Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2016, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 16.03.2016, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 2016 23 Séra Þorbjörn Hlynur Árnason er prófastur Vesturlandsprófasts- dæmis og starfandi sóknarprest- ur í Borgarprestakalli. Aðspurð- ur um fermingarstörf kirkjunn- ar undanfarin ár segist hann al- mennt séð vera ánægður. „Ég er ánægður með áhuga barnanna og mér finnst slæmt að heyra þá klisju að börn séu að fermast upp á gjaf- ir eða veislur. Það er alls ekki til- fellið,“ segir sr. Þorbjörn Hlynur sem hefur yfir þrjátíu ára reynslu sem prestur. Hann segir gefandi fyrir presta að vera innan um þau efnilegu ungmenni sem ferming- arbörnin eru. „Það er merkilegt að sjá hvernig hugðarefni þeirra og aðstæður breytast. Fyrstu börnin sem ég fermdi eru komin á miðjan fimmtugsaldur núna og mörg síð- ustu ár hef ég verið að ferma börn þeirra barna sem ég fermdi á sínum tíma. Auðvitað breytast hugðarefni og aðstæður en börnin eru söm við sig, alltaf jafn einlæg og áhugasöm og full af vilja að taka það alvarlega sem þau eru að gera.“ Hann seg- ir tölvur og samfélagsmiðla hafa meiri áhrif á börn en var. „Eðlilega, því það er ýmislegt til núna sem var ekki til þá. Það hefur þó ekki breytt neinu í grunninn. Þau ganga til fermingarfræðslu og til fermingar af heilum huga,“ segir hann. Þorbjörn Hlynur segir ferming- arbörnum ekki hafa fækkað á und- anförnum árum, þrátt fyrir það sem einhverjir halda. „Það er óverulegt. Það eru auðvitað alltaf einhverj- ir sem ekki láta ferma sig en borg- araleg ferming hefur til dæmis ekki náð neinni fótfestu að ráði. Fólk hefur sitt val og við gerum engar athugasemdir við það hvort börn fermast eða velja aðrar leiðir. Það er val fólksins eins og annað í lífinu. Við tökum vel á móti þeim börnum sem koma til okkar og reynum að gera hlutina eins vel og hægt er.“ grþ Spurningin „Hvað langar þig að fá í fermingargjöf?“ (Spurt í Borgarnesi) Jón Steinar Unnsteinsson: „Myndavél eða rúm.“ Elísabet Kristjánsdóttir: „Snjóbretti.“ Bergur Eiríksson: „Pening eða nýja sæng.“ Cecelia Marín Waage: „Pening eða úlpu.“ Sr. Þorbjörn Hlynur Árnason segir gefandi að vera innan um þau efnilegu ungmenni sem fermingarbörn eru. Ljósm. Kirkjan.is Ánægður með áhuga barnanna Gefðu sparnað í fermingargjöf Kortið kemur í fallegum gjafaumbúðum og fæst í útibúum Landsbankans. Kynntu þér sparnaðar- leiðir fyrir fermingarbarnið á klassi.is. Gjafakort Landsbankans er góð leið til að gefa sparnað í fermingar- gjöf. Ef fermingarbarnið leggur 30.000 krónur eða meira í sparnað hjá Landsbankanum greiðir bankinn 6.000 króna mótframlag. Þannig getur gjafakortið lagt grunn að góðum �árhag. Erna Sóley Eyjólfsdóttir Klassafélagi og karate–lærlingur J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.