Skessuhorn - 16.03.2016, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 201630
Í fermingarblöðum undan-
farinna ára hefur Skessuhorn
birt nokkurs konar gátlista
fyrir fermingarundirbúning-
inn. Það skal þó tekið skýrt
fram að hann er til gamans
settur saman og einungis
hugsaður til hliðsjónar fyrir
þá sem eru að undirbúa ferm-
ingarveislur. Útilokað væri
að gera tæmandi lista fyrir
slíkan undirbúning, enda eru
aðstæður og áherslur fólks
ansi misjafnar. Vonandi nýt-
ist þessi listi þó þeim sem
eru óvanir að undirbúa stór-
veislur af þessu tagi.
Leigja sal 1. - ef veislan á ekki að
vera í heimahúsi. Oft eru marg-
ir um hituna en lítið framboð. At-
huga að skoða þarf hvað fylgir
með í leiguverði salarins. Glös,
diskar, bollar, hnífapör, kaffikönn-
ur, kaffivélar og svo framvegis.
Einnig er misjafnt hvort þjónusta
fylgir með þegar salur er leigður.
Boðskort. 2. Ef á að nota boðskort
þarf að gefa sér tíma til að búa
þau til eða panta. Margir velja
að hringja í þá sem bjóða skal
til veislunnar. Muna að gera það
tímanlega. Þá eru einhverjir farnir
að nota boðskortakerfi Facebook
til að bjóða í fermingarveislur. En
þá þarf að athuga að ekki eru allir
skráðir á þeim samskiptamiðli.
Sálmabók. 3. Ef á að gylla, þarf
lengri fyrirvara.
Myndataka4. .
Athuga hvort
ljósmyndari er
á heimaslóðum
og svo þarf að
panta tíma.
Hárgreiðsla.5.
Muna að panta
tímanlega. Finna
skraut í hár, ef
á að nota það.
Sumar stof-
ur bjóða upp
á hárskraut.
Ekki gleyma
að panta tíma í
klippingu fyrir
aðra fjölskyldu-
meðlimi tíman-
lega fyrir ferm-
inguna.
Fermingar- 6.
fötin. Það hefur
gerst að jakkaföt
í minni stærð-
um hafa selst
upp. Sama gildir
í verslunum sem
selja stúlknaföt.
Vert er að skoða
þetta í tíma.
Dúkar á borðin. 7. Á að nota bréf-
eða taudúka? Kannaðu verð, þau
geta verið mjög mismundandi.
Oft er hægt að leigja taudúka í
efnalaugum.
Fermingarkerti.8. Ekki nauðsyn-
legt að láta áletra. Ódýrar lausnir
til eins og krossar sem hægt er að
festa á falleg kerti. Sama á við um
merkingar á kertin, drátthagur er
oft til í fjölskyldunni. Þá er hægt
að láta prenta út mynd af ferm-
ingarbarninu á kertið og líma á
með þar til gerðu kertalími sem
þolir hita.
Servíettur.9. Margir taka mislitar
og láta þá ekki prenta á þær. Ef
á að prenta þarf að huga að því
í tíma. Oft er löng bið ef margar
fermingar eru í gangi.
Gátlisti vegna fermingarundirbúnings
Opnunartími
Mán-fös: 10:00-18:00
Lau: 10:00-14:00
Vörur einnig fáanlegar í vefverslunum
15%
afsláttur
af öllum
ábreiðum
og mélum
Verð áður: 9.782 kr
Verð áður: 22.990 kr Verð áður: 15.390 kr
Verð áður 196.900 krVerð áður: 239.000 kr
Fermingartilboð Lífland Borgarnesi 25x19.indd 1 15.3.2016 12:33:26
Skreytingar. 10.
Víða er hægt að
fá hugmyndir
að skemmtilegu
skrauti eða kaupa
tilbúið. Um að gera
að skoða og at-
huga síðan hvað til
er heima. Ef fermt
er að vori eða sumri
má vel líta í kring-
um sig í náttúrunni.
Skemmtilegar hug-
myndir má finna á
vefsíðum eins og
Pinterest.
Gestabók.11.
Sumir föndra gesta-
bók, aðrir kaupa
hana tilbúna og
enn aðrir láta gest-
ina skrifa á striga
sem hengja má
upp til skrauts. Um
að gera að láta
ímyndunaraflið
njóta sín.
Veisluföng. 12.
Gott er að reyna að
áætla hversu mik-
ið þarf eftir fjölda gesta. Í mörg-
um matreiðslubókum er hægt að
sjá hvað reikna eigi með miklu á
mann, hvort sem um er að ræða
kaffibrauð eða mat. Einnig er
hægt að fá upplýsingar hjá leið-
beiningarstöð heimilanna. Best
er þó að spyrja reynsluboltana
ráða, fólkið í fjölskyldunni eða
aðra vini.
Kökur. 13. Hægt er að baka í kistuna
og spara stress og stóran út-
gjaldapakka í einum bita. Það
sama gildir um matinn. Um að
gera að kaupa inn smám saman
og frysta. Það er ágætt að hafa
það bak við eyrað að flestir kaupa
eða baka of mikið.
Fermingartertan. 14. Á að panta
eða baka sjálfur? Gott er að
ákveða sig tímanlega. Ýmislegt
kemur til greina, svo sem kransa-
kaka, rjómaterta, sykurmassa-
eða ísterta.
Drykkir. 15. Ekki gleyma gosinu eða
drykkjunum; kaffinu, mjólkinni
og sykri í kaffið.
Aðstoðarfólk fyrir stóra dag-16.
inn. Mikilvægt er að biðja um að-
stoð í undirbúningnum. Ekki er
gaman að vera úrvinda úr þreytu
og stressi þegar stóri dagurinn
rennur upp. Einnig er gott að
vera búin að finna einhvern til
að aðstoða í fermingarveislunni.
Nauðsynlegt svo allir geti notið
sín í veislunni sjálfri.
Myndir í veislunni.17. Ekki gleyma
að taka myndir í fermingarveisl-
unni. Af fermingarbarninu sjálfu
með ættingjum, af gestunum
og veisluborðinu. Foreldrar ættu
að fá einhvern til að smella af
mynd af sér með barninu, það vill
gleymast.
Njótið dagsins!18. Maður fermist
bara einu sinni.