Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2016, Blaðsíða 36

Skessuhorn - 16.03.2016, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 201636 Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akra- nesi stóð á dögunum fyrir sinni ár- legu stærðfræðikeppni fyrir þrjá elstu bekki grunnskólanna. Var það í 18. sinn sem keppnin er haldin og var nemendum allra grunnskóla á Vest- urlandi boðin þátttaka auk nemenda Grunnskólans á Hólmavík og Klé- bergsskóla á Kjalarnesi. Síðastliðinn laugardag var svo tíu efstu í hverjum bekk veitt verð- laun og viðurkenningar fyrir árangur sinn í keppninni. Veður var slæmt og því gátu ekki allir keppendur og að- standendur verið viðstaddir athöfn- ina. Mæting var engu að síður góð eftir aðstæðum. Peningaverðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sæti hvers bekkjar. Fyrsta sætið hlaut 20 þús. krónur, annað 15 þús. krónur og þriðja 10 þús. krónur. Stuðningsaðilar keppninnar að þessu sinni voru Landsbankinn, Norðurál, Málning og Elkem. kgk Tíu efstu sætin í hverjum bekk skipuðu eftirfarandi: 8. bekkur 1. Marvin Logi Nindel Haraldsson - Grunnskóli Borgarfjarðar 2. Svava Björk Pétursdóttir – Grunnskólinn í Borgarnesi 3. Kolbeinn Tumi Kristjánsson – Grundaskóli Akranesi 4.-10. Aron Kristjánsson – Brekkubæjarskóli Akranesi 4.-10. Arnar Már Kárason – Grundaskóli Akranesi 4.-10. Heiður Dís Kristjánsdóttir – Grundaskóli Akranesi 4.-10. Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson – Grundaskóli Akranesi 4.-10. Antonía Líf Sveinsdóttir – Brekkubæjarskóli Akranesi 4.-10. Erla Karítas Jóhannesdóttir – Grundaskóli Akranesi 4.-10. Nökkvi Máni Guðmundsson – Brekkubæjarskóli Akranesi 9. bekkur 1. Andri Snær Axelsson – Brekkubæjarskóli Akranesi 2. Gunnar Örn Ómarsson – Grunnskólinn í Borgarnesi 3. Bergsteinn Ásgeirsson – Brekkubæjarskóli Akranesi 4.-10. Embla Hrönn Vigfúsdóttir – Brekkubæjarskóli Akranesi 4.-10. Fehima Líf Purisevic – Grunnskóli Snæfellsbæjar 4.-10. Davíð Örn Harðarson – Brekkubæjarskóli Akranesi 4.-10. Birta Guðlaugsdóttir – Grunnskóli Snæfellsbæjar 4.-10. Guðmundur Þór Hannesson – Grundaskóli Akranesi 4.-10. Erla Ágústsdóttir – Grunnskólinn í Borgarnesi 4.-10. Elvar Örn Einarsson – Grunnskóli Borgarfjarðar 10. bekkur 1. Þorgrímur Magnússon – Grunnskólinn í Borgarnesi 2. Ragnar Líndal Sigurfinnsson – Grunnskóli Borgarfjarðar 3.-4. Bára Örk Melsted – Grunnskólinn á Hólmavík 3.-4. Tinna Von Gísladóttir Waage – Brekkubæjarskóla Akranesi 5.-10. Baldur Olsen – Grunnskóli Snæfellsbæjar 5.-10. Atli Teitur Brynjarsson – Grundaskóli Akranesi 5.-10. Aníta Jasmín Finnsdóttir – Grunnskólinn í Borganesi 5.-10. Eðvarð Eyfjörð Axelsson – Grundaskóli Akranesi 5.-10. Ragnheiður Ingólfsdóttir – Grunnskóli Snæfellsbæjar 5.-10. Kristmann Dagur Einarsson – Grundaskóli Akranesi Keppendum í stærðfræðikeppninni veittar viðurkenningar Þeir sem höfnuðu í tíu efstu sætunum í keppninni hlutu viðurkenningu og peningaverðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sætin. Tólf keppendur vantar á myndina, en vegna slæms veðurs gátu ekki allir verið viðstaddir athöfnina. Óskum eftir verslunarstjóra til starfa á þjónustustöð Olís Stykkishólmi. Hjá Olís er lögð áhersla á góðan aðbúnað starfsfólks, stuðning til náms og heilsueflingar, heiðarleika í samskiptum, snyrtimennsku og fagleg vinnubrögð. Helstu verkefni • Daglegur rekstur stöðvarinnar • Umsjón með Grill 66 • Innkaup • Sala • Starfsmannahald • Þjónusta við viðskiptavini PIPA R\ TBW A · SÍA · 161610 Hæfni og þekking Reynsla af verslunarstörfum og stjórnun er æskileg. Áhersla er lögð á ríka þjónustulund, stundvísi, snyrti mennsku og hæfni í mannlegum samskiptum. Skilyrði er að umsækjendur hafi hreint sakavottorð og séu reyklausir. Vinsamlega sendið umsóknir ásamt ferilskrá í tölvupósti á netfangið frida@olis.is fyrir fimmtu daginn 31. mars. Frekari upplýsingar má nálgast á sama netfangi. Verslunarstjóri Stykkishólmi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.