Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2016, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 16.03.2016, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 2016 9 Deiliskipulagstillögur í Reykhólahreppi Þéttbýlið á Reykhólum , útivistarsvæði og Sjávarböð Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum þann 11. febrúar 2016 að auglýsa deiliskipulagstillögu ásamt umhverfsiskýrslu í landi Reykhóla skv. 41. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið nær yfir stóran hluta af Langanesi og Titlingastaðarnesi sunnan byggðar Reykhóla allt frá syðstu þéttþýlismörkum Reykhóla niður að sjó við Karlsey. Heildarstærð skipulagssvæðisins eru 324,11 hektarar. Í deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir allt svæðið sé ætlað fyrir almenna útivist í sátt við umhverfið og náttúru svæðisins og einnig afmörkum á 10.000 m² lóð undir þjónustubyggingu Sjávarbaða sem er skilgreind með takmörkuðu byggingarmagni. Innan lóðarinnar má byggja þjónustubyggingu Þ1, smáhýsi G1-2, laugar og potta ásamt bílastæðum sem þjóna Sjávarböðunum. Lóðinni er annars vegar skipt upp í framkvæmdarsvæði og hins vegar náttúrusvæði, þar sem byggingin markar skil milli þessara tveggja svæða. Eftir framkvæmdir mun strandlengjan á Langanesi og Titlingastaðarnesi verða aðgengileg til almennrar útivistar í sátt við náttúruna. Breyting á deiliskipulagi í Fremri-Gufudal Reykhólahreppi Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum þann 11. febrúar 2016 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi á landi Fremri-Gufudals Reykhólahreppi skv. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 123/2010. Deiliskipulagsbreytingin felur í sér að ný íbúðarhúsalóð er skilgreind innan skipulagssvæðisins. Skipulagsmörkum er hnikað lítillega til vegna þessa og tekur deilskipulagið því til 22,3 ha svæðis í stað 21,5 ha. Innan skipulagssvæðisins eru fjögur sumarhús, tvö íbúðarhús og útihús sem tilheyra jörðinni. Skipulagsbreytingin er í samræmi við gildandi aðalskipulag sem heimilar allt að þrjú íbúðarhús á jörð auk þeirra húsa sem fyrir eru. Innstipollur í Flatey á Breiðafirði. Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum þann 8. október 2015 að auglýsa deiliskipulagstillögu ásamt umhverfisskýrslu vegna smábátahafnar við Innstapoll í Flatey á Breiðafirði skv. 41. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 123/2010. Tillagan á deiliskipulaginu við Innstapoll í Flatey á Breiðafirði tekur til svæðis á aðalskipulagi sem er áætlað opið svæði og hafnarsvæði merkt H3. A. Aðkoma - opið og óbyggt svæði. Á opna svæðinu má koma fyrir vegslóða að höfninni en skal að öðru leyti vera óhreyft. Ekki verður heimilt að nota þetta svæði sem athafnasvæði á byggingartíma eða sem lager fyrir efni, tæki eða nokkuð sem til fellur á byggingartíma hafnarinnar. Slóðinn má vera allt 3 m breiður eða að hámarki 4 m með vegöxlum. Yfirborð skal vera í samræmi við aðra vegi í Flatey en þeir eru með malaryfirborði í dag. Á uppdrætti er sýnd leiðbeinandi lega. Svæðið er um 1.900 m2 að stærð. B. Hafnarsvæði. Á hafnarsvæðinu má koma fyrir bátalægi fyrir smábáta. Gera má skjólgarða báðum megin hafnarsvæðis, koma fyrir bryggjum og athafnasvæðum sem fylgja slíkri starfsemi. Dýpka má botn hafnarkvíarinnar niður í -2,5 m. Reiknað er með að smábátalægið verði 25x30 m að stærð svo kemur innsiglingarenna ca 12x40 m. Gerðir verða tveir grjótgarðar um 40 metra langir. Til að valda sem minnstri röskun er ætlunin að nýta efnið úr dýpkuninni í garðanna. Efnismagnið í garða er áætlað um 4000 m³. Halda skal öllu jarðraski í lágmarki og skal frágangur vera til fyrirmyndar og í samræmi við umhverfi. Svæðið er 9.670 m2 að stærð. Skipu lags uppdrættir og greinagerðir ásamt umhverfisskýrslum eru til sýnis á skrifstofu Reykhólahrepps frá 17. mars til 29. apríl 2016. Ennfremur verða gögnin aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins www.reykholar.is. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu Reykhólahrepps Maríutröð 5a, 380 Reykhólum eða á netfangið skrifstofa@reykholar.is eða bogi@dalir.is merkt ,,deiliskipulag” og því skipulagi sem um ræðir fyrir 29. apríl 2016. Reykhólar 8.mars 2016 Bogi Kristinsson Magnusen Skipulags og byggingarfulltrúi SK ES SU H O R N 2 01 5 Kvenfélagið Gleym mér ei í Grundarfirði færði dval- arheimilinu Fellaskjóli veglega gjöf á dögunum. Komu konurnar færandi hendi með lyftu til notk- unar á heimilinu. Lyfta þessi hjálpar fótalúnum vistmönnum og auðveldar starfsmönnum tökin þeg- ar við á. Gamla lyftan var komin til ára sinna og vart í nothæfu ástandi. Þetta var því kærkomin gjöf fyr- ir dvalarheimilið. Það voru þær Sólrún og Mjöll Guð- jónsdætur sem færðu Fella- skjól lyftuna fyrir hönd Kvenfélagsins. tfk Kvenfélagskonur gáfu lyftu á dvalarheimilið Sólrún og Mjöll Guðjónsdætur færðu Fellaskjóli lyftuna fyrir hönd Gleym mér ei og það var Vineta Karimova hjúkrunarfræðingur sem tók á móti henni. Tveir hópar stúlkna á Akranesi héldu nýverið tombólur og gáfu af- rakstur sölunnar til Rauða krossins. Sunneva Rut, Guðlaug María og Sigríður Vala söfnuðu 2.498 krón- um. Aldís Birta og Kara Líf héldu einnig tombólu og söfnuðu 4.153 krónum. „RKÍ á Akranesi þakkar þeim kærlega fyrir þeirra framlag.“ mm Söfnuðu fyrir RKÍ Laugardagurinn 12. mars var mik- ill hátíðisdagur í Stykkishólms- kirkju en þá voru haldnir svæð- istónleikar Nótunnar, uppskeru- hátíðar tónlistarskólanna, fyr- ir Vestfirði og Vesturland. Fjöldi nemenda af öllum stigum tónlist- arnámsins kom fram og voru at- riðin afar fjölbreytileg, sem gerði tónleikana einstaklega skemmti- lega og áhugaverða. Viðurkenn- ingar voru veittar fyrir framúr- skarandi atriði og þrjú atriði valin til þátttöku á lokatónleikum Nót- unnar sem haldnir verða í Hörpu sunnudaginn 10. apríl næstkom- andi. Sigurvegararnir voru: Oli- ver Rähni frá Tónlistarskóla Bol- ungarvíkur, en hann lék frumsam- inn konsert fyrir einleikspíanó, Sigurður Guðmundsson frá Tón- listarskóla Stykkishólms, en hann lék Söng Sólveigar eftir E. Grieg á alt-saxófón. Meðleikari á píanó var Hólmgeir Þórsteinsson. Að lok- um þau Pétur Ernir Svavarsson og Kristín Harpa Jónsdóttir frá Tón- listarskóla Ísafjarðar sem léku eig- in útsetningu á Harry Potter svítu eftir John Williams fyrir tvö píanó. hf / Ljósm. sá. Undankeppni Nótunnar á Vesturlandi og Vestfjörðum Þátttakendur að loknum tónleikunum. Verðlaunagripirnir sem veittir voru fyrir framúrskarandi flutning. Pétur Ernir Svarsson, Kristín Harpa Jónsdóttir og Oliver Rähni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.