Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2016, Blaðsíða 33

Skessuhorn - 16.03.2016, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 2016 33 Fermingarferðin kom á óvart Fimmtán ungmenni fermast í Akra- neskirkju sunnudaginn 17. apríl. Þeirra á meðal er Gunnar Davíð Einarsson nemandi í Brekkubæj- arskóla. Hann segist ætla að láta ferma sig til að staðfesta skírnina, þar sem hann trúi á Guð. „Ég vona að dagurinn verði mjög skemmti- legur. Við verðum með veislu í Miðgarði og bjóðum í kringum 90 manns. Þar verðum við með mat og einhverjar kökur. Ég fékk að velja matinn og valdi kjúklinga- súpu af því að það er einn af uppá- halds réttunum mínum,“ segir Gunnar Davíð. Hann segist ætla að reyna að hjálpa til við undir- búninginn. „Ég geri bara það sem mér er sagt að gera. Við erum búin að kaupa fermingarfötin og gera boðskort, ég hjálpaði aðeins til við það,“ heldur hann áfram. Gunn- ar Davíð segir fermingarferðina í Vatnaskóg hafa komið mest á óvart í fermingarfræðslunni. „Það var mjög skemmtilegt. Þetta hefur eiginlega allt verið skemmtilegra en ég átti von á, nema þegar við þurfum að skila verkefnum,“ seg- ir hann. „Við höfum lært rosalega mikið um Biblíuna og söguna, alls konar hluti sem ég vissi ekki áður,“ bætir hann við. Fermist borgaralega Siðmennt mun framkvæma fyrstu borgaralegu ferminguna á Akra- nesi sunnudaginn 10. apríl. Þar munu sjö ungmenni af Vestur- landi fermast borgaralegri ferm- ingu, þar á meðal Skagamaðurinn Júlían Ómar Ingason. Hann seg- ist hafa ákveðið þetta í samein- ingu með frænda sínum, sem einn- ig fermist borgaralega þennan dag. „Ég vildi ekki fermast í kirkju því ég trúi ekki á Jesú. Ég ætlaði fyrst ekkert að fermast en ákvað svo að fara frekar þessa leið. Bróðir minn sleppti því alveg að fermast,“ seg- ir Júlían. Að lokinni athöfn verður haldin fermingarveisla. „Við leigj- um sal undir veisluna. Ég ætla að reyna að hjálpa eitthvað pínu. Ég hjálpa kannski aðeins við að baka og skreyta reikna ég með,“ seg- ir hann. Júlían segir fermingar- fræðsluna hafa farið fram í Reykja- vík á tveimur helgum í vetur. „Við unnum ýmis verkefni og mað- ur kynntist krökkunum ágætlega. Við vorum að tala mikið sam- an og hugsa. Flestir sem kenna þarna eru heimspekingar og mað- ur lærði smá heimspeki, sem var mjög skemmtilegt.“ Júlían hlakkar mikið til fermingardagsins og von- ast til þess að hann verði skemmti- legur. „Ég fæ nýja tölvu í ferming- argjöf og ég hlakka mikið til þess,“ segir hann að endingu. Vandlega valdar dagsetningar Árni Þór Haraldsson og Melinda Máney Elíasdóttir fermast bæði í Hjarðarholtskirkju í Dalabyggð en þó í sitt hvorri athöfninni. „Ég fermist 17. apríl. Tímasetningin hentar mjög vel því þá verða amma og afi frá Svíþjóð komin til að taka þátt í sauðburði,“ segir Árni. Mel- inda fermist u.þ.b. tveimur mánuð- um síðar og var hennar dagsetning einnig vandlega valin. „Ég fermist 12. júní. Þá er svo gott fyrir fólk að ferðast á milli staða en ég á pabba í Bolungarvík og fleira skyldfólk, þá er ekki hætta á ófærð,“ segir Mel- inda. Þegar bekkjarsystkinin eru spurð út í hvers vegna þau fermast líta þau hvort á annað og segjast eiginlega ekki vera viss um ástæð- una. Árni segir svo með bros á vör: „Allir aðrir gera það.“ Og Melinda tekur undir og bætir við að þetta sé samt hennar val. Mikilvægt að fjölskyldan komi saman En hvað skyldi vera mikilvægast við fermingardaginn? „Að stað- festa skírn og að fjölskyldan komi saman,“ svarar Melinda að bragði. Árni tekur undir það að fjöl- skyldan sé mikilvægust: „Það er skemmtilegra af því að fólkið mitt frá Svíþjóð kemur, amma og afi og frændur mínir.“ Þegar krakkarnir eru spurðir hvort þeir séu stress- aðir fyrir fermingardeginum fáum við alveg sitt hvort svarið. Melinda svarar einfaldlega játandi en Árni segist ekki vera stressaður nema þá helst fyrir athöfninni í kirkjunni. Bæði eru þau samt spennt og bú- ast við skemmtilegum degi. „Ég er stressuð fyrir því að þurfa að tala yfir allan hópinn í veislunni,“ seg- ir Melinda. Þá segir Árni: „Það er einmitt það sem mér finnst svo skemmtilegt!“ Fermingarbörnin gera ráð fyrir því að taka þátt í und- irbúningnum og eru þau bæði far- in að hlakka til þess. „Við höldum mína veislu örugglega í sal og ég ætla að hjálpa til við að skreyta og gera allt fínt,“ segir Melinda. „Mín veisla verður líklega í veiðihúsinu í Þrándargili. Mig langar til að taka þátt í þessu öllu, hjálpa til við að taka til í veiðihúsinu fyrir veisluna og líka á eftir,“ segir Árni. Ennþá er svolítið langt í fermingardaginn hjá þeim Árna og Melindu og telja þau ýmsa undirbúningsvinnu enn í startholunum. En þrátt fyrir að enn sé bið eftir stóra deginum eru þau alveg viss um hvað þau ætla að gera daginn eftir ferminguna: „Að sofa út,“ segja þau bæði. Og Mel- inda bætir við: „Ég fer líka örugg- lega á hestbak.“ grþ /af /sm /eb /tk Júlían Ómar Ingason á Akranesi ákvað að fermast borgaralega. Ljósm. grþ. Gunnar Davíð Einarsson vonast eftir skemmtilegum fermingardegi. Ljósm. grþ. Árni Þór Haraldsson og Melinda Máney Elíasdóttir fermast í sitthvorri athöfninni í Hjarðarholtskirkju í Dalabyggð. Ljósm. sm. Skátaskeyti Fermingar í Akraneskirkju Afgreiðslan er opin fermingardagana í Skátahúsinu, Háholti 24, frá kl. 10 – 18 20. mars 3. apríl 10. apríl 17. apríl Greiðslukortaþjónusta Skátafélag Akraness Sími 431- 1727 SK ES SU H O R N 2 01 6

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.