Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2016, Blaðsíða 35

Skessuhorn - 16.03.2016, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 2016 35 Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is Sjáðu! Dynjandi býður upp á gott úrval höfuðljósa. Hafðu samband. Við veitum þér faglega aðstoð. Ingi Þór Steinþórsson körfu- boltaþjálfari er búinn að fram- lengja samning sinn við Snæfell til næstu tveggja ára. Á Karfan. is er greint frá því að Snæfell og Ingi Þór hafi orðið sammála um að stefna að minnst níu ára veru kappans í Stykkishólmi sem stjór- inn yfir Snæfellsliðunum knáu. Ingi verður áfram með bæði karla- og kvennalið félagsins en kvenna- liðið er ríkjandi Íslandsmeistari síðustu tveggja tímabila og fagn- aði auk þess sínum fyrsta bikar- titli í sögu kvennaliðsins á yfir- standandi leiktíð og er nú á leið í úrslitakeppnina. Í viðtali við karf- an.is segir Ingi Þór: „Það er búið að ganga vel hérna og maður hef- ur prófað nánast öll mynstur af lið- um,“ sagði hann, en viðurkennir jafnframt einnig að hafa heyrt frá fleiri félögum en Snæfelli áður en hann tók ákvörðun um að fram- lengja um tvö ár í Hólminum. „Það er gott að vinna með fólk- inu í félaginu, bæði stjórninni og leikmönnum. Ákvörðunin var því auðveld enda umhverfið gott. Eins er mikið að gera en það er skiln- ingur heimafyrir til að láta hlut- ina ganga upp, annars myndi þetta aldrei hafast,“ sagði Ingi Þór en hann vonast til þess að halda að- stoðarþjálfurum sínum á báðum liðum félagsins. „Karlamegin ætlum við að reyna að gera enn betur í leikmannamál- um en fyrir síðasta tímabil. Það er metnaður í fólki hérna en við ger- um okkur grein fyrir því að lið- ið þarf að bæta við sig leikmönn- um til að geta gert betur. Við ætl- um bara að sækja áfram veginn og strákarnir eru þegar farnir að und- irbúa sig fyrir næsta tímabil. Þá er bara að fylgja eftir genginu með kvennaliðið og ná titlinum þar.“ mm Ingi Þór framlengir við Snæfell Ingi Þór Steinþórsson hefur verið afar farsæll þjálfari Snæfells. Hann stefnir nú á tvö ár til viðbótar þeim sjö sem komin eru. PISTILL Þegar hrunið kom jafnaði bankakerfið sig fljótt en einstaklingar og fjölskyld- ur ekki og hefur þessi hópur með ár- unum þróað með sér ofnæmi fyrir út- úrsteruðum arðgreiðslum og bónus- kerfum sem virðast vera að láta á sér kræla aftur eftir stutt hlé. Er einhver hissa á því gæti einhver spurt, Óðinn í Viðskiptablaðinu verður seint talinn í þeim hópi miðað við lestur grein- ar hans um viðbrögð almennings við arðgreiðslum úr tryggingafélögun- um. Af hverju gæti einhver spurt, nú eflaust útaf því að sá sem skrifar und- ir dulnefninu Óðinn er kapítalisti og kapítalismi fyrirgefur ekki neitt. Kap- ítalistinn hugsar um fjárfestingu sína líkt og Bubbi hugsar um blómin sín, það er alveg rosalega vel. Samfélags- leg skylda, ábyrgð og önnur slík jafn- aðarhugsun hefur verið látin róa og fyrst og fremst er hugsað um arð- bæra fjárfestingu, sem er svo sem skiljanlegt. Þess vegna skil ég Borg- unarmálið og einkaspítalann svo ég taki dæmi. Fjárfestirinn hugsar ekki um hvort að Albert nái að fleyta sér og sínum fram yfir mánaðamótin né er hann að hugsa um að gamla fólk- ið hafi það ekki gott því fjárveiting- ar ríkisins til þess málaflokks eru ann- ars flokks. Það eina sem fjárfestirinn hugsar um eru peningar og hvern- ig hægt sé að hámarka arðinn, hann einfaldlega skilur ekki þessa reiði sem sprottið hefur upp á síðkastið því það er ekki partur af hans prógrammi. Svo annað. Veit ekki með þig, en mér finnst ákveðið ósamræmi ríkja núna í því hvað er sagt um leið okkar úr hruninu og það fer eftir því hvaða miðla þú lest, erlendan eða innlend- an. Lærðum við eitthvað eða endur- reistum við bara kerfið í stað þess að endurskipuleggja það? Ef lesið er það sem er sagt um Ísland og leið okk- ar úr hruninu þá er ekkert annað að sjá en að okkur hafi gengið stórkost- lega vel og við sýndum þessum and- skotum hvar Davíð keypti ölið, en ekki hvað? Svo þegar maður skipt- ir yfir í innlendu miðlana og blogg- arana er önnur mynd sem er dreg- in upp svo hverju á maður að trúa? Í rauninni má líta á söguna um leið Íslendinga úr hruninu sem einskonar nútímagoðsögn þar sem hálfsannindi eru dregin fram í bland við spuna og gloppótt ýkjuminni skrásetjara. Eina sem ég fæ séð að sé breytt er að rík- ið er á góðri leið með að slátra heil- brigðiskerfinu, eldri borgarar fá ekki þá þjónustu og úrræði sem þeir voru búnir að hjálpa til með að skapa og stórfyrirtæki á borð við CCP eru að hugsa um að yfirgefa skútuna. En nú skulum við vinda okkur í spurningu sem er bæði áberandi og skemmtileg (fer eftir því í hvaða stuði maður er í). Hvar eiga túristar eigin- lega að ganga örna sinna? Í kamar eða kjarri? Ég las um daginn að árið 1911 hafi sænskur ferðalangur að nafni Al- bert Engström heimsótt land og þjóð sem er kannski ekki frásögum færandi í ljósi fjöldans sem við erum að upp- lifa í dag. Úr heimsókn Svíans spratt upp bók sem síðar var þýdd á íslensku. Þar greinir hann sérstaklega frá því og leggur það til að það yrði eflaust til bóta að koma fyrir fáeinum kömr- um á þjóðbrautum landsins. Bara lát- laus ábending frá vini okkar Svíanum. Útilosun á mannlegum úrgangi krefst nefnilega töluverðrar skipulagningar og líkamlegs atgervis því það þarf að varna því að áburðurinn lendi ekki á buxunum og sé helst ekki sjáanlegur. Hef ég upplifað sjálfur á eigin skinni á veiðiferðum mínum þegar biskup boðar til skákleiks og skil því vel um hvað er rætt. Hef reyndar heyrt því haldið fram að veiðimenn sem sækja Arnarvatnsheiði séu sérstaklega færir við þessa framkvæmd og því við hæfi að fá nokkra vel valda til að sýna það á myndbandi hvernig það á að bera sig að þessu öllu saman. Gæti jafnvel verið bætt inn í Inspired By Iceland herferðina. En til að draga það sam- an sem Svíinn sagði: ,,Engin pressa en það væri fínt ef þið mynduð setja einn og einn útikamar við vegina svo hægt sé að ganga örna sinna án þess að fá rokið og rigninguna í fangið, en engin pressa samt. Hugsið aðeins um þetta.” Við erum nefnilega búin að vera að hugsa um þetta í ca 103 ár og það eina sem hefur áorkast með um- ræðunni er að það er víðtæk samstaða um að það þarf að fara að koma sér í að leysa þennan ferðamannavanda, það kostar monný í Kerið og búið er að loka fyrir aðgang fólks að Douglas Dakota flugvélaflakinu á Sólheima- sandi. Axel Freyr Eiríksson Af kapítalisma AUGLÝSING UM STARFSLEYFI fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun er hér með Vesturgötu 2 á Akranesi. SK ES SU H O R N 2 01 6 2. ársþing Íþróttabandalags Akraness verður haldið fimmtudaginn 7. apríl nk. kl: 18:30 í sal Grundaskóla. Dagskrá ársþingsins verður samkvæmt lögum ÍA. Ársþing ÍA SK ES SU H O R N 2 01 6 Kvæðamannafélagið Snorri í Reykholti auglýsir Fyrsti fundur og æfing nýstofnaðs kvæðamannafélags á Vesturlandi Verður í Bókhlöðu - Snorrastofu í Reykholti miðvikudaginn 23. mars kl 20-22 Allir velkomnir Kveðja, Anna Lísa sími 822-9549 SK ES SU H O R N 2 01 6

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.