Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2016, Blaðsíða 39

Skessuhorn - 16.03.2016, Blaðsíða 39
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 2016 39 Akraneskaupstaður vekur athygli á eftirfarandi viðtalstímum hjá bæjarstjóra, garðyrkjustjóra, byggingarfulltrúa og sviðsstjórum kaupstaðarins: Bæjarstjóri• , Regína Ásvaldsdóttir (baejarstjori@akranes.is) á fimmtudögum kl. 10:00-12:00. Stjórnsýs• lu- og fjármálasvið, Steinar Adolfsson (stjornsysla@akranes.is) á fimmtudögum kl. 10:00-12:00 Skipul• ags- og umhverfissvið, Sigurður Páll Harðarson (skipulag@akranes.is) á fimmtudögum kl. 10:00-11:00, hjá byggingarfulltrúa, Stefáni Steindórssyni á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 11:00-12:00 og hjá garðyrkjustjóra, Írisi Reynisdóttur á miðvikudögum kl. 11:00-12:00. Velferðar• - og mannréttindasvið, Jón Hrói Finnsson (velferd@akranes.is) á fimmtudögum kl. 10:00-12:00. Skóla• - og frístundasvið, Svala Hreinsdóttir (skoliogfristund@akranes.is) á fimmtudögum kl. 10:00-12:00. Viðtalspantanir fara fram rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar eða símleiðis í þjónustuveri kaupstaðarins í síma 433 1000. Ennfremur er hægt að senda inn fyrirspurnir / ábendingar á tilgreind netföng. Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 6 Við erum hér fyrir þig! Snorrastofa í Reykholti Fyrirlestrar í héraði Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur í Reykholti Sími 433 8000 www.snorrastofa.is snorrastofa@snorrastofa.is Þriðjudagurinn 22. mars 2016 kl. 20:30 í Bókhlöðu Snorrastofu Glíman við Hallgrím Mörður Árnason íslenskufræðingur flytur Umræður og kaffiveitingar Aðgangur kr. 500 Mörður kynnir útgáfu sína á Passíusálmunum, sem er 92. útgáfa/prentun sálmanna frá því þeir komu fyrst út á Hólum árið 1666, fyrir hálfri fjórðu öld, og gerir grein fyrir vinnubrögðum sínum og samstarfsmanna sinna við verkið. SK ES SU H O R N 2 01 6 1230. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 22. mars kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0. Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir: Sjálfstæðisflokkurinn í Gamla Kaupfélaginu, • laugardaginn 19. mars kl. 10.30. Frjálsi• r með Framsókn í Haraldarhúsi, Vesturgötu 32, kjallara, gengið inn frá palli, mánudaginn 21. mars kl. 20.00. Bjö• rt framtíð í Vitakaffi, Stillholti 16-18, mánudaginn 21. mars kl. 20.00. S• amfylkingin í Stjórnsýsluhúsinu, 1. hæð, Stillholti 16-18, laugardaginn 19. mars kl. 11.00. Bæjarstjórnarfundur Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is Í síðustu viku voru fjórtán sænsk- ir nemendur og fjórir kennarar frá NFU menntaskólanum í Svedala í náms- og kynnisferð á Íslandi þar sem þeir heimsóttu Menntaskóla Borgarfjarðar. Skólinn á í sam- starfi við MB og var þetta í þriðja sinn sem nemendur hans komu til landsins. Svíarnir fóru ásamt nemendum MB í vettvangsferð- ir. Á ferðum sínum fræddust þeir um sögu Reykholts og um ævi og sögu Snorra Sturlusonar. Staldr- að var við á ýmsum stöðum og rætt um jarðfræði og náttúrufyrir- brigði. Einnig var farið á sýning- ar Landnámssetursins og Borg á Mýrum heimsótt. Þá fengu nem- endur tækifæri til að skoða Þing- velli, Gullfoss og Geysi í Gullna hringnum og ferðinni lauk með heimsókn til Reykjavíkur þar sem heimsóttar voru meðal annars höf- uðstöðvar Íslenskrar erfðagrein- ingar og Alþingi. Það er kennarinn Jette Kock- um Boeskov sem er frumkvöð- ull af samstarfi skólanna. Hún er dönsk að uppruna en kennir efna- fræði, líffræði og dönsku við NFU menntaskólann. Hún segir sam- starfsverkefnið ná frá sögu Eg- ils Skallagrímssonar allt til fram- sælla vísinda. Verkefnið er styrkt af Nordplus. Jetta segir að í sam- starfinu sé lögð sé áhersla á sam- eiginlegan sagnaarf landanna. „Við erum að þróa okkar menntun með þessu, að læra hvort af öðru og kenna hvort öðru. Það er stað- reynd að ef nemendur taka þátt í raunverkefni, þar sem einhver annar er viðtakandi þá eykur það gæði verkefnisins. Það skilur meira eftir sig ef þú veist að aðrir eru að læra það sama og á sama tíma ger- ir það viðfangsefnið áhugaverðara. Við eigum sameiginlegan sagna- arf, menning okkar er svipuð sem og tungumál. Þetta allt tengir okk- ur saman,“ segir Jette. Borg á Mýrum eftirminnileg Svíarnir Frederik Hinton og Hann- es Essfors voru meðal þeirra sem heimsóttu Ísland í síðustu viku. Þeir voru ánægðir með ferðina þrátt fyrir leiðinda veður. „Það er svipað veður hér og heima. Reynd- ar aðeins verra hér, við höfum ekki alveg jafn mikla rigningu og jafn mikið rok! En landið er mjög fal- legt. Hér eru hvít fjöll sem eru svo nálægt. Þetta er alls ekki líkt þeim hluta Svíþjóðar sem við komum frá, þar er meira um flatlendi og skóga,“ segir Hannes. Þeim fannst ferðin hafa verið lærdómsrík. „Við höfum lært mikið um Ísland, bæði um menninguna, tungumálið og svo höfum við fengið að kynnast jarðfræði landsins;“ segir Freder- ik. „Já, og sögunni,“ bætir Hann- es við. Þeir segja margt í Mennta- skóla Borgarfjarðar svipað með því sem þeir læra heima í Svíþjóð. „Eins og í sögu, þar lærum við um sænska víkinga þannig að það er margt kunnuglegt. Við ærum samt mest um 17. öldina heima þannig að við höfum ekki lært jafn mikið um víkinga og er kennt hér,“ segja þeir. Strákarnir eru sammála um að Þingvellir hafi haft mest áhrif á þá af þeim stöðum sem þeir heim- sóttu. „Það er ofboðslega falleg- ur staður. Það var líka eftirminni- legt að koma á Borg. Við höfðum aðeins lesið um Egil Skallagríms- son úti en hér er maður mun nær sögunni. Það er sérstakt að koma á staðinn þar sem sagan tók sér stað.“ Lærðu mikið um Ísland Jóna Jenný Kjartansdóttir og Alex- andra Rán Guðnýjardóttir eru tveir nemenda MB sem tóku þátt í verk- efninu. „Vikan fór aðallega í lang- ar ferðir. Við fórum bæði Borgar- fjarðarhringinn, um Suðurland og til Reykjavíkur. Við vorum með sænsku krökkunum allan daginn en ekki á kvöldin. Það stóð til að við myndum fara í samhristingar- leiki en það varð ekkert úr því, við náðum því lítið að tengjast fyrr en í lokin,“ segja þær. Jónu og Alex- öndru fannst heimsóknin engu að síður lærdómsrík og skemmtileg. „Það er mikilvægt fyrir Íslendinga að skoða landið sitt. Við bjugg- um líka til ferðabækling fyrir þau og lærðum af því. Það er líka gam- an að sjá hvað þau eru ólík okk- ur,“ segir Jóna Jenný. „Já, maður sér mun. Þau eru einhvern veg- inn lík hvort öðru en ekki lík okk- ur,“ bætir Alexandra við. Þær segja Svíana hafa verið mjög nána og að erfitt hafi verið að skilja sænskuna. „Við fengum smá sænskukennslu í dönskutímum fyrir heimsókn- ina, með takmörkuðum árangri,“ segja þær og hlæja. „Við skiljum samt eitt og eitt orð. En ef þau fara á flug, þá nær maður engu. Það er líklega það sama hjá okk- ur samt, þeim finnst við örugg- lega líka tala hratt og hart,“ bæta þær við. Stúlkurnar voru sammála um að þó að þær hafi ekki náð að kynnast sænsku nemendunum vel þá hafi þær lært mikið af heim- sókninni. „Við lærðum heilmik- ið um okkar eigin menningu og okkar land. Svo förum við í heim- sókn til Svíþjóðar seinna á árinu. Það verður svipuð ferð. Við lær- um um þeirra menningu og þeirra land þar - nema við fáum að gera það í sól og sumri,“ segja þær kát- ar að endingu. grþ Sænskir nemendur heimsóttu Menntaskóla Borgarfjarðar Alexandra Rán Guðnýjardóttir, Jóna Jenný Kjartansdóttir, Hannes Essfors og Frederik Hinton voru meðal nemenda sem tóku þátt í verkefninu í ár. Áslaug Þorvaldsdóttir í Landnámssetrinu ásamt tveimur af sænsku kennurunum. Hópur sænskra nemenda og kennara í Landnámssetrinu, rétt áður en þau fóru á sýningu um landnámið og Egils sögu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.