Skessuhorn


Skessuhorn - 07.12.2016, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 07.12.2016, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 201622 Menningarstefna Vesturlands fyrir árin 2016 - 2019 hefur verið gerð aðgengileg á vef Samtaka sveitar- félaga á Vesturlandi, www.ssv.is. Stefnunni er ætlað að móta áherslu í menningarmálum og styðja við menningarstefnu sveitarfélaga í landshlutanum. Þá er henni ætlað að vera grunnur fyrir ákvarðana- töku SSV í menningarmálum, þar með talið við úthlutun verkefna- styrkja og stofn- og rekstrarstyrkja úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Vinna við gerð stefnunnar hófst áður en Sóknaráætlun Vesturlands tók gildi í febrúar 2015 en frestað- ist vegna vinnu við Sóknaráætlun. Þráðurinn var tekinn upp að nýju í ársbyrjun 2016 og hefur litið dags- ins ljós, nú á útmánuðum. Mótun menningarstefnunnar var í höndum sérstakrar verkefnis- stjórnar en við gerð menningar- stefnunnar var leitað fulltingis fólks af öllu Vesturlandi. Voru haldnir fimm opnir stefnumótunarfundir þar sem dregin voru fram þau atriði sem íbúar landshlutans vildu leggja sérstaka áherslu á varðandi Menn- ingarstefnu Vesturlands. Verkefn- isstjórnin fór síðan yfir niðurstöð- ur fundanna, skilaði drögum til stjórnar SSV sem síðan vísaði stefn- unni til afgreiðslu á haustþingi þar sem sérstakur vinnuhópur fór yfir drögin sem voru í framhaldinu sam- þykkt. Menningarstefna Vesturlands 2016-2019 byggir á fimm þáttum sem aðilar voru sammála um að skiptu mestu máli. Þeir þættir fara hér á eftir, ásamt stefnu hvers þáttar og helstu markmiða. I. Menningaruppeldi; stefnan að menning og listir fléttist inn í skóla- starf og daglegt líf íbúa á Vestur- landi. Markmiðin með því eru að í landshlutanum verði fjölbreyttir möguleikar til menntunar í menn- ingu og listum, að áhersla verði á menningu allra aldurshópa og að börn og ungmenni njóti menningar óháð búsetu og efnahag. II. Listir; stefnan er að listum sé gert hátt undir höfði á Vesturlandi, áhersla lögð á fjölbreytta listsköp- un allra aldurshópa og að samstarf sveitarfélaga leiði til uppbyggingar á faglegum störfum við listir í lands- hlutanum. Markmiðin eru að listir fái aukið vægi í daglegu lífi íbúa, áhersla fjölbreyttar listir og sam- tímalist, sem og að áhersla verði lögð á að listahátíðir verði haldnar víða á Vesturlandi. III. Nýsköpun; stefnan er að á Vest- urlandi verði stöðug framþróun í menningarmálum og nýsköpun. Markmiðin eru að greiður aðgang- ur verði að ráðgjöf og fjárstuðningi við nýsköpunarverkefni í menning- armálum, samstarf við fyrirtæki í öðrum atvinnugreinum, stuðningur við nýsköpun í formi samkeppni og/ eða verðlauna og kynning á nýsköp- un og skapandi atvinnugreinum. IV. Menningararfur; að menning- ar arfur Vesturlands verði varðveitt- ur og miðlað með áherslu á söguleg sérstöðu landshlutans. Markmið- ið er að menningararfurinn verði áberandi þáttur í markaðssetningu landshlutans, safnastarf metnaðar- fullt og góð aðstaða til menning- arstarfs. Þar að auki að merkingar verði við þjóðleiðir og alla helstu staði innan landshlutans sem hafa sögulegt gildi og að menningar- landslag svæðisins verði kortlagt og kynnt. Að síðustu að áhersla verði lögð á verndun gamalla húsa og mannvirkja sem hafa menningar- legt gildi. V. Samvinna; að sveitarfélög á Vest- urlandi vinni saman að menningar- málum og hafi virka miðlun menn- ingar að leiðarljósi. Markmiðin eru samstarf sveitarfélaga um menning- arviðburði og skipulag menning- armála, samstarf sveitarfélaga um safnamál á Vesturlandi og að menn- ingarhús/félagsheimili verði nýtt enn frekar til menningarstarfs. Að lokum er eitt markmiðanna menn- ingartengt samstarf við Snorrastofu í Reykholti, Háskólann á Bifröst og Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Sem fyrr segir er skýrslan aðgengi- leg á heimasíðu SSV og þar má lesa nánar um vinnu við gerð hennar, að- gerðir sem lagðar eru til svo hægt sé að framfylgja markmiðum lykilþátt- anna fimm og hverjir framkvæmda- raðilar þeirra eru. kgk Menningarstefna Vesturlands hefur verið birt Fiðlusveitin Slitnir Strengir sem gerð er út frá Akranesi. Ljósm. úr safni. Það er ys og þys í Blómasetrinu Kaffi-Kyrrð í gamla sýslumanns- húsinu við Skúlagötu 13 í Borg- arnesi þegar ljósmyndari Skessu- horns kíkti þar við í liðinni viku. Þar rekur Svava Víglundsdóttir og fjölskylda hennar blómabúð, gjafa- vöruverslun og notalegt kaffihús er innaf versluninni. Samhliða því að gestir koma í verslunina eru ferða- menn sífellt að reka inn nefið enda margir á vappi um Borgarnes þótt aðventan sé gengin í garð. Sumir þeirra eru að vitja lykla að heima- gistingu sem fjölskyldan er með í útleigu á tveimur stöðum í bænum. Iðnaðarmaður kemur og kaupir vænan blómvönd fyrir elskuna sína og eldri kona er að velja sér skraut- muni til gjafa eða til að prýða heim- ilið. „Það er bara heilmikið að gera og vaxandi viðskipti,“ segir Svava. „Við leggjum mikið upp úr að vera með fallega gjafavöru, afskorin blóm og sífellt fleira heimafólk er að uppgötva vöruúrvalið hjá okkur. Við höfum aukið að vera með opin hús og kynningar sem heimamenn hafa verið duglegir að sækja. Hing- að koma líka ýmsir smærri klúbbar og félög og velja að funda eða bara hittast hér á kaffihúsinu. Hér er því mikið skrafað og oft skemmtilegt,“ segir Svava. Katrín Huld, dóttir Svövu, sýnir blaðamanni jólalegar skreytingar sem þau hafa gert og bregður á leik. Kyssir rembings- kossi gamlan jólasvein sem stend- ur úti á gólfi og gegnir því hlut- verki að bjóða gesti velkomna í hús. „Þessi hefur fylgt okkur alveg síð- an við vorum austur á Vopnafirði. Hann er yndislegur og mér þykir vænt um hann,“ segir Kata og tal- ar hlýlega til sveinka. Unnsteinn eiginmaður Svövu situr svo með fínlegan heimilshundinn í kjöltu sér og spjallar við gesti yfir kaffi- bolla. Ilmur af kertum, blómum og kryddi fyllir loftið svo það er bein- línis ómögulegt annað en detta fyr- ir alvöru í hið sanna jólaskap. mm Blómasetrið komið í jólabúninginn Katrín Huld innan við búðarborðið með nokkrar aðventuskreytingar fyrir framan sig. Styttur, kerti, skraut og ekki síst hin vinsæla vara frá finnskum frændum okkar í Ittala. Unnsteinn Arason með hund sinn Gosa, eðalhund af papillon kyni. Þessi skreyting beið þess að áhugasamur fagurkerfi keypti hana. Lágvaxinn skrautgróður býður gesti velkomna utan við Blómasetrið. Horft inn í notalega stofuna í Kaffi Kyrrð. „Þessi elska hefur fylgt okkur síðan við bjuggum fyrir austan.“

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.