Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2016, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 16.03.2016, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 20162 Pálmasunnudagur er um næstu helgi og þá fer tími ferminga jafnframt í hönd. Víða munu vestlensk ungmenni berjast við að leggja trúarjátninguna á minnið. Skulum við sýna þeim tillitssemi og skilning, flest geng- um við í gegnum slíkt hið sama á sínum tíma. Skessuhorni vikunnar fylgir sérstakt fermingarblað þar sem rætt er við ferming- arbörn og farið yfir sitthvað sem viðkemur þessari athöfn. Á fimmtudag og föstudag er útlit fyrir sunn- an- og suðaustanátt, 3-10 m/s og léttskýj- að en skýjað með köflum á Vesturlandi. Hiti 2-8 stig. Vestlæg átt, 5-13 m/s og rigning eða súld á laugardag og sunnudag. Hægari suðlæg átt og bjartviðri austan til á landinu. Hiti 2-6 stig. Á mánudag spáir fremur hægri vestan- og norðvestanátt. Skýjað með stöku éljum nyrst á landinu en annars lítil úrkoma. Milt á vestanverðu landinu en heldur sval- ara austanlands. Spurning vikunnar á vef Skessuhorns næstu vikuna verður: „Hvernig ferðast þú til vinnu eða skóla á morgnana?“ Hraustir krakkar úr Grundaskóla gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Vesturlandsriðilinn í Skólahreysti og munu keppa fyrir landshlut- ann í úrslitunum í apríl. Þessi hreystimenni eru Vestlendingar vikunnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Skessuhorn degi fyrr í næstu viku VESTURLAND: Þar sem dymbilvikan fer í hönd þarf venju samkvæmt að flýta út- gáfu Skessuhorns í næstu viku um einn dag til að blað- ið berist öllum fyrir páska. Blaðið verður því prentað á mánudagskvöldi og því dreift á þriðjudegi og miðviku- degi. Efni og auglýsingar til birtingar í síðasta blaði fyrir páska þarf að berast í síðasta lagi fyrir hádegi mánudag- inn 21. mars. Efni sendist á skessuhorn@skessuhorn.is og auglýsingar á lisbet@skessu- horn.is. -mm Mikill áhugi fyrir Íslandi BERLÍN: Í liðinni viku fór fram í Berlín stærsta ferða- sýning í heimi, ITB. 23 ís- lensk ferðaþjónustufyrirtæki tóku þátt í sýningunni, en Ís- landsstofa skipulagði ferðina. Alls voru yfir 70 Íslending- ar á svæðinu undir merkjum Inspired by Iceland. Með- al sýnenda á íslenska básnum voru ferðaskrifstofur, hótel, afþreyingarfyrirtæki og flug- félag. Auk þess voru fulltrúar frá markaðsstofum landshlut- anna með á íslenska sýning- arsvæðinu og veittu upplýs- ingar. Sýningin er haldin ár- lega og er ein sú stærsta sinn- ar tegundar í heiminum en að jafnaði heimsækja hana um 180.000 manns. Íslenska sýn- ingarsvæðið á ITB var afar vel sótt og vakti mikla eftirtekt. Samhliða sýningunni er mik- ið um fyrirlestra og fræðslu- erindi um þróun og nýjungar í ferðaþjónustu. -mm STYÐJUM FRAMLEIÐSLU Á VESTURLANDI OPIÐ DAGLEGA 12-17 Ljómalind Sveitamarkaður, Brúartorgi 4, Borgarnesi. Sími 437-1400. Netfang: ljomalind@ljomalind.is Með lítilli auglýsingu sem birtist í Morgun- blaðinu um helgina býður Stefán Þormar Guðmundsson, fráfar- andi eigandi Litlu kaffi- stofunnar við Hellis- heiði, til sölu flaggskip íslenskrar knattspyrnu- sögu. Um er að ræða veglegt knattspyrnu- minjasafn Stefáns sem fram til þessa hefur ver- ið til húsa í Litlu kaffi- stofunni og verið hluti af ímynd staðarins. Þetta eru myndir, veifur, flögg og sitthvað fleira. Stef- án er líklega sá Íslend- ingur sem flesta kíló- metrana hefur lagt að baki til þess að sýna ÍA liðinu í fótbolta stuðning í leikjum þess. Þótt sjálfur sé hann fæddur aust- ur á Vík í Mýrdal fékk hann ung- ur að árum mikinn áhuga á knatt- spyrnumönnunum af Skaganum. Safn hans í Litlu kaffistofunni er býsna veglegt og skemmtilegt að skoða, en nú er það falt. Aðspurð- ur segir Stefán að ástæða þess að safnið sé boðið til sölu þá að hann hafi nú selt rekstur Litlu kaffi- stofunnar. „Nýir eigendur munu halda áfram að reka hér þjóðleg- an og góðan veitingastað, en þeim finnst safnið um knattspyrnusög- una svo tengt mér persónulega að þær vilja að ég láti það annað. Ég virði þá skoðun þeirra heilshug- ar. Ég vona að safnið fari í heilu lagi til einhvers eða einhverra sem hafa áhuga á því og ekki væri það nú verra, fyndist mér, ef það yrði á svæði Íþróttabandalags Akraness. Ég veit að þetta safn hefur vakið mikla athygli og það myndi örugg- lega hjálpa til að efla ferðaþjón- ustuna þar sem það lendir,“ sagði Stefán í samtali við Skessuhorn. Þeir sem hafa áhuga á að festa kaup á safni Stefáns er bent á að síminn hjá honum er 660-0677. Meðfylgjandi mynd var tekin árið 2010 þegar Vinir Akraness af- hentu Stefáni Þormari viðurkenn- ingu af sérstöku tagi; „Vinur Akra- ness númer 1 árið 2010.“ Þar var honum þakkaður stuðningur við Akranesliðið í blíðu og stríðu um áratugaskeið, allt frá barnæsku hans í Vík. Á myndinni eru frá vinstri: Guðjón Guðmundsson, Pálmi Haraldsson, Einar Guð- leifsson (aftast), Björn Ingi Finsen, Stefán Þormar Guðmundsson, Þröstur Stefánsson (aftast), Rík- harður Jónsson, Matthías Hall- grímsson (aftast), Haraldur Stur- laugsson, Sturlaugur Sturlaugs- son (aftast), Kristján Sveinsson, Guðjón Finnbogason, Gísli Gísla- son og Helgi Daníelsson lengst til hægri. Ljósmyndina tók Friðþjóf- ur Helgason. mm Býður til sölu flaggskip knattspyrnusögunnar Heilbrigðisstofnun Vesturlands er ein heilbrigðisstofnana hér á landi með jákvæðan höfuðstól af rekstri undanfarinna fjögurra ára. Hann nemur fjórum milljónum króna samkvæmt nýútkominni skýrslu Ríkisendurskoðunar þar sem bor- inn er saman rekstur áranna 2012 til 2015. Uppsafnaður halli Heilbrigð- isstofnunar Suðurlands var 391 milljón króna um áramót samkvæmt skýrslunni. Rekstrarhalli stofnunar- innar á síðasta ári var 42 milljónir, en uppsafnaður halli árið 2012 var 222 milljónir. Næstmestur halli er á Heilbrigðisstofnun Austurlands, 270 milljónir og hefur ríflega tvö- faldast frá 2012. Halli á Heilbrigðis- stofnun Vestfjarða er 140 milljónir, Norðurlands 97 milljónir og Suður- nesja 62 milljónir króna. mm Eina heilbrigðisstofnunin með jákvæðan rekstur fjögurra ára

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.