Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2016, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 16.03.2016, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 201618 Spurningin „Hvað langar þig að fá í fermingargjöf?“ (Spurt í Borgarfirði) Einar Ágúst Helgason: „Nýja fótboltaskó, fartölvu, flott föt og bara peninga.“ Maríus Máni Sigurðarson: „Ég myndi vilja góða bók, tölvu og glænýjan fótbolta.“ Ragnheiður Kristín Þórðar- dóttir: „Loftrúm og plötuspilara.“ Harpa Rut Jónasdóttir: „Canon myndavél.“ Hefð er fyrir því að gefa ung- mennum fermingargjafir þegar kemur að stóra deginum. Margt kemur til greina, svo sem skraut og skartgripir og ýmislegt sem teng- ist áhugamáli barnsins. Undan- farin ár hefur þó líklega verið vin- sælast að gefa fermingarbarninu peninga. En það má fara margar fleiri leiðir þegar kemur að ferm- ingargjöfum. Ein þeirra sem sí- fellt verður vinsælli er að gefa svo- kallaðar „Sannar gjafir“ frá UNI- CEF. Um er að ræða óhefðbundn- ar gjafir sem eru í formi hjálpar- gagna sem bæta líf barna víða um heim og vert að minna á þær í öllu pakkaflóði ferminganna. Gjafirnar eru raunverulegar og gera fólki kleift að leggja fram hjálparhönd á einfaldan og skil- virkan hátt. Til að mynda er hægt að kaupa vítamínbætt jarðhnetu- mauk sem gerir kraftaverk fyr- ir vannærð börn eða moskítónet sem eru besta forvörnin gegn mal- aríusmiti. Þá hafa námsgögn ver- ið vinsælar gjafir meðal Íslendinga en menntun er öflugasta vopnið gegn fátækt og hungri og er lyk- illinn að bjartari framtíð öllum til heilla. Gjöfunum er dreift til barna og fjölskyldna þeirra í samfélögum þar sem þörfin er mest og óhætt að segja að þær bæti líf barna um víða veröld. Sannar gjafir hafa ver- ið vinsælar sem fermingargjafir og sem aukagjafir með fermingar- pakkanum því þær henta vel sem falleg kort með gjöfunum. Hægt er að skrifa persónulega kveðju með gjöfinni og þá ertu kominn með fallegt kort sem hjálpar börn- um í neyð og sáir auk þess fræjum hjá fermingarbarninu. Gjafirnar má finna á vefsíð- unni www.sannargjafir.is. grþ Sannar gjafir UNICEF bæta líf barna Husana Isa og besta vinkona hennar halda á moskítóneti í Kano í Nígeríu. Netin veita skjól frá moskítóflugum sem bíta helst á kvöldin og á nóttunni og eru þannig besta forvörnin gegn malaríusmiti. Hægt er að gefa börnum námsgögn en menntun er öflugasta vopnið gegn fátækt og hungri og stuðlar að lækkun barnadauða. Kransakökur hafa löngum þótt ómissandi í fermingarveisluna. Hefðbundin kransakaka kom fyrst hingað til lands með danskri kaup- manna- og embættismannastétt og hefur þótt við hæfi við ýmis hátíð- arhöld síðan. Á vefsíðunni timarit. is er kransakökunnar fyrst getið í frétt frá árinu 1907. Þá var kon- ungurinn í heimsókn á Akureyri og boðið var upp á kampavín, kransa- köku og vindla. Kransakökunn- ar er getið víða eftir það, svo sem í jólaauglýsingu frá Björnsbakaríi en hennar er fyrst getið í tengslum við fermingar árið 1962, þá í Tím- anum. Þar segir í myndatexta á forsíðunni að nú standi fermingar yfir og að þeim fylgi kransakökur ásamt mörgu öðru góðu. Kransakökurnar hafa löngum verið skreyttar fallega, meðal annars með glassúr, súkkulaði og blómum. Eitt vinsælasta skreyt- ingarefni kransakökunnar á liðn- um áratugum hefur verið Mack- hintosh Quality Street konfekt í öllum regnbogans litum. Þá hafa ýmsar fleiri útgáfur kransakök- unnar komið fram á undanförnum árum og má jafnvel tala um tísku- sveiflur. Rice Krispies kransakak- an hefur til að mynda verið vin- sæl á undanförnum árum, jafn- vel vinsælli en hefðbundin marsi- pan kransakaka. Hana má einnig skreyta fallega og er það gjarnan gert í samræmi við litaþema veisl- unnar. Það nýjasta sem sést í kransakök- um á Íslandi eru litríkar makkarón- ur sem raðað er upp í turn, á þar til gerðum platta. Vinsældir franskra makkaróna hafa verið að aukast á undanförnum árum. Sumum vex þó í augum að baka þær en það er minna mál en margur heldur. Þær má baka í öllum regnbogans litum og því setja þær oft skemmtilegan svip á veisluborðið og ekki spillir að þær eru sérlega bragðgóðar. grþ Margar útfærslur af kransakökum Franskar makkarónur eru fallegar á veisluborði. Þeim má raða upp á ýmsa vegu, hér hefur verið notaður standur til að raða þeim upp í turn líkt og kransaköku. Hefðbundin kransakaka úr marsípanmassa hefur verið vinsæl á veisluborðið í áratugi. Hér er ein slík ósamsett. Skemmtileg útfærsla af kransaköku. Hér er búið að spreyja kökuna bláa og skrautið er tengt áhugamáli fermingarbarnsins. Þessi var gerð af mommur.is á Akranesi. Rice Krispies kransakökur hafa verið mjög vinsælar á fermingarveislu- borðin undanfarin ár.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.