Skessuhorn


Skessuhorn - 07.12.2016, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 07.12.2016, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 201610 Lögreglustjórafélag Ís- lands sendi á mánu- dag frá sér yfirlýsingu til nýs þings, sem kom saman í gær, þriðju- daginn 6. desember, þar sem lögreglustjórar landsins kveðast binda vonir við auknar fjár- heimildir til lögregl- unnar í nýju fjárlaga- frumvarpi. „Starfandi lögreglumönnum við lögregluembætti og hjá Lögregluskóla ríkisins fækkaði um 70 á tíma- bilinu febrúar 2007 til febrúar 2016 og þeim fer enn fækkandi. Sam- kvæmt fjárlögum fara um 10,8 milljarðar kr. til lögregluembætta í ár en sam- kvæmt upplýsingum úr innanrík- isráðuneytinu kemur til viðbótar þeirri fjárhæð einskiptis fjárfram- lag að fjárhæð 238 milljónir kr. Lög- regluembætti landsins voru rek- in með halla á síðasta ári og rekstr- arhalli stærstu embætta hefur ver- ið viðvarandi mörg undanfarin ár. Samkvæmt lögum um opinber fjár- mál, sem tóku gildi 1. janúar 2016, er hallarekstur hvorki í boði né um- semjanlegur enda skýrt tekið fram í lögunum að útgjöld umfram fjár- heimild í árslok skulu dragast frá fjárheimild næsta árs,“ segir í yfir- lýsingunni. Þá benda lögreglustjórar á að á tímabilinu 2007 til 2015 hafi íbúum á landinu fjölgað um 21 þúsund, þar af hefur íbúum í lögregluumdæm- um á höfuðborgarsvæðinu fjölgað um rúmlega 19 þúsund manns. Þá hafi vaxandi fjöldi ferðamanna einn- ig sitt að segja. Heildarfjöldi ferða- manna sem hingað komu árið 2015 jafngilti meira en 35 þúsund íbú- um á Íslandi yfir sumarmánuðina, m.v. tölur Hagstofunnar um fjölda gistinátta og gera megi ráð fyrir að þessi tala sé enn hærri. „Að mati lögreglustjóra er brýnt að fjölga al- mennum lögreglumönnum við störf til að tryggja lágmarksviðveru þeirra á vakt á lögreglustöðvum vítt og breitt um landið og að viðbragð lög- reglu við neyðarútköllum geti talist viðunandi í öllum tilvikum,“ segir í yfirlýsingunni. Lögreglustjórar leggja í yfirlýs- ingunni áherslu á að í áhöfn lög- reglubíla verði ávallt tveir lögreglu- þjónar, að styrkja þurfi tölvu- og tæknirannsóknir og segja mikla þörf fyrir endurnýjun hvers kyns búnað- ar. „Áætluð fjárþörf lögregluemb- ætta er um 5 milljarðar kr. umfram fjárheimildir ársins 2016,“ segir í yf- irlýsingunni en undir hana ritar Úlf- ar Lúðvíksson, formaður Lögreglu- stjórafélags Íslands og lögreglustjóri á Vesturlandi. Úlfar sagði í samtali við mbl.is á mánudag að félagið væri með yfirlýsingunni að vekja athygli þingheims á stöðu lögreglunnar á Íslandi. „Það vantar mikið upp á ef vel á að vera. Við erum að tala um fimm milljarða til að koma lögregl- unni á mjög góðan stað,“ segir Úlf- ar. kgk/ Ljósm. úr safni. Fyrirtækið Spölur ehf., sem á og rekur Hvalfjarðargöng, hefur fest kaup á og tekið í notkun nýjan vél- sóp sem verður notaður til að vinna gegn rykmyndun í göngunum. Ryk- myndun er sérlega hröð að vetrin- um þegar margir vegfarendur aka bílum á negldum hjólbörðum. Sem kunnugt er eru göngin þrif- in með stórvirkum ryksugu- og þvottabílum að hausti og vori. Það er gert að næturlagi og þá er lokað fyrir umferð á meðan. Á heimasíðu Spalar segir frá því að sú hugmynd hafi kviknað hjá starfsmönnum fyr- irtækisins á liðnu vori að félagið myndi kaupa vélsópa sem notaður yrði til að halda göngunum hrein- um milli stóru vor- og haustþrif- anna, ekki síst að vetri þegar nagla- dekk bifreiða þyrla upp ryki marg- falt á við það sem gerist að sumri. Starfsmönnum bárust til eyrna fregnir af sýningu í Þýskalandi þar sem yrðu vélsópar af ýmsu tagi til sýnis. Fulltrúar fyrirtækisins fóru utan, fundu álitlegan sóp sem fyrir- tækið keypti. Tækið var síðan próf- að eina nóttina snemma í síðasta mánuði og að því er segir á heima- síðu Spalar var reynslan í samræmi við væntingar. „Auðvelt er að sópa upp ryki af vegöxlum og í útskotum og þetta er unnt að gera síðla nætur, þegar umferð er sáralítil, án þess að loka göngunum,“ segir á heimasíðu Spalar. Starfsmenn Meitils ehf. á Grundartanga munu sjá um að þrif ganganna á nýja sópnum. „Þannig ætti að vera unnt að minnka ryk- mengunina umtalsvert, sem er bæði öryggisatriði og í þágu vegfarenda á allan hátt að hafa sem hreinast loft í kringum sig á ferð undir fjörðinn.“ kgk Spölur kaupir vélsóp til að þrífa göngin Sópurinn sem nú verður brúkaður til þrifa í Hvalfjarðargöngum milli stóru vor- og haustþrifanna. Ljósm. spolur.is. „Neytendasamtökin fagna því að öll stóru fjarskiptafyrirtækin skuli nú hafa hætt við gjaldtöku af neyt- endum vegna notkunar rafrænna skilríkja. Þar með hafa þau í raun fallist á kröfu samtakanna um gjald- frelsi neytenda þar sem óveruleg- ur kostnaður fellur á fjarskiptafyr- irtækin vegna notkunar rafrænna skilríkja. Engin efnisleg rök eru því fyrir gjaldheimtunni,“ segir í til- kynningu frá Neytendasamtökun- um. Staðan nú er því sú að ekkert hinna stóru fjarskiptafyrirtækja hér á landi munu taka gjald af neytend- um fyrir notkun rafrænna skilríkja. Á undanförnum vikum hafa Neytendasamtökin átt í samræð- um við fyrirtækið Auðkenni og fjarskiptafyrirtækin NOVA, Voda- fone og Símann vegna gjaldtöku rafrænna skilríkja. „Það er ljóst að Auðkenni, sem heldur utan um raf- ræn skilríki, hefur ekki hafið gjald- töku vegna notkunar þeirra og mun að minnsta kosti ekki krefjast gjalds fyrr en eftir árið 2017. Þó hafði NOVA þegar byrjað að taka gjald af sínum viðskiptavinum og fjar- skiptafyrirtækið Vodafone ætlaði að hefja gjaldtöku nú um mánaðamót- in. Þannig töldu fjarskiptafyrirtæk- in sig hafa orðið fyrir verulegum kostnaði vegna rafrænna skilríkja þar sem viðskiptavinir þurftu að fá ný SIM-kort til þess að geta virkjað skilríkin. Neytendasamtökin kröfð- ust þess að fyrirtækin endurskoði þá afstöðu sína að láta neytend- ur greiða fyrir notkun skilríkjanna þar sem engar efnislegar forsend- ur væru fyrir slíkri gjaldtöku og nú hafa fyrirtækin fallið frá gjaldtök- unni,“ segir í frétt Neytendasam- takanna um málið. mm Ekkert fjarskiptafyrirtæki mun taka gjald fyrir rafræn skilríki Nýverið var komið upp um viða- mikinn leka á Netinu þar sem nálg- ast má milljónir lykilorða í tölvur og þar af mörg íslensk. „Sænska sjónvarpið SVT hefur fjallað ít- arlega um málið en 10 milljónir sænskra lykilorða eru aðgengileg á Netinu. Með aðstoð öflugs tölvu- hakkara fundu þáttargerðamenn hjá SVT Dold milljónir lykilorða sem höfðu lekið á Netið. Þetta er í raun mjög einfalt og nægir að hafa netfang eða tölvupóstfang til að fletta því upp. Dan Egerstad var þekktur ofurhakkari en starfar nú við öryggismál. Hann segir að sum gagnasöfn séu viðkvæm og þau sé hægt að kaupa en margt er ókeyp- is. SVT er með sérstaka síðu þar sem hægt er að athuga hvort tiltek- ið tölvupóstfang sé með aðgengi- legt lykilorð. Óvísindaleg skoðun bendir til þess að fjölmörg íslensk lykilorð liggi á lausu en sjón er sögu ríkari,“ segir í frétt sem ruv. is birti um málið. Tölvunotendur eru hvattir til að athuga hvort þeirra netföng, í vinnu eða persónuleg, er að finna á listanum. Ef í ljós kemur að net- fang viðkomandi er á listanum er mælt með að breyta strax lykilorð- um inn á þau. Slóðin á sænsku síð- una er: https://dold.svt.se/ mm Tölvuhakkarar búa yfir milljónum lykilorða Segja lögregluna vanta fimm milljarða Ástandið á síldarmiðunum vest- an Íslandsstranda er heldur dauft. Reikna má með því að þeir sem eiga óveitt upp í kolmunnakvóta snúi sér heldur að kolmunnaveiðum í fær- eysku lögsögunni og hvíli sig á síld- inni á meðan lítið finnst af henni í veiðanlegu magni. Þetta kom fram í frétt á vef HB Granda síðastliðinn miðvikudag. Hjalti Einarsson, skipstjóri á Víkingi AK-100, sagði þá að þetta væri fyrsti síldveiðitúr Víkings eft- ir að sjómannaverkfallinu var frest- að, en skipið var í slipp á Akureyri verkfallsdagana og fram eftir mán- uðinum. Um var að ræða ástands- skoðun, en auk þess var skipið botnhreinsað og málað. Að sögn skipstjórans virðist hins vegar lítið vera af síld vestan við landið og því líklegt að haldið verði á kolmuna- veiðar áður en langt um líður. ,,Það er ómögulegt að segja til um hvað- an þessi síld er komin eða hvert hún er að fara. Til þess er síldin of dreifð eða magnið of lítið. Við erum komnir með um 180 tonna afla en hugmyndin var sú að ná í vænan skammt fyrir vinnsluna á Vopna- firði og fara svo á kolmunnaveið- ar. Venus NS fór á kolmunna eftir að hafa landað síld á Vopnafirði og mér skilst að það fáist ágætur afli nú í færeysku lögsögunni,“ segir Hjalti þegar rætt var við hann á miðviku- daginn. kgk Lítið af síld vestan við landið Landað úr Víkingi AK-100 síðastliðið vor. Var það fyrsta löndun úr nýjum Víkingi í heimahöfn á Akranesi. Ljósm. mm.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.