Skessuhorn


Skessuhorn - 07.12.2016, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 07.12.2016, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2016 11 Út er komin PISA skýrsla 2015 en hún sýnir námsárangur ungmenna í 10. bekk grunnskóla í saman- burði við jafnaldra þeirra erlendis. Þetta er í sjötta skipti sem Ísland er þátttakandi í PISA rannsókninni. Niðurstöður nú sýna að ekki er marktæk lækkun á lesskilningi og stærðfræðilæsi íslenskra nemenda á milli áranna 2012 og 2015. Hins vegar hefur orðið lækkun í læsi á náttúruvísindi. Gert er ráð fyr- ir að nemandi bæti sig að jafnaði um sem nemur 30 stigum í PISA á hverju ári og samkvæmt þess- um mælikvarða er lækkun í læsi á náttúruvísindi á Íslandi um hálft ár. Ísland er þó ekki eitt Norður- landanna sem sýnir lækkun í læsi á náttúruvísindi en það hefur einn- ig versnað í Svíþjóð og mest er lækkunin í Finnlandi eða því sem nemur heilu skólaári í samanburði við finnska 15 ára nemendur árið 2006. Á sama tíma bæta norskir og danskir nemendur sig. Árangur ís- lenskra nemenda er lakari en hjá hinum Norðurlöndunum í fögun- um þremur eins og sjá má á með- fylgjandi mynd. mm Jólabingó Lyngbrekku! Fimmtudaginn 15. desember kl. 20:00 í félagsheimilinu Lyngbrekku verður hið bráðskemmtilega og árlega Jóla- bingó Kvenfélags Álfthreppinga. Í ár er það til styrktar hins mikilvæga starfs Krabbameinsfélags Borgarfjarðar. Þetta verður hin besta fjölskylduskemmtun og að vanda verða flottir og veglegir vinningar í boði sem geta lífgað upp á skammdegið nú í aðdraganda jóla. Því miður verður ekki posi á staðum en spjaldið mun kosta 700 kr. Hlökkum til að sjá sem flesta í jólaskapi. Kvenfélag Álfthreppinga SK ES SU H O R N 2 01 6 Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 6 1245. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjar- þingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 13. desember kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0. Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir: Sjálfstæðisflokkurinn í Stúkuhúsinu, • laugardaginn 10. desember kl. 10.30. Björt framtíð að Smáraflöt 1, mánudaginn • 12. desember kl. 20.00. Samfylkingin í Stjórnsýsluhúsinu, 1. hæð, Still• holti 16-18, laugardaginn 10. desember kl. 11.00. Frjálsir með Framsókn í Haraldarhúsi, Vestur• götu 32, kjallara, gengið inn frá palli, mánudaginn 12. desember kl. 20.00. Bæjarstjórnarfundur Versnandi læsi í náttúruvísindum hér á landi Undanfarin sjö ár tæplega, eða frá því í marsmánuði 2010, hefur List- og handverksfélag Akraness og ná- grennis rekið verslunina Gallerí Urmul við Kirkjubraut 54 á Akra- nesi, Skagamollinu svokallaða. Þar hefur verið hægt að fá ýmiskon- ar handverk, allt frá lopapeysum til leirlistar. Nú hillir hins vegar und- ir lok verslunarinnar. „Við erum að hætta með verslunina. Hér verður opið þar til á hádegi á aðfangadag og síðan flytjum við út á áramót- um,“ segir Eygló Gunnarsdóttir, formaður List- og handverksfélags Akraness og nágrennis, í samtali við Skessuhorn. Hún segir að smám saman hafi fækkað í þeim hópi hand- verks- og listafólks sem hefur í sam- einingu haldið Gallerí Urmul gang- andi. Fækkunin sé af ýmsum ástæð- um. Undanfarin ár hefur um 15 manna kjarni félagsmanna staðið að því að halda versluninni opinni og kringum átta manns borið hitann og þungann af daglegum rekstri, skipt með sér vöktum og fleira slíkt. „Það hefur einfaldlega ekki ver- ið næg endurnýjun í hópnum þeg- ar aðrir hafa dottið út, hverjar sem ástæður þess eru, til að halda þessu gangandi. Síðan verður líka að við- urkennast að það hefur ekki verið alveg nægilega mikil sala til að við sjáum einhvern ávinning af því að halda úti verslun,“ segir Eygló. „Þó höfum við séð aukningu erlendra viðskiptavina með vaxandi ferða- mannastraumi. Við höfum til dæm- is aldrei selt jafn margar lopapeysur og á undanförnu ári. En það dugar ekki til, því reksturinn hefur engu að síður alla tíð byggt á sölu til heima- manna og hún hefur minnkað,“ seg- ir hún og telur ýmislegt spila þar inn í. „Það er mín reynsla, sem ég hef heyrt að ég deili með mörgum örð- um, að í góðæri þá dregst saman sala í hvers konar handverki og heima- gerðum munum,“ segir Eygló. Af ofangreindum ástæðum hefur list- og handverksfélagið því ákveð- ið að hætta rekstri verslunarinn- ar Gallerí Urmuls en Eygló tekur skýrt fram að félagið sé hvergi nærri hætt sinni starfsemi, hún verði bara með öðrum hætti. „Félagsskapur- inn mun halda áfram að hittast og ég merki það að félagar eru tilbúnir að prófa eitthvað nýtt og leita nýrra leiða til að selja sitt handverk. Við munum í framtíðinni frekar ein- blína á að selja okkar vörur á mörk- uðum,“ segir Eygló Gunnarsdóttir að lokum. kgk Rekstri Gallerí Urmuls verður hætt á áramótum Síðan 2010 hefur verið hægt að fá hvers kyns handverk í verslun Gallerí Urmuls og hafa lopapeysurnar þar skipað sinn sess. Púðar, myndir, barnaföt, jólakúlur, handklæði og ýmislegt fleira í hillunum. Árlegt jólaútvarp Nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi verð- ur sent út frá Óðali dagana 12.-16. desember næstkomandi. Allir bekkir Grunnskólans í Borgarnesi koma að dagskrárgerðinni. Handritagerð fyrir jólaútvarpið fór fram í skólanum sem sérstakt verkefni í íslensku og er met- ið til einkunnar. Sem fyrr er dagskráin með fjöl- breyttu sniði. Útsendingar hefjast með ávarpi útvarpsstjóra kl. 10 að morgni mánudagsins 12. desember. Fyrri part dags, alla útsendingardag- ana, munu óma á öldum ljósvakans áður hljóðritaðir þættir bekkja grunn- skólans. Síðan flytja unglingarnir sína þætti í beinni útsendingu. Auk þess verða nemendur úr 9. og 10. bekk Laugargerðisskóla með þátt, sem og nemendur Menntaskóla Borgar- fjarðar og Sv1; leikfélag MB. Einnig verður Húsráð félagsmiðstöðvarinn- ar Óðals með þátt. Inn á milli verð- ur spiluð tónlist, allt frá jólatónlist til laga unga fólksins og tónlistar sem ómað hefur í áranna rás. Á hverjum degi kl. 12 á hádegi verða fluttar fréttir og veðurfréttir af fréttastofu útvarpsins. Hápunkturinn í dagskrá fréttastofunnar verður sem fyrr umræðuþátturinn „Bæjarmálin í beinni“ sem útvarpað verður kl. 13:00 föstudaginn 16. desember. Þar verða málin rædd með góðum gestum úr atvinnulífinu, íþrótta- og menning- arstarfinu auk þess sem sveitarstjórn og sveitarstjóri eru væntanleg í hljóð- stofu. Dagskrá jólaútvarps NFGB lýkur síðan kl. 19 að kvöldi föstu- dagsins með kveðju útvarpsstjóra og lokahófi. Áhugasömum er bent á að ítar- lega dagskrá jólaútvarps NFGB með tímasetningum og upplýsingum um stjórnendur allra útvarpsþáttanna er að finna í auglýsingu í Skessuhorni vikunnar. Sent verður út á tíðninni FM 101,3 en einnig verður hægt að hlusta á dagskránna á netinu á heima- síðu Grunnskólans í Borgarnesi, www.grunnborg.is. kgk Jólaútvarp NFGB í loftið á mánudag Svipmynd úr hljóðverinu þegar nem- endur Grunnskólans í Borgarnesi útvörpuðu frá Óðali á síðasta ári.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.