Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2016, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 16.03.2016, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 20166 Foktjón á nokkrum stöðum VESTURLAND: Ekki urðu mjög miklar fokskemmdir í umdæmi Lögreglunnar á Vest- urlandi í óveðrinu sem gekk yfir landið um liðna helgi. Björgun- arsveitir voru þó kallaðar út á Akranesi, Borgarnesi og á Snæ- fellsnesi til aðstoðar íbúum. „Flest tilvikin um fokskemmd- ir, sem færðar voru til bókar hjá lögreglunni, voru í Stykkishólmi þar sem huga þurfti m.a. að við- byggingu húss, skjólvegg við íbúðarhús og klæðningu sem var að losna af húsi. Þá fuku þakplöt- ur af íbúðarhúsi á sveitabæ nærri Hvanneyri og eitthvað var um þakplötufok af húsum í Borgar- nesi og útihúsum í Borgarfirði. Engin meiðsl urðu á fólki í veð- urhamnum svo vitað sé,“ segir í dagbók lögreglu. -mm Óhöpp og fleira í umferðinni VESTURLAND: Skemmd- ir urðu á vegklæðningu í Kol- grafafirði þar sem klæðningin fauk af og rúllaðist upp í hauga á um 100 metra kafla. Óheppinn ökumaður sem ók inn á svæðið lenti á upprúllaðri vegklæðning- unni og fór bíllinn í loftköstum og skemmdist mikið, að sögn lögreglu. Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, kenndi eymsla í hálsi og baki og fór sjálfur til læknis til skoðunar. Þá urðu Fimm önnur umferðaróhöpp í umdæmi Lögreglunnar á Vest- urlandi, þar af ein bílvelta við bæinn Litla-Kropp í Borgar- firði þar sem erlendir ferðamenn misstu bílaleigubíl sinn út af veginum í krapa og snjó. Tvennt var í bílnum og var fólkið flutt á sjúkrahús til skoðunar en talið var að meiðsl þeirra væru minni- háttar. Erlendir ferðamenn festu bílaleigubíla sína í snjó í Skorra- dal og við Arnarstapa á Snæfells- nesi og voru þjónustuaðilar kall- aðir út þeim til aðstoðar. Loks var einn ökumaður tekinn fyr- ir ölvun við akstur í vikunni sem leið. -mm Héldu aðalfund Sundfélagsins AKRANES: Síðastliðinn þriðjudag var haldinn aðal- fundur Sundfélags Akraness. Fundurinn var vel sóttur en sérstakur gestur fundarins var Hörður Oddfríðarson formaður Sundsambands Ís- lands. Fram fóru hefðbundin aðalfundastörf en undir liðn- um önnur mál urðu fjörugar umræður um AMÍ sem hald- ið verður hér á Akranesi í júní næstkomandi. Ný stjórn var kosin en í henni sitja Trausti Gylfason formaður, Harpa Finnbogadóttir varaformað- ur, Daníel Sigurðsson gjald- keri, Guðrún Guðbjarnar- dóttir ritari og Svava Guð- jónsdóttir, Ingibjörg Júlíus- dóttir og Kristín Björg Jóns- dóttir meðstjórnendur. Úr stjórn gengu þær Gunnhild- ur Björnsdóttir og Siggerður Sigurðardóttir og voru þeim færðar þakkir fyrir vel unnin störf fyrir SA. –tg Ekki að fullu upplýst HVALFJ.SV: Lögreglan á Vesturlandi vill koma á fram- færi leiðréttinu vegna fréttar sem birtist í síðasta blaði þar sem sagt var frá innbrotum í hús í Hvalfirði. „Ofsagt var í tilkynningu okkar að öll inn- brotin væru upplýst,“ seg- ir lögregla. „Hið rétta er að tveir menn voru handtekn- ir af lögreglunni á Suður- landi fyrir að hafa brotist inn í verslun á Laugarvatni. Þessir sömu aðilar eru grun- aðir um að hafa einnig brot- ist inn á nokkrum stöðum í Hvalfirði sömu nótt, en þeir hafa hins vegar ekki geng- ist við því. Mennirnir voru báðir á reynslulausn. Þeir voru færðir fyrir Héraðsdóm Suðurlands þar sem dómari dæmdi þá til að sitja af sér eftirstöðvar refsinga sinna og þeir því færðir til afplán- unar í fangelsi.“ Málið er því ekki að fullu upplýst eins og kom fram í tilkynningu lög- reglu í síðustu viku. -mm Trygginga- félög lækka arðgreiðslur LANDIÐ: Bæði trygginga- félögin VÍS og Sjóvá ákváðu fyrir síðustu helgi, í ljósi harðrar gagnrýni í þjóð- félaginu, að lækka fyrirhug- aðar arðgreiðslur til eigenda félaganna. Stjórn VÍS hef- ur ákveðið að leggja til að greiddir verði tveir milljarð- ar króna í arð til hluthafa í stað fimm milljarða eins og boðað hafði verið. Þá ákvað stjórn Sjóvá að leggja til við hluthafafund að lækka arð- greiðslu úr 3,1 milljarði króna í 675 milljónir. Ljóst er að öll þrjú stóru trygg- ingafélögin hafa skaðað orð- spor sitt verulega og er þessi ákvörðun VÍS og Sjóvá liður í að draga úr þeim skaða. –mm Aðalfundur Félags eldri borgara á Akranesi og nágrenni (FEBAN) var haldinn í síðustu viku. Þar bar meðal annars til tíðinda að Ingi- mar Magnússon lét af formennsku í félaginu og við tók Jóhannes Finnur Halldórsson hagfræðingur, en hann hafði undanfarið ár set- ið í stjórn sem varaformaður. Nýr í stjórn kom Júlíus Þórarinsson. Áfram eru í aðalstjórn félagsins þau Guðlaug Bergþórsdóttir, Jón- as A Kjerúlf, Svavar Sigurðsson, Sesselja Einarsdóttir og Þorvaldur Valgarðsson. Stjórn FEBAN hef- ur fundað einu sinni í mánuði og hefur varastjórn tekið virkan þátt í þeim. Í henni sitja þau Ásgerð- ur Ása Magnúsdóttir, Hanna Rúna Jóhannsdóttir og Hilmar Björns- son. Öldungaráð verði ráðgefandi Aðspurður segist nýr formað- ur FEBAN að einhverjar áherslu- breytingar fylgi alltaf nýju fólki. Undanfarin ár hafi húsnæðis- mál félagsins tekið mikinn tíma og muni áfram taka þar til end- anleg lausn verður fundin. „Auk þess hef ég áhuga fyrir að félagið sinni jafnframt meira hagsmuna- málum félagsmanna, til viðbótar við tómstundastarfið sem einkennt hefur starfsemina öðru fremur. Landsamband eldri borgara hefur hvatt sveitarfélög um land allt að koma á fót svokölluðum öldunga- ráðum, sem er ráðgefandi ráð og óháð stjórnmálaflokkum og öðr- um hagsmunaaðilum. Ég vil nú eiginlega frekar tala um „Þriðju kynslóðar ráð.“ Slík ráð eru lög- bundin víða, t.d. í Danmörku. Þar er það ekki valkvætt hvaða erindi skulu taka fyrir, heldur eru það öll mál er varða 60 ára og eldri sér- staklega sem skulu rædd og gefin ráð um til bæjarstjórnar eftir atvik- um. Það kom fram á aðalfundin- um hjá Jóni Hróa Finnssyni, sviðs- stjóra mannréttindasviðs hjá Akra- neskaupstað, að velferðarráð hefur unnið drög að skipun öldungaráðs og bíðum við eftir að fá þau til um- sagnar. Þriðja kynslóðin Jóhannes segir að félagið sé fjöl- mennasta einstaka félagið sem starfar á Akranesi ef frá er tal- ið Íþróttabandalag Akraness, en starfsemi þess skiptist reyndar niður í 18 aðildarfélög. Jóhannes Finnur segir að samkvæmt lögum FEBAN er hlutverk félagsins mjög víðtækt og ef ætti að sinna þeim öllum yrði félagið nánast að starfa eins og stofnun með fasta viðveru alla daga og slíkt. „Því verður hins vegar ekki breytt í einni svipan. Þó hefur nú þegar verið ákveðið að auka þjónustuna á þann hátt að alla virka daga verður félagið með símsvörun frá klukkan 9 til 17. Í tilraunaskyni hefur verið samið við Ritara.is um að taka það verkefni að sér. Verður hægt að fá upplýsing- ar um dagskrána framundan, skrá sig á viðburði og koma skilaboðum til stjórnarmanna. Þá vonast ég til að við munum auka almenna hagsmunagæslu fyrir félagsmenn. Þriðja kynslóðin er margbreytileg- ur hópur og hagsmunir fjölmargir og ólíkir. Þriðja kynslóðin er hóp- urinn sem hefur skilað sínu verki til næstu kynslóðar og það er sam- félagsleg skylda að sjá til þess að lífsgæði hennar séu ekki lakari en annarra. Ég hlakka til að takast á við þetta verkefni og er þakklátur því trausti sem mér var sýnt með því að kjósa mig til formennsku í FEBAN,“ segir Jóhannes Finnur að endingu. mm/ Ljósm. rá. Jóhannes Finnur tekur við formennsku í FEBAN Á aðalfundinum var Ingimar Magnússyni fráfarandi formanni afhent blóm og þakkað störf hans á liðnum árum. Með honum er Laufey Jónsdóttir verkefnisstjóri hjá Akranesbæ. Jóhannes Finnur Halldórsson í ræðustól.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.