Skessuhorn


Skessuhorn - 07.12.2016, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 07.12.2016, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2016 9 Melissa Sous Vide Tæki Verð: 17.995 Fissler 29.995 CrushCrind Verð frá 5.495 Zone 12.350 DUTCHDELUXES Verð frá 9.950 frá 89.995 Melissa Þjóðbraut 1 - Akranesi - sími 431 3333 - www.gjafahus.is Lagt er til að sveitarfélögum verði fækkað úr 74 í níu í nýrri skýrslu efnahagssviðs Samtaka atvinnulífs- ins um stöðu og framtíð sveitarfé- laga á Íslandi. Segir efnahagsvið það geta orðið einn lið í eflingu sveitar- félaga og það hafi í sér margvíslega hagræna kosti. Yrðu þessar tillögur að veruleika yrði Vesturland allt til dæmis eitt sveitarfélag sem næði frá Hvalfjarðarbotni í suðri að botni Gilsfjarðar í norðri og með tæplega 16 þúsund íbúa. Nú eru sveitarfé- lögin á þessu svæði tíu talsins. Í upphafi skýrslunnar segir að þrátt fyrir að tekjur íslenskra sveit- arfélaga á hvern íbúa, metnar á föstu verðlagi, hafi hækkað um fjórð- ung síðastliðin 14 ár hafi afkoma sveitarfélaganna versnað. „Útgjöld sveitarfélaga hafa aldrei verið meiri og var sameiginleg rekstrarniður- staða þeirra neikvæð árið 2015. Þó afkoma stærstu sveitarfélaganna á fyrri árshelmingi þessa árs gefi til- efni til aukinnar bjartsýni má lítið út af bregða til að staðan breytist sviplega og gæti órói á vinnumark- aði og vaxandi launakostnaður snú- ið góðri stöðu,“ segir í skýrslunni. Þá segir að fjárfestingar sveitarfé- laga hafi dregist saman undanfarin ár og upp hafi safnast talsverð þörf fyrir fjárfestingar. Þó bjartsýni gæti í áætlunum stærstu sveitarfélaga og áformaðar séu allnokkrar fjár- festingar á komandi árum samhliða batnandi afkomu þá segir í skýrsl- unni að töluverður viðsnúningur þurfi að verða á rekstri þeirra til að slík áform geti gengið eftir. Efna- hagssvið lýsir yfir áhyggjum sínum á slakri rekstrarafkomu sveitarfé- laga á hagvaxtarskeiði undanfar- inna sex ára þrátt fyrir að skattpró- sentur séu flestar í botni, því hag- vaxtarskeiðið muni taka enda einn daginn. „Í ljósi alvarlegrar skulda- stöðu er nauðsynlegt að sveitarfé- lögin dragi úr útgjöldum og búi í haginn fyrir erfiðari tíma.“ Núgildandi fjármála- reglur ekki nógu góðar Efnahagssvið segir þær fjármála- reglur sveitarfélaga sem tóku gildi árið 2012 ekki fullnægjandi, en þeim er tvískipt í jafnvægis- og skuldareglu. „En þó er nánast ekk- ert fjallað um jafnvægisregluna og öll áherslan lögð á skuldaregluna.“ Enn fremur segir að sautján stærstu sveitarfélög landsins hefðu aðeins í helmingi tilvika uppfyllt jafnvægis- regluna frá 2004 og fjögur uppfylla ekki enn skuldaregluna. Efnahags- svið segir mikilvægt að fjármála- reglur séu einfaldar og gagnsæjar, þá verði eftirfylgnin meiri, en slíkt skorti í núgildandi reglum. Þá telur efnahagssvið sveitar- félögin of mörg og smá, fjöldi ís- lenskra sveitarfélaga sé svipaður og á Norðurlöndunum þrátt fyrir að Íslendingar séu álíka margir og íbú- ar eins landshluta hjá frændþjóðum okkar í Skandinavíu. Enn frem- ur segir að á Norðurlöndunum sé sveitarstjórnarstigið burðugra og opinber grunnþjónusta að mestu í höndum sveitarfélaganna. Vilja stærri sveitarfélög og breyttar reglur „Sé vilji til að auka umfang sveit- arstjórnarstigsins á Íslandi og færa verkefni í auknum mæli til sveitar- félaga þarf að efla þau og stækka,“ segir í skýrslunni og þá segir enn fremur að erfið staða sveitarfélag- anna hreinlega kalli á breyting- ar. Fyrsta skrefið sem efnahags- svið leggur til er að sveitarfélögum verði fækkað úr 74 í níu með sam- einingum. „Hagrænu áhrifin af sameiningu sveitarfélaga eru marg- vísleg. Sveitarfélögin verða sam- bærilegri að stærð sem gerir sam- anburð milli sveitarfélaga auðveld- ari. Auðveldari samanburður eykur aðhald við rekstur einstakra sveitar- félaga og dýpkar umræðu um stöðu þeirra. Með stærri og öflugri sveit- arfélög skapast svigrúm til að lækka stjórnsýslukostnað á íbúa og auka skilvirkni. Hagræðing í rekstri býr til aukin tækifæri til að veita íbúum betri þjónustu eða þjónustu sem hefur áður ekki staðið til boða. Þá skapast tækifæri til að efla sveitar- stjórnarstigið og færa fleiri stór verkefni frá ríki til sveitarfélaga og þar með færa þjónustuna nær íbú- unum.“ Í öðru lagi lagt til að breyting- ar verði gerðar á fjármálareglum, í stað jafnvægisreglu verði innleidd útgjaldaregla. Slíkar reglur nái til grunnforsendu hallareksturs, stuðli að jöfnun hagsveiflunnar, virkari forgangsröðun auk þess sem út- gjaldaregla sé einföld, gagnsæ og auðvelt að fylgja eftir. Þriðja skrefið, sem tekið yrði þegar fyrstu tvö hafa verið stigin, yrði síðan að auka umfang sveitar- stjórnarstigsins. „Stærri og öflugri sveitarfélög eru betur í stakk búin til að auka gæði þjónustu sinnar við íbúa án frekari fjárútláta og taka á sig fleiri verkefni og þannig færa þjónustuna nær íbúum landsins,“ segir í skýrslu efnahagssviðs Sam- taka atvinnulífsins. kgk Leggja til að sveitarfélög landsins verði níu Þannig leggur efnahagssvið Samtaka atvinnulífsins til að sveitarfélagaskipan Íslands verði eftir sameiningar. Eins og sjá má á myndinni, sem klippt er úr skýrslunni, yrði Vesturland eitt sveitarfélag sem næði frá botni Hvalfjarðar í suðri að botni Gils- fjarðar í norðri. Þá yrði höfuðborgarsvæðinu skipt upp í tvö sveitarfélög.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.