Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2016, Blaðsíða 38

Skessuhorn - 16.03.2016, Blaðsíða 38
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 201638 Emelie Schepp er sænskur höf- undur sem vakti athygli í heima- landi sínu fyrir fyrstu bók sína, Märkta för livet, og ekki síst vegna þess að hún gaf bókina út sjálf og uppskar titilinn „sjálfsútgefandi Svíþjóðar nr. 1.“ Seldist bókin í 40 þúsund eintökum út úr kjallar- anum hjá henni. Nú hefur útgáfu- rétturinn verið seldur til 27 landa og kemur bókin „Merkt“ út hjá MTH útgáfu á Akranesi í þýðingu Kristjáns Kristjánssonar. Höf- undur bókarinnar, Emelie Schepp verður á landinu næstu daga til að kynna bókina sem kemur form- lega út á íslensku fimmtudaginn 17. mars. Útgáfuhóf verður haldið í Eymundsson á Akranesi kl. 17.00 þann 17. mars. Um bókina segir á kápu: „Yf- irmaður á Útlendingastofnun- inni í Norrköping finnst myrtur á heimili sínu og Jönu Berzelius sak- sóknara er falin rannsókn málsins. Henrik Levin og Mia Bolander hjá rannsóknarlögreglunni eru henni til aðstoðar og fljótlega kemur í ljós að annað morð hefur verið framið - morð sem tengir Jönu við ógnvænlegt leyndarmál úr fortíð- inni.“ mm Sænskur höfundur í útgáfuhófi á Akranesi Egill Ólafsson skemmtir gestum á Söguloftinu í Landnámssetr- inu í Borgarnesi um þessar mund- ir. Ég var þar í hópi góðra vina sem naut þess að hlusta á þennan fjöl- hæfa tónlistarmann og leikara lýsa þroskabrautinni frá því hann stóð þriggja ára gamall í gúmmístígvél- unum einum fata í fjörunni á Akra- nesi staðráðinn í að fara á sjóinn með afa, til þess að vera fullbúinn í úthafssiglingu með konu sinni á eigin skútu rúmlega sextugur. Ég vissi að Egill væri frábær sögu- maður og söngvari en ég vissi ekki að sjómannsblóð ólgaði í æðum hans. Ég vissi ekki að Egill hefði alist upp á Akranesi ungur dreng- ur og dregist þar að hafinu. Ég vissi ekki að hann hefði erft göngulagið frá afabróður sínum, eins og frænka hans sagði. Afabróður?! Hver var nú það? Ég vissi ekki að Harry Belafonte var sá söngvari sem hann helst vildi líkjast þegar hann var ungur og að hann sá þetta átrún- aðargoð sitt á tónleikum í Kaup- mannahöfn. Svo hittust þeir síð- ar. Og ég vissi ekki að í tvígang var hann kominn á fremsta hlunn með að fara í söngnám til Mílanó (með stefnuna á Scala, væntanlega), en þá var eitthvað sem tafði! Í fyrra skiptið var hann orðinn landsfrægur í Spil- verki þjóðanna og Stuðmönnum og ekki hægt að stökkva burt úr vin- sældadæminu. Í seinna skiptið var það fjölskyldan og Þursaflokkurinn sem ekki var auðvelt að yfirgefa. Hann talaði mikið um kraftana sem togast á um líf manns: „Það er eitt- hvað sem togar og annað sem ýtir á móti og svo er eitthvað sem tefur.“ Þetta með töfina minnir svolítið á það sem John Lennon sagði: „Life is what happens while you are busy making other plans.“ Egill grípur öðru hverju í gítar- inn þegar hann rifjar upp tónlist- arferilinn og segir frá því hvernig samstarfið hófst við Sigurð Bjólu og Diddú, Valgeir Guðjóns og Jak- ob Frímann, að ógleymdri Stein- unni Bjarna, hvernig raddir þeirra og hugmyndir náðu saman. Hann gerir góðlátlegt grín að sjálfum sér og félögum sínum í bransanum og öllu baslinu í kringum gerð platn- anna. Áheyrandi sem man allar þessar plötur, frábær lögin, frum- lega textana og flutninginn fer í gamalkunnugt stuð og tekur undir: „Manstu ekki eftir mér…“ Sögur Egils lýsa því hvernig lista- maður verður til. Þar eiga marg- ir hlut að máli, kennarar, Tinna, fjölskylda og félagar. Þakklætið til söngelskrar móður hans fer ekki fram hjá neinum, þegar hann lýsir tónlistaruppeldinu sem hún veitti honum með því að spila látlaust plötur stórsöngvara á borð við Di Stefano, Benjamino Gigli, Mario Lanza, Stefán Islandi, Maríu Cal- las o.fl. Hann hugsaði ekki út í það, þegar hann var ungur, að auðvitað dreymdi móður hans um að vera óperusöngkona. En það var eitt- hvað sem tafði… Það verður enginn svikinn af því að heimsækja Landnámssetrið í Borgarnesi og hlusta á Egils sögur. Látið ekki verða töf á því. Steinunn Jóhannesdóttir. Eitthvað sem togar… og tefur Ungmennafélag Reykdæla í Borgar- firði sýnir nú leikritið Óþarfa offarsa eftir bandaríska leikarann og leik- skáldið Paul Slade Smith í þýðingu Harðar Sigurðsson og leikstjórn Ár- manns Guðmundssonar. Eins og nafnið bendir til þá er þetta farsi og í försum eru margar dyr. Í þessu tilfelli eru þær sjö þar af einar með tveimur hurðum, sem býður upp á margar leiðir til að rugla, misskilningur verður á mis- skilning ofan. Sviðið er tvö sam- liggjandi hótelherbergi. Í öðru hafa tveir lögreglumenn sett upp gildru fyrir spilltan stjórnmálamann, borg- arstjórann Meekly, sem Jón Péturs- son leikur. Eins og gefur að skilja fer ekki allt eins og gert var ráð fyr- ir í byrjun. Ástin setur strik í reikn- inginn, eða ættum við frekar að segja ástarbríminn. Dagur Andrés- son leikur óframfærinn lögreglu- mann, að nafni Eric Sheridan, sem hrífst af kynsvelta endurskoðandan- um Karen Brown sem Bára Einars- dóttir leikur. Nær samleikur þeirra skemmtilegum hæðum án þess að fara yfir velsæmismörk. Honum til aðstoðar er frekar grunnhygg- in lögreglukona, Billie Dwyer, sem leggur sig alla fram í að standa sig í starfi sem greinilega er ekki á henn- ar valdi. Ása Erlingsdóttir nær vel þessari jákvæðu og hjálplegu pers- ónu sem auðvitað lendir í klandri. Guðmundur Pétursson er í hlut- verki óöruggs yfirmanns öryggis- mála, sem er bleyða og leikur tveim- ur skjöldum. Hafsteinn Þórisson nær vel að vera illskiljanlegur í sínu hlutverki sem leigumorðinginn og pyntarinn Todd sem er illskiljanleg- ur Skoti, í kilti og með sekkjapípu. Hin einfalda Billie virðist vera sú eina sem skilur hann. Misskilningur, mistök, yfirhylm- ingar og að leika tveimur skjöld- um eru fastir liðir í skemmtilegum gleðileikjum eða försum. Óþarfa offarsi í uppfærslu Ungmennafélags Reykdæla hefur þetta til að bera og er kvöldstund í Logalandi vel varið. Þóra Magnúsdóttir Óþarfa offarsi í Logalandi Ég hef ákaflega gaman af því að sjá leiksýningar hjá áhugamanna leik- félögum og hef farið á sýningar hjá Leikdeild Ungmennafélags Skalla- gríms síðastliðin ár og haft mjög gaman af. Á þessu ári fagnar Leik- deildin 100 ára afmæli sínu og er víst ýmislegt á döfinni til að halda upp á áfangann. Fimmtudaginn 10. mars síðastliðinn var gamanleik- urinn Blessað barnalán frumsýnd- ur í félagsheimilnu Lyngbrekku og nú þegar eru þrjár sýningar búnar. Verkið er eftir Kjartan Ragnarsson og leikstjóri er Gunnar Björn Guð- mundsson. Í stuttu máli þá fjallar leikritið um mæðgur sem búa saman í þorpi austur á fjörðum. Móðirin á sér þá ósk heitasta að fá yngri systkinin til að koma heim á æskustöðvarnar og eyða með þeim sumarfríinu svona einu sinni enn áður en hún deyr. Ekki virðist það ætla að ganga alveg að hennar óskum og tekur elsta dótt- irin því til sinna ráða til að fá systk- inin heim. Ráðabrugg systurinnar fer þó að sjálfsögðu úr böndunum og upphefst mikill feluleikur og mis- skilningur þar sem ekkert er greini- lega of heilagt til að ná settu mark. Úr þessu verður hin mesta flækja og taugastríð allra sem hlut eiga að máli. Inn í ráðabruggið fléttast síðan hinar ýmsu persónur í þorpinu hvort sem þeim líkar betur eða verr. Það má með sanni segja að lýs- ingin ærslafullur gamanleikur eigi hér vel við því sýningin er spreng- hlægileg og hin frábærasta skemmt- un fyrir unga sem aldna. Virkilega gott rennsli er á sýningunni allan tíman og aldrei dauður tími enda var hlegið í salnum nánast frá upp- hafi til enda. Í hópi leikenda mátti sjá kunnugleg andlit frá sýningum fyrri ára og einnig einhver ný. Allt upp til hópa frábærir leikendur sem skiluðu sýnu verki snilldarlega vel. Leikdeild Skallagríms má svo sann- arlega vera stolt af þessari sýningu og flottu upphafi á afmælisári sínu. Það eru aldrei of margar gleði stundir í lífi okkar og ef þú lesandi góður villt eiga skemmtilega kvöld- stund og hlægja þig máttlausa þá mæli ég svo sannarlega með að þú látir þessa sýningu ekki fram hjá þér fara. Ekki skemmir fyrir notalegt og heimilislegt andrúmsloftið á staðn- um þar sem kaffi og rjómavöfflur eru seldar í hléi. Sýnt er eins og áður sagði í Lyng- brekku og hefjast allar sýningar kl: 20:30. Hildigunnur Jóhannesdóttir Blessað barnalán – Frábær skemmtun Um síðustu helgi sem e i n k e n n d - ist af roki og h a m a g a n g i þá var ekki síðri kraftur innanhúss í Hjálmakletti þar sem rúm- lega fimm- tíu konur af Vesturlandi komu saman til að syngja undir öruggri stjórn Zsuzsönnu Budai og Kristjönu Stefánsdótt- ur. Sér til stuðnings höfðu þær svo fjóra öfluga karlmenn sem léku undir; Einar Jóhannson, Karl Olgeirsson, Sigurþór Krist- jánsson og Sigurð Jakobsson. Þetta er held ég í fjórða skipt- ið sem svona helgi er haldin og hefur Freyjukórinn haft veg og vanda að skipulagningunni. Þetta er alveg frábært verkefni og það var augljóst á krafti og sönggleð- inni að þrátt fyrir að hafa sungið alla helgina þá áttu konurnar nóg eftir og tón- leikarnir sem haldnir voru á sunnudag tókust ein- staklega vel. Hljómsveitin var alveg frá- bær enda val- inn maður í hverju rúmi og studdi þétt við kórinn sem söng vel að ógleymdri Kristjönu einsöngvara sem fór alveg á kostum. Svona menn- ingarviðburður er skemmti- legt innlegg í flóruna hjá okkur hér í Borgarfirði og gaman hvað við eigum flotta listamenn, bæði heimamenn og aðra sem vilja heimsækja okkur. Ég vil að lok- um bara hvetja sem flesta til að mæta á tónleikana hjá ,,Syngj- andi Konum” en þær verða með tónleika í Grundarfirði 16. mars og á Hólmavík 19. mars. Takk fyrir mig! Jónína Erna Arnardóttir Gleði, gleði, gleði! Tónleikar Syngjandi kvenna á Vesturlandi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.