Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2016, Blaðsíða 32

Skessuhorn - 16.03.2016, Blaðsíða 32
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 201632 Á þessu herrans ári fermast tæplega tvöhundruð ung- menni í landshlutanum í tólf prestaköllum. Einnig fermast sjö börn borgaralegri ferm- ingu á vegum Siðmenntar og fimm ungmenni munu taka siðmálum að heiðnum sið. Skessuhorn fór á stúfana og hitti þrettán ungmenni sem ganga til fermingar í vor. Þau voru meðal annars spurð að því hvers vegna þau ætla að fermast, hvað sé mikil- vægast við fermingardag- inn, hvað verði gert í tilefni dagsins og hvort þau aðstoði við undirbúninginn. Það stóð ekki á svörum. Öll hlakka þau til stóra dagsins og eru sammála um að mikilvægt sé að fermingardagurinn verði ánægjulegur í faðmi fjöl- skyldu og vina. Stór hlutur í lífinu að fermast Jón Viðar Hlynsson og Kristín Kristinsdóttir eru bæði frá Ólafsvík. Þau hafa gengið saman til ferming- arfræðslu hjá sr. Óskari Inga Inga- syni í vetur þó þau fermist ekki á sama tíma og ekki í sömu kirkju. Jón Viðar fermist 24. mars næstkomandi í Ingjaldshólskirkju. „Ég fermist út af trúnni og upplifun hennar,“ seg- ir Jón Viðar. Honum finnst mikil- vægt að ná að hafa gaman af ferm- ingardeginum með fjölskyldu og vinum og að maturinn verði góð- ur. „Ég neita því ekki að ég er smá kvíðinn fyrir deginum. Þetta er stór hlutur í lífinu og ég vil því gera því góð skil og hafa daginn sem bestan svo allir verði ánægðir og glaðir,“ segir Jón Viðar. Aðspurður hvern- ig fermingardagurinn er skipulagð- ur svarar hann að það verði haldin veisla og að hann hjálpi til með und- irbúninginn eins og hann geti. „Svo fæ ég ferð til Bandaríkjanna með fjölskyldunni þannig að þetta verður bara gaman.“ Kristín Kristinsdóttir fermist nokkru seinna en Jón Við- ar. „Ég fermist þann 15. maí í Ólafs- víkurkirkju og er að fermast fyrir trúna,“ segir hún. Kristín vonast til að allt gangi vel á fermingardaginn og að veður verði gott. „Ég er ekkert stressuð fyrir deginum. Það verð- ur haldin veisla og ég hjálpa til við undirbúninginn með því að skreyta og hjálpa til við það sem þarf,“ seg- ir hún. Vonast eftir hesti í fermingargjöf Berghildur Björk Reynisdóttir fermist í Borgarneskirkju á skírdag, 24. mars næstkomandi. „Ég ákvað að fermast af því að ég trúi á Jesú og Guð og hef gaman af að læra um kristni í fermingarfræðslunni,“ seg- ir Berghildur í samtali við blaða- mann. Hún segist vera örlítið stressuð fyrir stóra daginn. „Ég vil til dæmis ekki detta í athöfninni,“ segir hún og hlær. „Mér finnst mik- ilvægt að þetta gangi allt vel og að allir verði í góðu skapi,“ bætir hún við. Fermingarveisla Berghild- ar verður haldin í félagsheimilinu í hesthúsahverfinu en fermingar- barnið hefur verið í hestamennsku frá unga aldri. „Ég held að veisl- an verði haldin þar svo að hægt sé að koma með fermingargjöfina mína. Ég vonast nefnilega til þess að fá hest í fermingargjöf sem pabbi minn á, ég hef keppt mikið á hon- um. Þá er hægt að koma með hann í veisluna,“ segir hún. Berghildur býst við fjölda fólks í veisluna. Þar verður boðið upp á mexíkóska kjúk- lingasúpu og tertur. „Ég valdi súp- una sjálf, mér finnst hún svo góð. Við skreytum með fjólubláu, hvítu og hestaþema og ég fæ að velja allt. Ef mér finnst eitthvað ekki flott, þá sleppum við því,“ segir Berghildur Björk sem hlakkar mikið til ferm- ingardagsins. Vill staðfesta skírnina Bjarki Rúnar Ívarsson úr Hval- fjarðarsveit fermist í Innra- Hólmskirkju á hvítasunnudag. Hann segist hafa hugsað svolítið um hvort hann ætlaði að fermast áður en hann tók ákvörðun. „Ég ætlaði fyrst ekki að láta ferma mig og var meira að hugsa um borg- aralega fermingu. En svo vildi ég láta staðfesta skírnina og ákvað því að fermast í kirkju,“ segir hann. Bjarki hlakkar til að hitta alla ætt- ingjana og hefur engar áhyggjur af fermingardeginum. „Við ætl- um að halda veislu í Fannahlíð og þar koma margir ættingjar og vin- ir mínir líka. Ég ætla að hjálpa til við undirbúninginn, sérstaklega daginn fyrir fermingardaginn. Þá hjálpa ég til við að skreyta salinn og svona.“ Syngur á fermingardaginn Elva Björk Jónsdóttir fermist hjá sr. Aðalsteini Þorvaldssyni í Grundarfjarðarkirkju sunnudaginn 17. apríl. „Mig langar til að ferm- ast til að fræðast meira um trúna og út af gjöfunum,“ segir hún og brosir. Henni finnst mikilvægast við áfangann að ná að fagna degin- um með ættingjum og vinum og að staðfesta trúna. „Ég er alls ekkert stressuð fyrir daginn. Ég er meira að segja að fara að syngja í athöfn- inni og einnig í veislunni. Ég finn ekki fyrir neinu stressi,“ segir Elva Björk. Hún segist taka mikinn þátt í fermingarundirbúningnum, velji meðal annars fötin og skreyting- ar ásamt móður sinni. Fermingar- veislan verður haldin sama dag og athöfnin á Grand Hótel í Reykja- vík. „Þar ætlum við að borða góð- an mat. Ég ætla svo bara að syngja fyrir veislugesti og fagna degin- um.“ Smá stressuð fyrir athöfnina Tanja Lilja Jónsdóttir er ein þeirra sem fermist í Grundarfjarðarkirkju á hvítasunnunni. Hún segist hafa ákveðið að fermast til að staðfesta trú sína. Hún vonast til þess að dagurinn verði sérstakur og hlakk- ar til að fagna með fjölskyldu og vinum. „Ég er samt smá stressuð fyrir athöfnina í kirkjunni,“ seg- ir hún. „Það verður haldin veisla í Reykjavík með ættingjum og vin- um daginn eftir ferminguna. Ég vel skreytingarnar, litinn og þess háttar. Ég stjórna, mamma aðstoð- ar,“ segir hún hlæjandi. Allir koma saman „Ég fermist í Stykkishólmskirkju á hvítasunnudag, 15. maí,“ seg- ir Gróa Hinriksdóttir. Hún seg- ist alveg hafa verið ákveðin í því að fermast. „Margir sem ég þekki hafa sagt mér hvað fermingar- dagurinn og undirbúningurinn er skemmtilegur. Í fyrra fermdist frænka mín og ég fékk að hjálpa til við ýmislegt. Það var mjög gam- an að taka þátt í því.“ Þó Gróa hlakki mikið til viðurkennir hún að hún sé örlítið stressuð. „Samt er ég aðallega spennt fyrir degin- um. Það sem er skemmtilegt við ferminguna er að allir koma sam- an, öll fjölskyldan og vinirnir. Við verðum með veislu í félagsheim- ilinu Skildi í Helgafellssveit. Ég hef tekið þátt í undirbúningnum og komið með mínar óskir þótt mamma og pabbi sjái um að skipu- leggja þetta. Við mamma erum t.d. að fara að skreyta kerti og búa til gestabók. Svo sé ég um að skreyta salinn með þeim. Ég fékk líka að ráða kökunni með frænda mínum sem er bakari,“ segir Gróa Hin- riksdóttir. Fermist með frændsystkinum Örvar Sigurðsson frá Stykkishólmi fermist á annan í hvítasunnu í Helgafellskirkju. „Við erum nokkur frændsystkin sem fermumst saman og erum öll ættuð frá Helgafelli,“ segir hann. Örvar segist hafa val- ið að fermast vegna þess að hefð sé fyrir því í fjölskyldunni. „Það mikil- vægasta við ferminguna finnst mér vera sjálf fermingarathöfnin, auð- vitað, og svo kemur öll fjölskyld- an saman og vinir okkar og fagna með mér þessum degi. Það verð- ur ábyggilega gaman. Sérstaklega vegna þess að Gauti frændi minn frá Noregi kemur og fermist með okkur. Hann er sonur tvíburasyst- ur mömmu og hefur alltaf búið í Noregi. Við verðum svo með sam- eiginlega veislu á hótelinu,“ útskýr- ir Örvar. Hann segir foreldra sína hafa séð um undirbúninginn að mestu leyti. „En þau hafa líka tek- ið mark á því sem ég hef lagt til, eins og t.d. að við frændurnir yrð- um saman í þessu. Við erum nú að fara til Noregs eftir nokkra daga í heimsókn til Gauta frænda míns. Það er hluti af því að halda upp á ferminguna þótt hún verði ekki fyrr en eftir tvo mánuði.“ Hefur lært dálítið mikið Guðrún Karítas Hallgrímsdótt- ir fermist í Hvanneyrarkirkju um hvítasunnuna. Hún segir ákvörð- unina ekki hafa vafist fyrir henni og fermist vegna trúar sinnar á Guð. Fermingarfræðslan kom henni á óvart. „Sérstaklega sagan og hvað gerðist. Ég er búin að læra dálít- ið mikið um þetta, mest um ævi Jesú og af hverju kristin trú er til.“ Guðrún Karítas segir fræðsluna hafa verið fróðlega en skemmtileg- ast þótti henni að horfa á fræðslu- mynd. „Við fórum líka upp í Reyk- holt í einn dag. Þar voru prest- ar og krakkar frá nokkrum sókn- um og við vorum að læra um ævi Jesú og alls konar tákn.“ Ferming- arveisla Guðrúnar Karítasar verðu haldin heima hjá henni á Hvann- eyri og verður um 60 manns boð- ið. „Við verðum með kökur og ein- hvern mat. Ég ætla að reyna að taka þátt í undirbúningnum, kannski að hjálpa til við að baka og skreyta,“ segir hún. Rætt við fermingarbörn á Vesturlandi um stóra daginn Jón Viðar Hlynsson fermist 24. mars. Ljósm. af. Berghildur Björk Reynisdóttir langar í hest í fermingargjöf. Ljósm. grþ. Bjarki Rúnar Ívarsson tók ákvörðun um að fermast eftir góða umhugsun. Ljósm. grþ. Elva Björk Jónsdóttir fermist í Grundarfjarðarkirkju sunnudaginn 17. apríl. Ljósm. tfk. Kristín Kristinsdóttir fermist í Ólafs- víkurkirkju. Ljósm. af. Tanja Lilja Jónsdóttir segist hafa ákveðið að fermast til að staðfesta trú sína. Ljósm. tfk. Gróa Hinriksdóttir hlakkar mikið til fermingardagsins. Ljósm. eb. Örvar Sigurðsson fermist í Helgafells- kirkju ásamt frændsystkinum sem öll eru ættuð frá Helgafelli. Ljósm. eb. Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir fermist í Hvanneyrarkirkju um hvítasunnuna.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.