6. sýning, föstudag ....................................18. mars kl. 20.00 7. sýning, laugardag. .................................19. mars kl. 20.00 8. sýning, miðvikudag ...............................23. mars kl. 20.00 9. sýning, fimmtudag.................................24. mars kl. 20.00 10. sýning, laugardag ................................26. mars kl. 20.00 Ekki missa af þessari sprenghlægilegu sýningu! Miðapantanir í síma 435 1182 / 691 1182 Fosshótel Reykholt býður þriggja rétta leikhúsmatseðil og sértilboð á gistingu. Nánari upplýsingar í síma 435 1260 og á netfanginu: addi@fosshotel.is Ungmennafélag Reykdæla ÓÞARFA OFFARSI Sýnt er í Logalandi í Reykholtsdal eftir Paul Slade Smith í leikstjórn Ármanns Guðmundssonar SK ES SU H O R N 2 01 6

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.