Skessuhorn


Skessuhorn - 07.12.2016, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 07.12.2016, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 201628 Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 LAUSNIN HÖFÐASELI Opnunartími er frá kl. 8:00-16:00 alla virka daga www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 Friðrik Ólafsson stórmeistari í skák opnaði formlega á mánudaginn nýja vefsíðu, skakkennsla.is. Á henni er að finna fjölbreytt úrval kennslu- myndbanda í skák. Markmiðið með gerð vefsíðunnar er að auðvelda að- gengi að náms- og kynningarefni á íslensku um skák sem einkum nýt- ist börnum sem eru að læra að tefla, skákkennurum í skólum og foreldr- um sem vilja hjálpa börnum sín- um með að verða betri skákmenn. Á vefnum er að finna rúmlega 120 kennslumyndbönd bæði fyrir byrj- endur og lengra komna. Vefsíðan er samstarfsverkefni Skáksambands Íslands og GAMMA Capital Management og er ætlunin að fjölga myndböndunum eftir því sem tíminn líður. Skáksambandið og GAMMA vonast til að verkefnið verði íslensku skáklífi mikil lyfti- stöng í framtíðinni og muni gagnast börnum vel sem kennsluefni í skák. Kennsluefnið skiptist í megingreinar skáklistarinnar; miðtöfl, endatöfl og byrjanir, auk þess er frægum skákum úr skáksögunni gerð góð skil ásamt myndböndum sem fjalla um feril ís- lensku stórmeistaranna. Vefsíðan var formlega tekin í notkun í Rimaskóla á mánudaginn og við það tilefni var spilað mynd- band um feril eins ástsælasta skák- manns landsins, Friðriks Ólafsson- ar. Friðrik varð Íslandsmeistari í skák aðeins 17 ára gamall og Norð- urlandameistari ári síðar. Hann varð stórmeistari í skák fyrstur Íslendinga árið 1958, þá 23 ára gamall. Friðrik sagði við það tækifæri: „Það er ánægjulegt að vönduð kennsluvefsíða um skák fyrir börn sé komin í gagnið. Það er von mín að vefsíðan verði vel sótt og hafi já- kvæð áhrif á skákiðkun barna, for- eldra og kennara. Skák er einstak- lega skemmtileg, eflir rökhugsun, einbeitingu og sköpunargáfu sem styrkir jafnframt námsgetu barna.“ Gunnar Björnsson forseti Skák- sambands Íslands sagði jafnframt við þetta tilefni að vefurinn kæmi á góðum tíma þar sem skákhreyfingin hefur verið vör við stóraukinn skák- áhuga eftir sigur Magnúsar Carl- sen í heimsmeistaraeinvíginu í New York. Höfundur kennslumyndband- anna er Björn Ívar Karlsson, sem hefur FIDE-þjálfaragráðu og er einn reyndasti skákkennari landsins. Björn talar jafnframt inn á öll mynd- böndin. Í dag er Björn í fullu starfi við að kenna skák við sjö grunnskóla og hefur undanfarin 8 ár kennt við 30 grunnskóla, í Reykjavík, Akur- eyri og Vestmannaeyjum. Björn hefur komið að kennslu efnilegustu skákmanna landsins auk þess að vera landsliðsþjálfari íslenska kvennaliðs- ins í skák. mm Ég hef í nokkrum greinum í Skessuhorni gert grein fyrir að- komu Borgarlands ehf að skipu- lagi Borgarbrautar 59 í Borgar- nesi. Svo virðist að sumum þókn- ist ekki veruleikinn um upphaf og þróun skipulags á lóðinni. Sig- urður Guðmundsson, íbúi og skattgreiðandi í Borgarbyggð, er greinilega einn af þeim. Með hliðsjón af þeim greinum sem ég hef skrifað um þetta þá eru það nokkuð langsóttar dylgjur Sigurð- ar að ég vilji eða geti ekki svarað spurningum um aðkomu Borgar- lands ehf og ástæðum þess að fé- lagið kærði deiliskipulagið á um- ræddum lóðum. Það er rétt að halda því til haga að það er besta mál að hafin sé uppbygging á lóðunum Borgar- braut 57-59. Borgarland ehf hef- ur engar athugasemdir gert við byggingu hótels eða aðra upp- byggingu á svæðinu. Borgarland ehf kærði deiliskipulag að Borg- arbraut 55-59 vegna þess að þar var gert ráð fyrir byggingarmagni langt umfram leyfileg mörk skv. aðalskipulagi. Afleiðing þeirr- ar miklu nýtingar á lóðunum var sú að verulega vantaði uppá að nægjanlegur fjöldi bílastæða væri til staðar, fyrir íbúðirnar, hótelið og þjónustustarfsemina sem á að verða á lóðunum. Þessar áhyggj- ur Borgarlands ehf voru staðfestar í bókun byggingarfulltrúa og for- stöðumanns Umhverfissviðs Borg- arbyggðar með útgáfu byggingar- leyfis en hægt er að lesa sér betur til um bílastæðamálin í fundargerð nr. 122, afgreiðslufundar bygg- ingarfulltrúa dags. 16. september 2016. Að auki þarf að hafa í huga að bílastæðin á Borgarbraut 57 og 59 áttu flest að vera Kjartansgötu- megin þannig að þeir sem kæmu að framhlið hótels- og þjónustu- rýma, Borgarbrautarmegin hefðu í fá bílastæði að leggja. Líkleg af- leiðing þessa væri sú að þeir sem sæktu þjónustu á Borgarbraut 57-59 mundu sækja í næstu bíla- stæði, sem eru bílastæðin við Hyrnutorg, Borgarbraut 58-60 húsinu handan við Borgarbraut- ina, húss sem er að mestu í eigu Borgarlands ehf. Þau bílastæði tilheyra viðskiptavinum Hyrnu- torgs, ekki öðrum, en eins og vel þekkt er þá eru stæðin við húsið vel nýtt, sérstaklega á álagstímum yfir sumarið. Niðurstaða Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála var alveg skýr; deiliskipulagið væri ekki í samræmi við aðalskipulag Borgarbyggðar og það var fellt úr gildi. Hluti af málflutningi Borg- arbyggðar var að fá kæru Borgar- lands ehf vísað frá á þeim forsend- um að félagið hefði ekki hags- muna að gæta í málinu. Úrskurð- arnefndin gerði ekkert með þann málflutning og er niðurstaðan því sú að Borgar- land ehf eigi lögvarða hagsmuna að gæta við úrlausn málsins. Hvað varðar þá margtuggðu fullyrðingu að unnið sé á forsend- um deiliskipulags sem Borgar- land ehf hafi unnið að þá endur- tek ég það einu sinni enn að það er þvæla. Hvað sem öðru líður þá er regin munur á því hvort byggja eigi íbúðarblokk með 30 íbúðum þar sem nýtingarhlutfall lóðar yrði 1,5 eða það stórhýsi sem nú er verið að byggja þar sem nýting- arhlutfall lóðar er 2,41. Umferð og bílastæðafjöldi sem fylgir slíku stórhýsi er langtum meiri og um- ferð þyngri en sú sem fylgdi bygg- ingu íbúða á sömu lóð. Síðan má rifja það upp fyrir Sigurð Guðmundsson og aðra að Borgarland ehf hætti við fram- kvæmdir að Borgarbraut 59 og seldi verkefnið þar sem ekki var vilji hjá stjórnendum og eigendum að standa í illdeilum við íbúana á svæðinu. Borgarnesi, 2. desember 2016. F.h. stjórnar Borgarlands ehf Guðsteinn Einarsson. Nýr kennsluvefur í skák kominn í loftið Athugasemd við athugasemd og dylgjur! Sigurður Guðmundsson beindi þeirri spurningu til stjórnar Kaup- félags Borgfirðinga hvaða hags- muni við teldum okkur vera að verja með andstöðu okkar við framkvæmdir á Borgarbraut 57-59 sem byggðist meðal annars á okkar eigin vinnu. Þessari spurningu er fljótsvarað. Í fyrsta lagi kannast ég ekki við að verið sé að byggja á okkar vinnu, okkar hugmyndir um bygginga- magn þarna var mikið minna í sniðum og hófstilltara en nú er fyr- irhugað auk þess sem gert var ráð fyrir grænu svæði umhverfis bygg- inguna. Að öðru leyti eins og hef- ur komið fram í skrifum Guðsteins Einarssonar kaupfélagsstjóra ger- um við athugasemdir vegna skorts á bílastæðum á Borgarbraut 57 og 59 en fyrirhuguð bílastæði þar eru ekki í samræmi við byggingarmagnið. Í Hyrnutorgi, sem er gegnt fyr- irhuguðum byggingum á Borg- arbraut 57 og 59, er margvísleg starfsemi. Fyrir liggur að bíla- stæði þeim megin við götuna anna ekki fleirum en viðskiptavinum og nemendum þeirra sem þegar hafa þar starfsemi þ.e. N1, Hyrnutorgi og Menntaskóla Borgarfjarðar. Hagsmunir Borgarlands sem eig- anda Hyrnutorgs að stórum hluta og leigjanda þess húsnæðis til ým- issa atvinnurekenda liggja í því að hafa næg bílastæði fyrir viðskipta- vini þeirra. Við óttumst það að verði slík starfsemi á Borg- arbraut 57 og 59 sem nú er fyrirhuguð munu íbú- ar þar og eða gestir þurfa að nýta bílastæðin sem eru til nota fyrir starfsemina okkar megin götunn- ar þar sem ekki er gert ráð fyrir nægum bílastæðum við nýju bygg- ingarnar á Borgarbraut 57 og 59 með neikvæðum afleiðingum fyrir Hyrnutorg. F.h. stjórnar Kaupfélags Borgfirð- inga svf. Guðrún Sigurjónsdóttir, stjórnar- formaður. Svar við fyrirspurn Pennagrein Pennagrein

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.