Skessuhorn


Skessuhorn - 07.12.2016, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 07.12.2016, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2016 25 Íslandsmeistarmótið í línuklifri fór fram í Björkinni í Hafnarfirði um helgina en keppt var í þrem- ur aldursflokkum. Klifurfélag ÍA sendi fjóra klifrara til þátttöku og er þetta í fyrsta sinn sem ÍA tekur þátt í slíku móti. Mótið fór þannig fram að klifrarar fara allir tvær leið- ir og fjórir efstu í hverjum flokki fara áfram í úrslitaleið. Í flokki 11-12 ára kepptu Hekla Krist- leifsdóttir, Gyða Alexandersdótt- ir og Hjalti Rafn Kristjánsson, öll 11 ára. Öll toppuðu þau fyrstu leið en leið tvö var öllu stífari og tókst þeim ekki að ljúka henni. Þar með luku þau keppni með mikilli prýði og reynslunni ríkari. Í unglinga- flokki, 13-15 ára, keppti Brimrún Eir Óðinsdóttir. Hún klifraði vel í fyrstu leið og komst næst-hæst keppenda, en Gabríela Einarsdótt- ir úr Klifurdeild Bjarkanna var sú eina sem toppaði fyrri leiðina. Í annarri leið klifraði Brimrún vel framan af en tókst ekki að leysa erf- iðan kafla í leiðinni og datt í miðri leið. Gabríela fór með örugga for- ystu inn í síðustu leiðina en annað sætið var galopið. Brimrún Eir átti því möguleika á að tryggja sér ann- að sætið en klaufaleg byrjun í snú- inni og tæknilega erfiðri leið varð til þess að hún datt snemma í leiðinni á meðan Bjarkarstúlkurnar Gabrí- ela og Hlédís Ýmisdóttir klifruð hærra. Hvorugar náðu þó að toppa leiðina en það var nóg til að Gabrí- ela tryggði sér Íslandsmeistaratitil- inn örugglega og Hlédís fékk silf- urverðlaun. Brimrún Eir náði því flottu þriðja sæti og þar með brons- verðlaun á sínu fyrsta Íslandsmeist- armóti. Prýðilegur árangur hjá ÍA krökkunum á þessu fyrsta móti og óskum við þeim innilega til ham- ingju. þs Íslandsmeistaramótið í línuklifri fór fram um helgina Brimrún Eir Óðinsdóttir er fyrsti verðlaunahafi ÍA á Íslandsmeistaramóti í klifri, en hún hreppti þriðja sætið í sínum flokki. Laugardaginn 10. desember verður jólaleg samverustund í Garðakaffi á Safnasvæðinu á Akranesi. Þar verða í boði dýrindis smákökur og annað gúmelaði, heitt kakó og kaffi. Hægt verður að föndra jólaföndur, skreyta piparkökur og skoða gömul jólakort. Tónlistarfólkið Valgerður og Doddi sér um að leika jólatónlist fyrir gesti og bjóða einnig upp á „opinn hljóð- nema“ frá kl. 14-15. Þá geta gestir stigið á stokk og sungið jólalög við „lifandi“ undirleik. Samveran stend- ur frá kl. 14-17. Verð fyrir 10 ára og yngri: 800 krónur. Fyrir eldri en 10 ára: 1700 krónur. Síðasta jólasamvera vakti mikla lukku svo nú er um að gera að fá sér bíltúr upp á Akranes og eiga þar góðan dag með fjölskyldunni. -fréttatilkynning Ljósm. Valgerður Jónsdóttir. Jólasamvera í Garðakaffi Ingibjörg Huld Halldórsdótt- ir er borgfirskur listamaður sem um þessar mundir er með áhuga- verða sýningu í Gerðubergi. Sýn- ingin nefnist Skömmin er svo lík mér. Í sýningarskrá segir að við- fangsefni sýningarinnar sé skugga- hlið persónuleikans, faldar tilfinn- ingar, skömm og tabú. „Hér er hægt að horfast í augu við óþægi- legar tilfinningar sem við reynum að halda niðri í daglegu lífi. Sýn- ingin er margslungin og tekst á við viðfangsefnið á marga vegu, en öll eiga verkin það sameigin- legt að hafa grímuna sem viðfangs- efni. Gríman skýlir persónuleik- anum, er margbreytileg og sýn- ir líðan þess er hana ber. Skörp form, óhefðbundnar litasamsetn- ingar og nákvæmt handverk fanga athygli áhorfandans og velta upp ótal spurningum um mig og þig - og skuggana okkar.“ Myndlistamaðurinn Ingibjörg Huld Halldórsdóttir er fædd og uppalin í Borgarfirði. Hún lærði arkitektúr í Kaupmannahöfn og Lyon í Frakklandi og hefur unn- ið sem arkitekt og hönnuður sam- hliða listsköpun. Hún hefur tekið þátt í bæði einka- og samsýningum ytra. Þetta er fyrsta einkasýning Ingibjargar hér á landi. Sýningin í Gerðubergi er opin alla virka daga frá kl. 9 - 18 og um helgar frá kl. 13 - 16. -fréttatilkynning Ingibjörg Huld með sýningu í Gerðubergi Ingibjörg Huld með dóttur sína. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir kylf- ingur úr GR skrifaði nýjan kafla í golfsögu Íslands á sunnudaginn þegar hún varð önnur á lokaúr- tökumótinu fyrir LGPA mótaröð- ina, keppni fremstu atvinnukylf- inga heims. Ólafía lék lokahringinn á einum yfir pari, eða 73 höggum, en Jaye Marie Green frá Bandaríkj- unum tryggði sér sigur með því að fá fugl á lokaholunni. Alls komast 20 efstu inn á LPGA mótaröðina og má gera ráð fyrir að Ólafía fái tækifæri á fyrsta mótinu sem spil- að verður á Bahamas í lok janú- ar á næsta ári. Með árangri sínum á lokaúrtökumótinu tryggði Ólafía sér sæti í 12. flokki á LPGA móta- röðinni. Það þýðir í raun að hún er í sæti 119-138 á styrkleikalist- anum. Miklu máli skipti fyrir hana að vera svona ofarlega á lokaúrtök- umótinu því þá er hún ávallt fremst í röðinni í þessum styrkleikaflokki þegar kemur að því að deila út sæt- um á þeim mótum sem eru á LPGA mótaröðinni. Í fyrra fengu 15 kylf- ingar af þeim 20 sem tryggðu sér keppnisrétt á LPGA á lokaúrtök- umótinu tækifæri á fyrsta móti á tímabilinu 2016. Og á öðru mótinu fengu rúmlega tíu af nýliðunum tækfæri. „Þetta er ótrúleg tilfinning og ég er enn að átta mig á þessu. Ég var aldrei stressuð en ég var aðeins farin að þreytast. Það var erfitt að halda einbeitingunni, en ég náði að einbeita mér að einu höggi í einu. Ég hugsaði sem minnst um golf þegar ég var komin af vellinum, fór að versla og horfði á Friends þætti og eitthvað slíkt. Ég þakka aðstoð- armanninum mínum í mótinu fyrir árangurinn, fjölskyldunni, Forskoti, það eru svo margir sem ég þarf að nefna. Án þeirra væri ég ekki hérna. Ég þarf ekki að fara á lokaúrtök- umótið fyrir Evrópumótaröðina og ég ætla að út að borða í kvöld og fagna síðan almennilega þegar ég kem heim til “ sagði Ólafía í samtali við golf.is þegar úrslitin lágu fyrir á sunnudaginn. mm Ólafía Þórunn skrifar nýjan kafla í golfsögu landans Inside Out ljósmyndasýning Stein- unnar Matthíasdóttur í Búðar- dal var opnuð í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri laugardag- inn 26. nóvember og stóð til síð- astliðins sunnudags. Sýninguna nefndi hún Respect elderly og er hún liður í Inside Out Project sem gert er út frá New York af franska listamanninum JR í samvinnu við Ted Prize verðlaunin. Inside Out gjörningur Steinunnar var fram- kvæmdur í Búðardal í sumar þar sem risamyndir af 64 eldri borg- urum voru límdar á húsveggi við þjóðveginn og standa enn. Einn- ig var 14 mynda úrtak sett upp hjá kirkjutröppum Akureyrarkirkju sem hluti af listasumri en í annarri útfærslu en tíðkast hjá Inside Out Project. Fyrstu helgi aðventu voru svo allar myndirnar settar upp í listagelleríinu Mjólkurbúðinni en með því var sýningin fullkláruð á Akureyri. Steina valdi að vinna með eldri borgara og draga athygli að mál- efnum þeirra, með virðinguna að leiðarljósi. Unnið er með gleðina í verkunum og skilaboð send til vegfarenda þar sem þeir hafa ver- ið hvattir til að finna gleðina, taka sjálfsmyndir með myndunum og deila með heiminum í gegnum samfélagsmiðla. „Hvers vegna? Jú, galdurinn felst í því að draga enn frekari athygli að eldri borg- urum með hjálp samfélagsmiðla, alveg óháð stað og stund. Þannig hafa skilaboðin verið send út með hjálp þeirra fjölmörgu sem hafa tekið þátt í gjörningnum,“ seg- ir Steina. Myndirnar standa enn uppi í Búðardal og geta vegfarend- ur tekið þátt í gjörningnum eitt- hvað áfram. mm Athygli að eldri borgurum með virðingu að leiðarljósi Steina Matt framan við tvær af Inside Out Project myndunum hennar í Búðardal. Ljósm. Björk Gunnarsdóttir. Ekki er nóg með að nöfn þess- ara eininga, sem getið eru um í fyrirsögn, séu keimlík heldur er umfjöllunarefni þeirra að mörgu leyti það sama; eða matur. Það þarf því ekki að koma á óvart að almenningur rugli þeim sam- an. Þannig sá Matís ástæðu til að senda sérstaka fréttatilkynn- ingu frá sér um nöfn þessara fyr- irtækja og stofnana í kjölfar mik- illar umræðu um hlutverk eftir- litsstofnana með matvælavinnslu og landbúnaði. Matvælastofnun (MAST) sinnir stjórnsýslu, eftirliti, fræðslu og þjónustu við sjávarútveg, landbún- að, fyrirtæki og neytendur í þeim til- gangi að stuðla að heilbrigði og vel- ferð dýra, heilbrigði plantna og ör- yggi, heilnæmi og gæðum matvæla. Staðsetning er á Selfossi og Stór- höfða 23 í Reykjavík. MATVÍS er félag iðnaðarmanna í matvæla- og veitingagreinum, þ.e.a.s. bakara, kökugerðarmanna, fram- reiðslumanna, kjötiðnaðarmanna, matreiðslumanna, nema og ann- arra sem starfa við framreiðslu, matreiðslu og sölu á matvælum og félagið ákveður að veita við- töku. Staðsetning: Stórhöfða 31 í Reykjavík. Matís er þekkingarfyrirtæki sem sinnir fjölbreyttu rann- sókna,- þjónustu- og nýsköpun- arstarfi í matvæla- og líftækni- iðnaði. Matís veitir ráðgjöf og þjónustu til fyrirtækja í sjávarút- vegi og landbúnaði, sem og ís- lenska ríkinu. Sem dæmi kemur Matís að þróun á nýjum vörum og ferlum fyrir fyrirtæki og hefur mikilvægu hlutverki að gegna varð- andi gæði og öryggi matvæla. Matís gegnir engu eftirlitshlutverki. Stað- setning: Vínlandsleið 12 og á nokkr- um stöðum á landsbyggðinni. mm Matís er ekki Matvís og heldur ekki MAST

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.