Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2016, Blaðsíða 46

Skessuhorn - 16.03.2016, Blaðsíða 46
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 201646 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. ÍA tók á móti Ármanni í 1. deild karla í körfuknattleik síðastliðinn fimmtudag. Um gríðarlega mikil- vægan leik var að ræða fyrir bæði lið. Með sigri gátu Skagamenn tryggt sætið í úrslitakeppninni en Ármenningar náð í mikilvæg stig í botnbaráttunni. Mikið jafnræði var með liðunum í upphafi leiks. Ármenningar skoruðu fyrstu stig- in en Skagamenn komust fljótlega yfir og tóku frumkvæðið í leiknum en gestirnir fylgdu þeim eins og skugginn. Með þriggja stiga körfu undir lok fyrsta leikhluta kom- ust Ármenningar stigi yfir. Leik- menn ÍA komu gríðarlega ákveðn- ir til annars fjórðungs. Svæðisvörn þeirra fór að skila tilætluðum ár- angri og þeir höfðu níu stiga for- skot í hálfleik, 40-31. Skagamenn virtust ætla að síga fram úr um miðjan þriðja leikhluta. Ármenningar voru ekki á þeim buxunum og hleyptu smá spennu í leikinn á ný með góðum kafla. En þeir höfðu ekki erindi sem erfiði. Skagamenn réðu lögum og lofum á vellinum í lokafjórðungnum, skor- uðu hverja körfuna á fætur ann- arri og unnu að lokum 20 stiga sig- ur 84-64. Tryggðu Skagamenn sér þannig 5. sæti deildarinnar og sæti í úrslitakeppninni um laust sæti í úrvalsdeild að ári. Sean Tate var atkvæðamestur Skagamanna með 34 stig, sex stoð- sendingar og fimm fráköst. Jón Orri Kristjánsson var með 16 stig og 16 fráköst og Áskell Jónsson var með tólf stig. Þá skoraði Fannar Freyr Helgason ellefu stig, tók ell- efu fráköst og gaf sex stoðsending- ar en aðrir höfðu minna. Næst mæta Skagamenn deildar- meisturum Þórs norður á Akureyri föstudaginn 18. mars áður en úr- slitakeppnin tekur við. kgk Skagamenn tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Eins og oft áður fór Sean Tate mikinn þegar ÍA sigraði Ármann og tryggði sér sæti í úrslitakeppni 1. deildar karla. Ljósm. jho. Síðastliðinn föstudag tók Skalla- grímur á móti Hamri í 1. deild karla í körfuknattleik. Fyrir leikinn höfðu Skallagrímsmenn þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni en kepptu að heimaleikjarétti í keppninni. Ham- arsmenn höfðu hins vegar misst af lestinni. Skallagrímsmenn byrjuðu af krafti en misstu flugið um miðjan fyrsta leikhlutann. Betri stígandi var í leik gestanna sem nýttu tækifærið og náðu afgerandi forskoti og leiddu í leikhléi, 40-56. Síðari hálfleikur fór rólega af stað. Gestirnir leiddu og Skallagrímsmenn minnkuðu muninn lítillega undir lok þriðja leikhluta. Þeir héldu heima- mönnum frá sér allt til loka, Skalla- grímur komst aldrei nær en sem nam sjö stigum seint í leiknum og þurfti að lokum að sætta sig við tíu stiga tap, 90-100. J.R. Cadot var atkvæðamestur í liði Skallagríms með 26 stig, tólf frá- köst og sjö stoðsendingar. Næstur kom Hamid Dicko með 15 stig og þá Sigtryggur Arnar Björnsson með 14 stig, níu fráköst og sex stoðsendingar. Davíð Guðmundsson skoraði 13 stig en aðrir höfðu minna. Í lokaleik deildarinnar mætir Skallagrímur Fjölni á útivelli föstu- daginn 18. mars. Þar geta Borgnes- ingar tryggt sér heimaleikjarétt í úr- slitakeppninni. kgk Skallagrímur berst enn um heimaleikjarétt Góður leikur J.R. Cadot dugði Skallagrímsmönnum ekki í leiknum á föstudag. Hér treður hann yfir varnarmann Hamars sem má sín lítils í baráttunni. Ljósm. Skallagrímur. Íslandsmeistaramótaröðinni í klifri lauk á sunnudaginn síðastliðinn í Klifurhúsinu í Reykjavík. ÍA átti hátt í tuttugu keppendur á mótinu á aldrin- um 6 til 16 ára og hafa þeir aldrei ver- ið fleiri. Í keppni um Íslandsmeistara- titil í unglingaflokki, 13-15 ára, hafn- aði Brimrún Eir Óðinsdóttir í fjórða sæti og Ástrós Elísabet Ástþórsdótt- ir í því þriðja og þar með hafa þær unnið sér inn þátttökurétt á bikar- móti Íslands sem fram fer í apríl. Ís- landsmeistari síðustu ára, Katarína Eik Sigurjónsdóttir frá Klifurfélagi Reykjavíkur, varði Íslandsmeistartitil sinn þriðja árið í röð. þs Hafa þátttökurétt á bikarmóti Íslands í klifri Á myndinni er hluti iðkenda ÍA sem tók þátt á mótinu. Lokaumferð Domino‘s deildar karla í körfuknattleik var leikin síðastlið- inn fimmtudag. Snæfell heimsótti Þór til Þorlákshafnar og hefði með sigri geta tryggt sér 8. sæti deildar- innar og þátttökurétt í úrslitakeppn- inni um Íslandsmeistaratitilinn. Snæ- fellingar mættu nokkuð laskaðir til leiks. Stefán Karel Torfason fékk heilahristing á dögunum og gat ekki tekið þátt og Sherrod Wright spilaði meiddur á ökkla. Leikmenn Þórs byrjuðu betur en í leiknum en um miðjan fyrsta leik- hluta skelltu Snæfellingar í lás og réðu gangi mála. Þeir héldu foryst- unni allt þar til hálfleiksflautan gall en Þórsarar gerðust sífellt nærgöng- ulli. Forskot Snæfells var þrjú stig í hálfleik, 41-44. Eftir leikhléið var mikið jafn- ræði með liðunum. Snæfell leiddi en heimamenn fylgdu þeim hvert fót- mál og allt var í járnum fyrir loka- fjórðunginn. Fyrstu mínútur hans köstuðu liðin forystunni á milli sín en það voru Þórsarar sem gripu hana og sigldu fram úr. Snæfellingar máttu því sætta sig við sex stiga tap, 88-82. Þrátt fyrir að spila hálfpartinn á öðrum fæti var Sherrod Wright at- kvæðamestur Snæfellsmanna í leikn- um með 29 stig og 15 fráköst. Sig- urður Þorvaldsson kom honum næstur með 23 stig og níu fráköst og því næst Austin Bracey með 15 stig og sjö fráköst. Snæfellingar ljúka leik í Íslands- mótinu í ár í 9. sæti Domino‘s deild- arinnar og eru komnir í sumarfrí. Fyrir tímabilið sagði Ingi Þór Stein- þórsson þjálfari að markmiðið væri að halda liðinu í deildinni og mega Snæfellingar því vel við una. Því markmiði var náð nokkru fyrir lok tímabilsins og allt umfram það verð- ur að teljast gott. kgk Snæfell kemst ekki í úrslitakeppnina en má vel við una Snæfellingar hafa lokið leik á Íslandsmóti karla í körfuknattleik eftir að þeir lutu í lægra haldi fyrir Þór frá Þorlákshöfn. Mynd úr safni. Við sögðum frá því í síðustu viku að nemendur í Grundaskóla á Akra- nesi tóku þátt í Boðsundskeppni Ís- lands, meðal grunnskólabarna, sem háð var í Laugardalslaug síðastliðinn þriðjudag. Átta sundkappar af mið- stigi Brekkubæjarskóla tóku einnig þátt í keppninni og syntu 8 x 25 með frjálsri aðferð í Laugardalslaug. Öll stóðu þau sig eins og hetjur og end- uðu í öðru sæti af samtals 34 skólum. Sundfólkið á meðfylgjandi mynd eru: Sóldís, Ngozi, Hafþór, Þórarinn, Rafael, Anna, Ingibjörg og Kristján. Meðfylgjandi mynd er af Facebook síðu Brekkubæjarskóla. mm Urðu í öðru sæti í Boðsundskeppninni Stærsti leikur tímabilsins í Dom- ino‘s deild kvenna í körfuknatt- leik var leikinn í Hafnarfirði síðastliðið þriðjudagskvöld. Þar áttust við toppliðin tvö, Snæfell og Haukar, í leik sem vó þungt í baráttunni um deildarmeistara- titilinn og heimaleikjarétt í úr- slitakeppninni um Íslandsmeist- aratitilinn. Haukar byrjuðu leikinn gríð- arlega vel. Helena Sverrisdóttir, sem að öðrum ólöstuðum hefur verið besti leikmaður Íslands- mótsins, fór mikinn á upphafs- mínútunum og leikmenn Snæ- fells fengu ekki rönd við reist. Haukar höfðu 15 stiga forskot strax að fyrsta leikhluta loknum og þegar orðið á brattann að sækja fyrir Snæfellskonur. Því fór hins veg- ar fjarri að þær væru tilbúnar að játa sig sigraðar þá og þegar. Annan leik- hluta áttu þær með húð og hári, færð- ust stöðugt nær Haukum og minnk- uðu muninn í þrjú stig fyrir hálfleik, 38-35. Munurinn hélst að kalla óbreytt- ur fyrst eftir leikhléið en um miðjan þriðja leikhluta tóku Haukar að síga fram úr á nýjan leik. Snæfellskonur höfðu ekki erindi sem erfiði. Haukar lokuðu á Haiden Palmer, sem hafði verið aðal drifkrafturinn í sóknarleik Snæfells og komst hún hvorki lönd né strönd í lokafjórðungnum. Snæfell missti Hauka of langt fram úr sér og þurftu að lok- um að sætta sig við 19 stiga tap, 78-59. Þrátt fyrir að hafa ekki náð sér á strik í lokafjórðungnum var Haiden Palmer atkvæða- mest í liði Snæfells með 22 stig, tíu fráköst og sex stoðsending- ar. Næst henni kom Gunnhild- ur Gunnarsdóttir með 16 stig og þá Bryndís Guðmundsdóttir með átta. Geta má þess að hin- um megin setti áðurnefnd Hel- ena Sverrisdóttir upp risavaxna þrennu 32 stiga, 17 frákasta og ellefu stoðsendinga. Snæfell er í öðru sæti deild- arinnar með 36 stig, tveimur færri en Haukar sem nú verma toppsæt- ið. Þrjár umferðir eru eftir af deild- arkeppninni og baráttan um toppsæt- ið í algleymingi. Næst leikur Snæfell gegn Keflavík í Stykkishólmi í kvöld, miðvikudaginn 16. mars. kgk Snæfell varð að lúta í gras í toppslag deildarinnar Bryndís Guðmundsdóttir sækir að körfunni og Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka er til varnar. Snæfell mátti sætta sig við tap í leiknum og barátta liðanna á toppi deildarinnar er í algleymingi. Ljósm. Þorsteinn Eyþórsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.