Skessuhorn


Skessuhorn - 07.12.2016, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 07.12.2016, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 20164 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Þórarinn Ingi Tómasson toti@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Jafn stór og tvær barnmargar fjölskyldur Samtök atvinnulífsins leggja til í nýrri skýrslu að sveitarfélögum á Íslandi verði fækkað hressilega, úr 74 í níu. Í skýrslu þessari er fjallað um stöðu og framtíð sveitarfélaga og meðal annars lagt út frá því að fjárhagsstaða margra þeirra nú sé með þeim hætti að ekki verði lengur við unað. Sam- eining gæti verið leið til að ná fram alvöru hagræðingu. Í skýrslunni er m.a. lagt til að Vesturland verði eitt sveitarfélag með tæplega sextán þús- und íbúa, Vestfirðir annað sveitarfélag og svo framvegis. Suðurland verði sömuleiðis eitt sveitarfélag en tvö á höfuðborgarsvæðinu, þar sem annars vegar 123 þúsund og hins vegar 77 þúsund byggju. Vel má vera að hægt sé að ná fram verulegri hagræðingu með að gera sveitarfélög fjölmennari og fækka þeim. Ég er er ekki í minnsta vafa um að rök fyrir því eru sterkari en mótrökin. Hins vegar skal því til haga haldið að fjölmennið og stærð sveitarfélags tryggir ekki að fjárhagur þess verði þar með góður og nægir kannski að nefna höfuðborgina í því sam- hengi. Þar eins og í svo mörgu sannast hið fornkveðna að veldur hver á heldur. Rök með fækkun sveitarfélaga eru meðal annars þau að með því megi færa verulegan hluta verkefna frá ríki og nær íbúum, eða heim í hérað. Undir þetta tek ég enda er ég kannski, eins og lesa hefur mátt úr fyrri skrifum mínum, fremur andsnúinn of stórum opinberum geira þar sem svokallaðir „tveggja jakka menn“ geta leynst hér og þar í kerfinu, þegið laun fyrir óræð eða engin verkefni. Sveitarfélög ættu í krafti auk- innar stærðar að hafa burði til að laða til sín reynslumikið og vel menntað fólk. Með eflingu sveitarstjórnarstigsins og að dregið verði úr stofnana- væðingu á landsvísu er ég því persónulega hlynntur þessum hugmyndum, en ítreka að það er eingöngu á þeirri forsendu að dregið verði úr ríkis- rekstri um leið. Það er nefnileg svo að sífellt hefur hið kerfislæga bákn hér á landi verið að vaxa og byrjað að hverfast um sjálft sig. Slíkt kerfi skilar lítilli fram- leiðni og tími er kominn til að endurskoða það. Ég get nefnt dæmi. Hver segir að íslenska ríkið eigi að reka stofnun á borð við Íslandspóst þar sem þjónustan er fyrir löngu orðin aukaatriði í augum æðstu stjórnenda? Af hverju rekum við ekki bara níu póstmiðstöðvar, eina í hverju héraði, sem bæru ábyrgð á þeirri þjónustu sem þar væri í boði? Hvað með til dæmis sjálfræði í eftirliti með matvælaframleiðslu? Væri ekki hugsanlega til bóta að draga úr öllum þeim ferlum og tilskipunum sem feta þarf í valdapýra- mída stofnana, komi eitthvað upp á, eins og dæmin sanna í nýlegu eggja- máli. Ekki er ég frá því að koma hefði mátt í veg fyrir það miklu fyrr að hænsnin byggju við slæman aðbúnað ef héraðdýralæknir hefði mátt grípa tafarlaust inn í þegar honum var kunnugt um aðbúnaðinn í pútnahús- inu. Þá hefði málið ekki verið að dragast í kerfilægri villu ómöguleikans á Selfossi í áraraðir án þess að nokkur skapaðan hlutur væri gerður til að stoppa ósómann. Fjölmörg fleiri dæmi mætti nefna til að færa rök fyrir því að sjálfræði heima í héraði væri til bóta fyrir samfélagið. Ég nefni mál- efni fatlaðra og eldri borgara sem dæmi um málaflokka sem ég er sann- færður um að væru betur komin heima í héraði, hjá fólkinu sjálfu. En þetta verður aldrei gert nema styrkja fyrst sveitarstjórnarstigið. Þessar tillögur Samtaka atvinnulífsins nú sýnist mér ganga skörinni lengra en tillögur Kristjáns Möllers fyrrum samgönguráðherra sem var mikill talsmaður fækkunar sveitarfélaga og eflingar sveitarstjórnarstigs- ins. Pólitísk andstaða var við hugmyndir Kristjáns í tíð fráfarandi ríkis- stjórnar og því hefur öll sú umræða verið á ís í fjögur ár. Ég fagna því að málið skuli tekið upp að nýju. Ég held í það minnsta að allir geti verið sammála því að ekki er framtíð í sveitarfélögum þar sem íbúafjöldinn er í heildina eins á við tvær barnmargar fjölskyldur vestur á fjörðum fyrir tíma getnaðarvarna. Magnús Magnússon. Leiðari Í huga margra er desembermánuð- ur hvítur og heldur kaldur en und- anfarið hafa hitatölur frekar minnt á vor- eða haustmánuði. Föstudag- inn 2. desember voru skilyrði góð til malbikunarvinnu í Búðardal en þar unnu menn að því að leggja nýjan gangstíg við Vesturbraut þar sem nýverið var sett upp hraða- hindrun. Kolur ehf. hefur umsjón með verkinu og fékk verktakafyrir- tækið Fagverk til liðs við sig til að sjá um malbikunina. sm Malbikað í desember Kolur og Fagverk malbikuðu gangstíg í Búðardal í góðviðrinu. Starfsmenn Dalabyggðar, Kols og Fagverks undir- búa verkið. Námskeið í réttum viðbrögðum var haldið í Hjálmakletti í Borg- arnesi síðastliðinn föstudag. Þátt- takendur voru 19 frá Grunnskól- anum í Borgarnesi, Menntaskóla Borgarfjarðar, Öldunni, Búsetu- þjónustunni og Ferðaþjónustu fatlaðra. Um var að ræða heils- dagsnámskeið þar sem farið er yfir hvernig hægt er að fyrirbyggja ofbeldishegðun og hvernig á að bregðast rétt við eigi slíkt sér stað. Farið var yfir forvarnir, hvernig þekkja megi einkenni og bregð- ast við á réttan hátt. Farið var yfir hvernig grípa skuli inn í aðstæð- ur og koma í veg fyrir að ofbeldi verði beitt. Leiðbeinendur voru Atli Magn- ússon, atferlisráðgjafi hjá Grein- ingar- og ráðgjafarstöð ríkisins, og Felix Högnason þroskaþjálfi og atferlisfræðingur. Þeir hafa haldið fjölda námskeiða m.a. um fyrir- byggjandi aðgerðir gegn hegðun- arvanda, hvernig takmarka megi þvingun og valdbeitingu í vinnu með fólki sem sýnir erfiða hegðun og varnarviðbrögð við alvarlegum hegðunarvanda. Námskeiðið var sérstakt að því leyti að í stað fyrirlestra og bók- legs náms, var stutt innlegg og því næst verklegar æfingar allan dag- inn. Þátttakendur voru almennt ánægðir með námskeiðið. Það kemur vonandi til með að nýtast þeim vel í starfi, því rétt vinnu- brögð og sjálfsöryggi í erfiðum aðstæðum koma öllum til góða. hhs Kenndu rétt viðbrögð við ofbeldisfullri hegðun Hópurinn sem tók þátt í námskeiðinu (á myndina vantar tvo). Ljósm. Sigurþór Kristjánsson. Sextíu og sex doktorar sem braut- skráðst hafa frá Háskóla Íslands á tímabilinu 1. desember 2015 til 1. desember 2016 tóku á fimmtudag- inn við gullmerki skólans á árlegri Hátíð brautskráðra doktora. Með hátíðinni vill Háskóli Íslands fagna því öfluga starfi sem doktorsnemar vinna innan skólans og þeim aukna krafti sem færst hefur í rannsókna- tengt nám í háskólanum á síðustu árum. Í samstarfi við leiðbeinend- ur sína leggja doktorsnemar sitt af mörkum til þekkingarleitar al- þjóðasamfélagsins og taka virkan þátt í að efla háskólann sem alþjóð- lega rannsóknastofnun. Efling doktorsnáms hefur ver- ið hluti af stefnumörkun Háskóla Íslands í rúman áratug og í nýrri stefnu fyrir árin 2016-2021, sem samþykkt var fyrr á þessu ári, er að finna markmið og leiðir til að styrkja námið enn frekar. Líkt og í stefnu fyrir árin 2011-2016 er áfram markmiðið að um 70 manns brautskráist úr doktorsnámi á ári hverju frá skólanum. Svo skemmti- lega vill til að þegar árið 2016 hef- ur runnið sitt skeið munu 70 nemar hafa varið doktorsritgerð sína við skólann á árinu. Það er næstmesti fjöldi sem brautskráðst hefur með þennan æðsta lærdómstitil frá Há- skóla Íslands á einu ári. Enn frem- ur telur sá hópur sem lokið hefur doktorsprófi frá skólanum frá upp- hafi nú um 600 manns. mm Doktorar heiðraðir á fullveldis- daginn í Háskóla Íslands Hátíðin fór fram að viðstöddum Guðna Th Jóhannessyni forseta Íslands og Illuga Gunnarssonar mennta- og menningarmálaráðherra.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.