Skessuhorn


Skessuhorn - 07.12.2016, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 07.12.2016, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 201620 Í síðustu viku sýndi leiklistarval Grundaskóla á Akranesi leikverk- ið Dýrin í Hálsaskógi. Sýning- arnar voru nokkrar talsins og var sýnt fyrir fullu húsi nemenda, elstu barna á leikskóla og foreldra nem- enda í leiklistarvali. Sýningin var hin glæsilegasta og lögðu krakk- arnir mikinn metnað í hana. Leik- myndin var smíðuð af nemendum skólans og ljóst að allir lögðu hart að sér sem komu að sýningunni. Að vanda voru það þeir Gunnar Sturla Hervarsson og Einar Viðarsson sem fóru með leikstjórn. grþ/Ljósm. Grundaskóli Dýrin í Hálsaskógi sýnd í Grundaskóla Sýning krakkanna var hin glæsilegasta og vakti mikla lukku. Hérastubbur bakari og bakaradrengurinn í Hálsaskógi. Hér er Mikki refur sofnaður við söng Lilla klifurmúsar. Lokahóf útskriftarnema við Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akra- nesi var haldið síðastliðinn fimmtu- dag. Af því tilefni mættu útskriftar- nemar í skólann klæddir sem tölvu- leikjapersónurnar Super Mario og félagi hans Luigi og hófu þeir dag- inn á því að bjóða starfsfólki skólans í morgunmat. Á meðan aðrir nem- endur skólans sátu í fyrstu kennslu- stund dagsins hituðu útskriftarnem- arnir upp fyrir skemmtun á sal sem stóð milli klukkan 9:30 og 10. Eft- ir snemmbúinn hádegisverð héldu nemendur í óvissuferð og lauk gleð- skapnum um kvöldið þegar jóla- ball nemendafélagsins var haldið á Gamla Kaupfélaginu þar sem DJ Ívar Eyþórs sá um að skemmta nem- endum. grþ/Ljósm. FVA. Dimission á Akranesi Brugðið á leik uppi á sviði á sal skólans. Líkt og hefð er fyrir var morgun- verðurinn snæddur í skólanum ásamt kennurum. Grænklæddir „Luigi“ nemar ásamt rauðklæddum Super Mario nemendum. Þessar stúlkur tóku sig vel út sem píparinn Super Mario. Við sögðum frá því í síðasta Skessu- horni að í liðinni viku var unnið við þökulagningu í Snæfellsbæ. Haust- ið hefur víðar verið milt, en með- fylgjandi mynd er tekin í Búðardal um liðna helgi. Eins og sjá má er grasið töluvert kraftmikið og fal- lega grænt þótt kominn sé desemb- er. mm/ Ljósm. sm. Allt er iðagrænt á aðventu Út er komin ljóðabókin „Sonnettur síkvikra daga“ eftir Bjartmar Hann- esson bónda á Norður-Reykjum í Borgarfirði. Bjartmar hefur í gegn- um tíðina samið og flutt gamanvís- ur við hin ýmsu tækifæri og gefið út geisladiskana Sögur úr sveitinni og Fleiri sögur úr sveitinni. Þá hef- ur hann samið tvær revíur sem sett- ar hafa verið upp af leikdeild Umf. Reykdæla í Logalandi. Sonnettur síkvikra daga er fyrsta ljóðabók höfundar og hefur að geyma 31 ljóð í sonnettu-formi. Farið er um víðan völl í efnistök- um, m.a. staldrað við í smókpásu með Fidel Castro og Che Guevara, ástin fundin á Mímisbar í Bænda- höllinni, Lúkas fundinn í Hlíðar- fjalli og Livingstone fundinn í Belg- ísku Kongó. Einnig skjóta upp koll- inum jöfrar úr tónlistarheiminum, svo sem, Elvis Prestley, Dúmbó af Akranesi, Doctor Hook og Steini Spil. Bókin er um 40 síður og er prentuð hjá Fjölritunar- og útgáfu- þjónustunni í Borgarnesi. Höfund- ur gefur sjálfur bókina út og þeir sem vilja eignast hana geta sent póst á netfangið: nordurreykir@ emax.is eða hringt í síma 435-1219, 847-1219 eða 867-1991. Auk þess verður bókin seld í búrekstrardeild Kaupfélags Borgfirðinga í Borgar- nesi. mm Bjartmar gefur út Sonnettur síkvikra daga Bjartmar heldur hér á eintaki af bókinni. Á bakvið hann er málverk af afa hans, Þorsteini Einarssyni í Giljahlíð. Bjartmar segir afa sinn hafa alið sig upp að hluta og gamli maðurinn hafi verið örlagavaldur í að hann fór að rækta skáldagenin.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.