Skessuhorn - 16.03.2016, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 201610
Síðastliðin vika einkenndist af um-
hleypingatíð um vestanvert landið. Á
fimmtudaginn gerði asahláku í suð-
vestan roki. Vatnavextir urðu víða
í ám og lækjum. Nokkur krapaflóð
féllu um morguninn úr Ólafsvík-
urenni og fór eitt þeirra yfir veginn.
Á áttunda tímanum um morguninn
var Slökkvilið Snæfellsbæjar kallað út
þar sem vatn var farið að flæða inn í
lifrarvinnsluna Ægi í Ólafsvík. Mjög
hvasst var þennan morgun, meðal
annars á veginum við Hafnarfjall þar
sem vindur fór upp undir 50 m/sek-
úndu í hviðum.
Á fimmtudagskvöld bætti aftur í
vind og urðu fjallvegir ófærir enda
öskubylur þar. Aðeins dúraði dag-
inn eftir og svo á föstudagskvöld
var hávaðarok um allan landshlut-
ann. Versta veðrið gerði þó síðdegis
á sunnudaginn og fram á aðfararnótt
mánudags. Björgunarsveitir Lands-
bjargar sinntu það kvöld fjölmörgum
aðgerðum vegna óveðursaðstoðar,
þegar djúp lægð gekk yfir vestan- og
norðvestanvert landið. Meðal annars
voru björgunarsveitir í Stykkishólmi,
Borgarnesi, Akranesi og Reykholti
kallaðar út á sunnudagskvöldið og
svo sveitir um norðanvert landið þeg-
ar leið á nóttina. Beiðnir um verkefni
hættu að berast á Akranesi um klukk-
an 22 og á Snæfellsnesi um klukk-
an eitt um nóttina. Björgunarsveit-
ir á Norðurlandi vestra voru kallaðar
út þegar leið fram á nóttina eftir því
sem skil lægðarinnar gengu austur
um. Tóku um 150 björgunarsveita-
menn Landsbjargar þátt í aðgerðun-
um. Umfangsmest voru verkefnin á
Vestfjörðum og Sauðárkróki.
mm
Vika umhleypinga að baki
Víkingur AK-100 kom með sinn
fyrsta loðnufarm til Akraness síðast-
liðinn föstudagsmorgun. Þar áður
hafði í tvígang verið landað úr Venusi
á Akranesi til loðnufrystingar. Albert
Sveinsson skipstjóri á Víkingi sagði í
samtali við Skessuhorn við komuna á
Skagann að aflinn væri um 750 tonn
og hafi fengist á norðanverðum Faxa-
flóa eftir tveggja daga skrap. Loðnan
fór í hrognatöku og -frystingu. „Við
vorum í tvo daga að ná þessum afla
eftir að við höfðum siglt að austan.
Loðnan var dreifð um svæðið og lít-
ið að sjá. Engin alvöru ganga sem við
fundum í þessum túr,“ sagði Albert.
Hann segir veðrið hafa verið slæmt
á miðunum og haugasjór, einkum á
fimmtudagskvöldið þegar vindur fór
yfir 40 metra á sekúndu. „Við áttum
svo viðkomu í Reykjavík á föstudags-
morgun og tókum olíu þar sem verið
var að klára að vinna úr afla Venusar
hér á Akranesi.“
Um hálfan sólarhring tók að dæla
úr skipinu og eftir það var haldið aft-
ur á miðin þrátt fyrir leiðinda veð-
urspá, en röð lægða fór yfir land-
ið frá fimmtudegi og fram á aðfarar-
nótt mánudags. Við slíkar aðstæð-
ur segir Albert að skárra sé að vera
með skipið úti á sjó, fremur en að
liggja við bryggju inni í Akraneshöfn.
Gera má ráð fyrir að skip HB Granda
veiði upp í kvóta fyrirtækisins í þess-
ari viku. Tíminn er líka naumur þar
sem loðnan er komin fast að hrygn-
ingu. Á mánudag biðu tólf uppsjávar-
veiðiskip þess norðan við Snæfellsnes
að veðrið gengi niður þannig að hægt
væri að finna loðnuna og hefja veið-
arnar eftir óveðurskaflann. mm
Fyrsta löndun nýja
Víkings á Akranesi
Víkingur kom að landi á Akranesi um níuleytið á föstudagsmorgun en þá gekk á með
éljum.
Slökkvilið Snæfellbæjar var kallað út til að dæla leysingavatni úr lifrarvinnslu Ægis í Ólafsvík á fimmtudagsmorgninum.
Ljósm. þa.
Seint á fimmtudagskvöldið gerði snælduvitlaust veður á fjallvegum vestan-
lands. Ófært varð m.a. um Bröttubrekku og lentu ökumenn í festum og slæmu
veðri. Meðfylgjandi mynd tók Steinunn Matthíasdóttir á heiðinni skömmu fyrir
miðnættið þegar hún ásamt fleirum kom ökumönnum til bjargar. Myndin sýnir
hvernig aðstæður voru á heiðinni.
Nokkur krapaflóð féllu úr Ólafsvíkurenni á fimmtudagsmorgun í liðinni viku. Eitt
þeirra fór yfir veginn. Ljósm. þa.
Talsvert sá á malbiki vegarins austanmegin við brúna yfir Kolgrafafjörð á
mánudaginn eftir rokið um kvöldið og nóttina áður. Ljósm. tfk.
Lítilsháttar fokskemmdir urðu í Stykkishólmi á sunnudagskvöldið. Hér liggur lask-
aður þakkantur í valnum við eitt húsið og viðgerð að hefjast á mánudagsmorgun.
Ljósm. sá.
Laugardaginn
12. mars síð-
astliðinn var
Rauða krossin-
um á Akranesi
afhent neyðar-
kerra sem gjöf
frá nokkrum
aðilum á Akra-
nesi. Kerran
inniheldur all-
an mikilvæg-
asta búnað til
að starfrækja
fjöldahjálpar-
stöð með gist-
ingu fyrir 30
manns fyrsta
sólarhringinn í
neyðaraðgerð-
um. RKÍ hef-
ur undanfar-
ið unnið að því
að koma slík-
um kerrum fyr-
ir víða um land, en yfirleitt á ein
kerra að þjóna stóru svæði.
Það var Vilhjálmur Birgisson,
formaður Verkalýðsfélags Akra-
ness, sem tók að sér það verkef-
ni að safna fyrir neyðarkerru eft-
ir að hafa fengið ábendingu um
að slík væri ekki til staðar hér á
Akranesi. Hafði Vilhjálmur sam-
band við nokkur öflug fyrirtæki á
Akranesi - Norðurál, HB Granda,
Elkem Ísland, Faxaflóahafnir og
Akraneskaupstað - og óskaði eftir
að þessir aðilar myndu leggja þessu
brýna samfélagsmáli lið. Skemmst
er frá því að segja að örskamma
stund tók að safna fyrir kerrunni
og voru allir tilbúnir til að leggja
málefninu lið. Slysavarnadeildin
Líf hafði samband þegar hún frétti
af söfnuninni og óskaði eftir að fá
að leggja fjármuni í verkefnið.
Afhending kerrunnar fór fram í
björgunarsveitarhúsinu, en Björ-
gunarsveitarfélag Akraness ætlar að
annast hýsingu kerrunnar. Sveinn
Kristinsson, formaður RKÍ, hélt
stutta tölu og lofaði framlag gefen-
da sem og framgöngu Vilhjálms,
sem sagði frá tilkomu kerrunnar
og veitti viðtöku þakklætisvotti frá
RKA. Svo skoðuðu félagar í RKA
og björgunarsveitinni búnað ker-
runnar, sem er all nokkur.
„Stjórn Rauða krossins á
Akranesi færir fyrirtækjunum,
Akraneskaupstað og slysavarna-
deildinni Líf hjartans þakkir fyrir
að hafa tekið svona vel í að styð-
ja við þetta góða og þarfa verkef-
ni og Vilhjálmi Birgissyni fyrir að
hafa gengið vasklega í málið,“ se-
gir í tilkynningu frá RKA.
mm/KP
Neyðarkerra komin á Akranes