Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2016, Blaðsíða 42

Skessuhorn - 16.03.2016, Blaðsíða 42
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 201642 Var þó öll mín andans höll - aðeins kölluð Bóla Vísnahorn Við Íslendingar teljum okkur bókmennta- og sagnaþjóð. Allavega svona á hátíðlegum stundum. Kveðskaparhefð okkar er það ég best veit ein- stök í veröldinni þó á eftirstríðsárunum hafi ýmsir freistast til að fjölmenningarvæða hana við mismiklar vinsældir annarra. Skal enginn dómur lagður á þau mál hér en trúlega hefur það verið á þessum árum sem Kristján Guðjónsson kvað: Á landi hér býr þroskuð þjóð, þar er metin sögnin. Að yrkja henni atómljóð er oftast verra en þögnin. Stundum er betra að þegja en að segja ekki neitt sagði maðurinn. Það þótti einu sinni mik- ill kostur á prestum að þeim ,,mæltist vel“ en ekki er mér fullljóst hvernig ræðan hefur hljóð- að hjá klerki þegar Sigfús Sigfússon þjóðsagna- ritari sagði: Finnst þér von ég fái hrós fyrir birtu mína fyrst þú - Drottins dýrðarljós dugir lítt að skína. Mörgum þykir flámæli heldur til lýta þó Austfirðingar margir haldi eða hafi haldið þeim framburði lengst á lofti og með árunum hefur mér lærst að bera fulla virðingu fyrir málfars- legri fjölbreytni. Rósberg Snædal var hinsvegar ekki hrifinn af þessum framburði og rökstuddi með þessari vísu: Lærið dregur langan veg lukkutrega frúin. Öll er sleguð eftir meg, allavega snúin. Rósberg var einn af okkar allra bestu hagyrð- ingum og reyndar tel ég að hann hafi fyllilega verðskuldað að vera kallaður skáld. Hann var lengi farkennari í Skagafirði og að sjálfsögðu fór hann þá á Sæluviku sem á þeim árum var mest hátíða á Norðurlandi og þó víðar væri leitað. Eitt sinn lenti hann í því að einhverjir ribbald- ar fóru að abbast upp á hann að ósekju þann- ig að hann sá sér heppilegastan kost að yfirgefa samkvæmið. Lagði hann þá til aksturs suður og vestur um Vatnsskarð en þegar hann nálgaðist minnismerkið um Stephan G. varð hann fyr- ir því óláni að vegurinn hljóp aðeins útundan sér þannig að bifreiðin endaði í skafli utan hans. Brölti þá Rósi upp að minnismerkinu og litaðist um enda blítt veður og útsýnið fagurt. Þá fædd- ist þessi: Þetta er sjónar hæstur hóll hér í Rónafirði. Og þarna trónir Tindastóll. -Tæprar krónu virði! Ekki munu allir Skagfirðingar hrifnir af þessari vísu þó ljóðelskir séu. Okkur öllum er hollt að sinna um fjölskyld- una svo sem okkur er mögulegt en vissulega er það misjafnt hvað fjölskyldur eru samheldn- ar og almennt duglegar að rækta tengslin. Sig- urður Markússon sem var minnir mig forstjóri sjávarútvegsdeildar Sambandsins á sinni tíð færði ömmu sinni eitt sinn smá glaðning og sagði svo frá málsatvikum: Ömmu gömlu gaf ég flösku af sherry og grænan vasaklút til þess að hnerra’í. Hún sagðist kannske heldur vilja whiský, nú væri’hún orðin miklu betur frísk í maganum og mikið væri það gaman, ef mættum við stúta einni flösku saman eitt kvöldið þegar úti regn og rok er og réttast væri að hafa það Johnny Walker. Lúðvík Rúdolf Stefánsson Kemp var all- þekktur maður á sinni tíð. Vegaverkstjóri og hagyrðingur, orðsnjall og níðskældinn og brá tæplega því betra ef hann vissi hið verra. Margt sem hann orti var snilldarvel gert en sumt á mörkunum að teljast prenthæft eða hafandi fyrir börnum. Í brag eða öllu heldur ljóða- flokki sem kveðinn var um annaðhvort meint eða raunverulegt samband hans og vinnufélaga hans við eina dyggðum prýdda og skilningsríka húsfreyju stendur meðal annars skrifað: Kreppan eyðir herrans hjörð, hríðar deyða flugur. En ef ég leiði á um Skörð örfast veiðihugur. Kjarkinn deyðir dagleg neyð í djöfuls reiðarslögum. Nú er Eiði erfið leið eftir heiðardrögum. Um feril Kemps á Skagaströnd orti Rúnar Kristjánsson brag og þar í er þetta: Þegar karl að sumbli sat, samdi hann skens um lýðinn. Vildi gera í öllum at, óþekkur og stríðinn. Þar að verki greitt hann gekk, glettur færði í letur. Sitthvað Lárus læknir fékk, líka séra Pétur. Ekki veit ég hver orti eftirfarandi eftirmæli um Lúðvík Kemp en nokkuð er tónninn ólík- ur í þessari vísu og mörgu því sem hann lét frá sér. Reyndar óvíst líka hvað alvaran risti djúpt í báðum tilfellum: Harpan er þögnuð, heilögust ró hjúpar nú snillingsins náinn. Ljóðvana söngfuglar læðast í mó. Lúðvik R. Kemp er dáinn. Vinnufélagi Lúðvíks um árabil og góðvinur var Símon í Goðdölum. Ekki þótti hann með orðvörustu mönnum en allvel hagmæltur og orti um sjálfan sig: Um Símon þetta segja kann, sá var lengi í dölunum, um sig búið hefur hann, í Helvíti og kvölunum. Á Sæluviku fyrir margt löngu var botna- keppni eins og reyndar oft hefur verið þar. Einn fyrripartur sem til afgreiðslu var hljóð- aði svo: Rýkur mjöll um fönnug fjöll, freðinn völl og hóla. Eitthvað gekk mönnum brösuglega að botna þennan svo almenn ánægja yrði með en að ég held eftir að keppninni var í raun lokið dreymdi Guðrúnu dóttur Gísla frá Eiríksstöðum að til hennar kæmi gráhærður maður og svipmikill og kvað vísuna með þessum botni: Var þó öll mín andans höll aðeins kölluð Bóla. Nú er mér ekki fullljóst hvernig mönn- um gengur að yrkja þarna hinum megin en að minnsta kosti hljóta oft að verða einhver vandamál með að koma afurðunum á framfæri hér megin grafar. Gæti verið tryggara að ljúka þessu af áður en yfrum kemur. Kristján Eldjárn orti undir lokin: Áfram held ég ótrauður ögn þótt halli degi og surtarloginn sótrauður sjáist fram á vegi. Eins og Mark Twain lét þess getið á sinni tíð að fregnir af andláti sínu væru stórlega ýkt- ar þá hafa stundum borist orðum aukin tíðindi af skammtíma andláti manna. Kristján Schram orti um það ferli: Gegnum allt vort ævistarf engin dugar lygi, en það er oftast afturhvarf á eftir fylliríi. Ætli sé svo ekki gott að loka málinu með þessari vísu Jóns Eiríkssonar Drangeyjarjarls: Þegar kemur þokan grá og þreyttum lítið miðar ljúfast er að líta á lífsins björtu hliðar. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Passíusálmarnir eru viðfangsefn- ið í fyrirlestri Marðar Árnasonar í fyrirlestraröð Snorrastofu, Fyr- irlestrar í héraði, þriðjudaginn í dymbilviku, 22. mars næstkom- andi. Mörður kynnir útgáfu sína á Passíusálmunum, sem er 92. út- gáfa/prentun sálmanna frá því þeir komu fyrst út á Hólum árið 1666, fyrir hálfri fjórðu öld, og gerir grein fyrir vinnubrögðum sínum og samstarfsmanna sinna við verkið. Hann drepur einnig á hugmynda- lega stöðu skáldverksins og set- ur fram hugmyndir og tilgátur um tilbrigði við lúterskan rétttrúnað með hliðsjón af nokkrum stöðum í sálmunum. Á eftir verður spjallað um sálmana, skáldið og aðrar pers- ónur í verkinu, höfundinn og sam- tíma hans. Mörður er íslenskufræðingur, rit- stjóri þriðju útgáfu Íslenskrar orða- bókar, einn útgefanda Grágásar og Vídalínspostillu; aðstoðarmaður við útgáfu Eddukvæða; Sögu dag- anna og Merkisdaga á mannsæv- inni eftir Árna Björnsson; Bygging- ararfleifðar- og Laufásbóka Harð- ar Ágústssonar o.fl. Hann hefur starfað á Orðabók Háskólans, við blaðamennsku, sem aðstoðarmað- ur fjármálaráðherra og alþingis- maður frá 2003 til 2013. Hann er nú sjálfstætt-starfandi með aðsetur á Reykjavíkur-Akademíunni. Fyrirlesturinn hefst að venju kl. 20:30 og að honum loknum boð- ið til kaffiveitinga. Lysthafar geta eignast nýju Passíusálmaútgáfuna á vildarverði. Aðgangseyrir er kr. 500. -fréttatilkynning Mörður Árnason. Búnaðarfélag Mýramanna mun halda Mýraeldahátíð í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi og síðan um kvöldið í Lyngbrekku laugardag- inn 9. apríl næstkomandi. Hátíðin er haldin annað hvert ár til að minnast sinubrunans mikla sem varð í Hraun- hreppi í Mýrasýslu dagana 30. mars til 2. apríl árið 2006. Eldarnir voru jafnframt stærstu einstöku gróður- eldar sem orðið hafa í manna minn- um hér á landi. Mýraeldahátíðin verður að þessu sinni haldin á tveim stöðum; í Faxaborg og um kvöldið í Lyngbrekku. Dagskrá hátíðarinnar hefst kl. 13 í Faxaborg og stendur til kl. 17 en þá verður gert mjalta- og gegningahlé. Hin ýmsu fyrirtæki munu mæta á svæðið og sýna og selja vörur sínar. Meðal annarra dagskráratriða nefna búnaðarfélagsmenn að ungir bænd- ur munu verð með sprell, Karlakór- inn Söngbræður tekur lagið og í boði verður smalahundasýning. Kvöldvaka verður svo í félags- heimilinu Lyngbrekku og hefst hún klukkan 21:00. Leikdeild Skallagríms mun sýna atriði úr leikritinu Blessað barnalán, Jóhannes Kristjánsson eft- irherma mun heiðra gesti með nær- veru sinni, Eva Margrét Eiríksdóttir úr Ísland got talent mun taka nokk- ur lög og Tindatríóið stígur á stokk. Jógvan Hansen og félagar munu mæta og taka lagið fyrir gesti og síð- an ljúka Mýramenn hátíðinni með dúndurballi með þeim félögum. mm Glíman við Hallgrím - fyrirlestur í Snorrastofu Vegleg hátíðarhöld til að minnast þess að tíu ár eru frá Mýraeldum Guðbrandur á Staðarhrauni sýndi eitt árið mikla fimi í Deutzinum. Mýramenn eru ekki vanir að slá slöku við þegar efnt er til hátíðarhalda.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.