Skessuhorn


Skessuhorn - 07.12.2016, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 07.12.2016, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2016 17 Nýttu nafnið þitt til að skrifa undir bréf til stjórnvalda sem brjóta mannréttindi. Vertu með í bréfamaraþoni Amnesty International í og í Vegna aukinna verkefna leitum við að starfsfólki í þvottahús/ræstingar Upplýsingar gefur Hafdís í síma 899-4964 og á netfangi hafdis@snokur.com ATVINNA SK ES SU H O R N 2 01 6 „Við erum komin með öll leyfi og opnuðum formlega fyrir bókanir á mánudaginn var,“ segir Berglind Vésteinsdóttir á Sauðafelli í Dölum í samtali við Skessuhorn fyrir helgi. Á Sauðafelli hefur hún ásamt eig- inmanni sínum, Finnboga Harð- arsyni, opnað gistiheimilið Sauða- fell Guesthouse í gamla íbúðarhús- inu. Húsið sem um ræðir var byggt árið 1897 og er útlit þess friðað. Berglind og Finnbogi greindu frá því í viðtali við Skessuhorn í haust að þau hafi ákveðið að fara þá leið að innrétta húsið í gömlum stíl og bera merki þess innanstokksmunir allir; sófar, borð, ljós og hvaðeina. Ljær það húsinu gamalt yfirbragð og í hverju herbergi má sjá leiftur frá liðinni tíð. Á gistiheimilinu eru fimm her- bergi með uppábúnum rúmum og gistirými fyrir allt að tólf manns hverju sinni og er morgunverður innifalinn. „Það mun reyndar eitt herbergi til viðbótar bætast við fyr- ir vorið. Síðan eigum við eftir að fínisera smávegis, bara smávægileg- ur frágangur á nokkrum stöðum. Þegar því er lokið verður haft sam- band við ferðaskrifstofur og þeim boðið í heimsókn,“ segir Berglind og kveðst sjá fram á spennandi tíma í ferðaþjónustunni. „Þetta leggst voða vel í okkur, spennandi tímar framundan og við hlökkum til að taka á móti gestum. Rúmin eru uppábúin og allir velkomnir, ís- lenskir sem erlendir,“ segir Berg- lind að lokum. Áhugasömum er bent á að hægt er að bóka gistingu á Sauðafell Gu- esthouse á booking.com, fylgjast með á Facebook-síðu gistihússins og ef einhverjar spurningar vakna hvetur Berglind fólk til að hafa samband á saudafell@saudafell.is. kgk Gistiheimilið á Sauðafelli hefur verið opnað Gistiheimilið Sauðafell Guesthouse er til húsa í gamla íbúðarhúsinu á Sauðafelli. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.