Skessuhorn


Skessuhorn - 07.12.2016, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 07.12.2016, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 201630 „Hvað er skemmtilegast við að taka þátt í Grænfánaverkefninu?“ Spurning vikunnar (Grunnskólabörn á Hvanneyri sitja fyrir svörum í tilefni af afhendingu Grænfánans í síðustu viku) Reynir Skorri Jónsson, 2. bekk: „Að hreinsa heiminn og leika sér með lauf eins og karlinn á Grænfánanum gerir.“ Dagný Eyjólfsdóttir, 3. bekk: „Taka til í náttúrunni því ef maður gerir það ekki þá mengar maður meira.“ Erla Eir Pétursdóttir, 2. bekk: „Gróðursetja tré og hjálpast að.“ Hlynur Blær Tryggvason, 3. bekk: „Að tína rusl og drasl eins og flöskur því maður fær krónur fyrir flöskurnar.“ Snæfell lék tvisvar í Domino‘s deild kvenna í liðinni viku. Síðastlið- inn miðvikudag töpuðu þær sínum fyrsta leik á heimavelli svo árum skiptir þegar þær urðu að játa sig sigraðar gegn Val, 73-82. En liðið kom til baka síðastlið- inn laugardag og sigraði Hauka, en sá leikur fór einnig fram í Stykkis- hólmi. Snæfellskonur höfðu heldur yfirhöndina allan leikinn en gest- irnir úr Hafnarfirði létu þær engu að síður hafa fyrir hlutunum. Í síð- ari hálfleik náðu þær betri tökum á leiknum eftir því sem leið á og að lokum fór svo að Snæfell sigraði með tólf stigum, 75-63. Leikurinn fór fremur hægt af stað, sóknarleikur beggja liða var heldur þungur á fyrstu mínút- um leiksins og lítið skorað í fyrsta leikhluta. Eftir fimm mínútna leik leiddi Snæfell 5-0 áður en gestirnir skoruðu fyrstu stigin sín. Að upp- hafsfjórðungnum loknum var stað- an 11-5 fyrir Snæfelli en eftir það fóru bæði lið að finna taktinn. Ann- ar leikhluti var síðan jafn og spenn- andi, en Snæfellskonur höfðu held- ur yfirhöndina. Keflvíkingum tókst þó að jafna þegar fjórar mínútur voru til hálfleiks en Snæfell tók for- ystuna á ný og leiddu með fjórum stigum í hléinu, 33-29. Snæfellskonur byrjuðu síðari hálfleikinn betur. Þær sigu hægt lengra og lengra fram úr gestunum og náðu ellefu stiga forskoti fyrir miðjan þriðja leikhluta. Þær þéttu varnarleik sinn og í kjölfar þess gekk betur í sókninni. Gestirn- ir reyndu hvað þeir gátu en höfðu ekki erindi sem erfiði. Snæfell gaf ekki færi á sér það sem eftir lifði leiks. Þær höfðu níu stiga forskot fyrir lokafjórðunginn og síðustu tíu mínúturnar héldu þær gestunum í þægilegri fjarlægð og unnu að lok- um góðan sigur, 75-63. Aaryn Ellenberg-Wiley var at- kvæðamest Snæfellskvenna með 31 stig og sjö fráköst. Berglind Gunn- arsdóttir var með 15 stig og sex frá- köst, Gunnhildur Gunnarsdóttir með níu stig og sjö fráköst og Bryn- dís Guðmundsdóttir með níu stig sömuleiðis og sex fráköst. Snæfell er sem stendur í öðru sæti deildarinnar með 16 stig eftir ellefu leiki, tveimur stigum á eftir topp- liði Keflavíkur en tveimur stigum á undan Skallagrími í þriðja sætinu. Næst leikur Snæfell komandi laugardag, 10. desember, þegar lið- ið heimsækir Stjörnuna. kgk Snæfell kom til baka eftir fyrsta tapið á heimavelli í mörg ár Pálína Gunnlaugsdóttir lætur vaða í leik gegn Val fyrr í vetur. Ljósm. úr safni/ sá. Skallagrímur mætti 1. deildar liði Vals í 16 liða úrslitum Maltbikars karla á mánudagskvöldið. Leikið var á Hlíð- arenda og voru það heimamenn sem héldu áfram bikarævintýri sínu. Þeir sigruðu nokkuð óvænt, 108-103 og slógu þar með annað úrvalsdeildar- liðið út úr bikarnum, en í fyrstu um- ferð lögðu þeir Snæfell. Mikið jafnræði var með liðunum í upphafi leiks. Skallagrímsmenn leiddu með einu stigi þar til um miðj- an fyrsta leikhluta. Þá tóku Valsarar forystuna og leiddu með þremur stig- um áður en Borgnesingar jöfnuðu í 20-20 seint í leikhlutanum. Valur átti hins vegar lokaorðið í upphafsfjórð- ungnum og hafði sex stiga forskot að honum loknum, 28-22. Skallagrímur minnkaði muninn í tvö stig í upphafi annars fjórðungs en eftir það náðu Valsmenn tökum á leiknum og juku forskot sitt hægt og sígandi allt þar til hálfleiksflautan gall. Þá höfðu þeir tólf stiga forystu, 62-50. Valur var áfram sterkara lið vallar- ins eftir hléið og Skallagrímur náði rétt að halda í við þá í þriðja leikhluta. Mest náði Valur 22 stiga forskoti seint í þriðja fjórðungi en Skalla- grímsmenn tóku góðan endasprett og minnkuðu muninn í fjórtán stig, 88-74, fyrir lokafjórðunginn. Það var ekki fyrr en þá að leikmenn Skalla- grímsmenn virtist taka almennilega við sér. Þegar fjórar mínútur voru liðnar af lokafjórðungnum skiptu þeir um gír og hjuggu hvert stigið á fætur öðru af forskoti Vals. Upphófust þá spennandi lokamínútur. Munurinn var kominn undir tíu stig þegar þrjár og hálf mínúta lifðu leiks og aðeins mínútu síðar var hann kominn nið- ur í fimm stig. Staðan var 102-97 og tvær og hálf eftir af leiknum. Skalla- grímsmenn héldu áfram, minnkuðu muninn í eitt stig 106-105 þegar 15 sekúndur lifðu leiks. Þeir brugðu á það ráð að senda Valsmenn á vítalín- una og þar fóru tvö víti niður. Staðan 108-105 og Skallagrímsmenn höfðu færi á að jafna leikinn með þriggja stiga körfu. Þeir brunuðu upp í sókn, skotið geigaði en þeir náðu frákastinu og fengu annan séns. Það skot missti hins vegar einnig marks og Valur hafði því sigur, 108-105 urðu loka- tölur leiksins og Skallagrímur hefur því lokið þátttöku í bikarkeppni karla að þessu sinni. Flenard Whitfield var atkvæða- mestur Skallagrímsmanna í leikn- um með 36 stig, átta fráköst og fimm stoðsendingar. Reynsluboltinn Magnús Þór Gunnarsson var honum næstur með 23 stig, þá Sigtryggur Arnar Björnsson með 20 stig og níu stoðsendingar og Davíð Guðmunds- son skoraði ellefu stig. kgk Skallagrímur féll úr bikarnum eftir spennandi lokamínútur Reynsluboltinn Maggi Gunn átti góðan leik fyrir Skallagrím þegar liðið féll úr bikarnum gegn Val. Ljósm. Gunnlaugur Auðunn Júlíusson. Sex ungar og efnileg- ar knattspyrnustúlk- ur af Vesturlandi hafa verið valdar á úrtaksæf- ingar hjá U16 og U17 landsliði kvenna, fjórar af Akranesi og tvær úr Snæfellsbæ. Frá Víkingi Ó koma þær Birgitta Sól Vilbergsdóttir og Birta Guðlaugsdóttir. Í U16 voru valdar frá Akra- nesi þær Erla Karitas Jóhannesdóttir, Selma Dögg Þorsteinsdótt- ir og Sigrún Eva Sig- urðardóttir. Í U17 hóp- inn var loks valin Berg- dís Fanney Einarsdóttir úr ÍA. Um næstu helgi, dagana 9. - 11. desemb- er, verða haldnar úrtak- sæfingar fyrir U16 en það eru stúlkur fæddar 2002 en í U17 hópnum eru stúlkur fæddar 2000 og 2001. mm Sex vestlenskar stúlkur í U16 og U17 æfingahópum Bergdís Fanney Einarsdóttir, ÍA. Selma Dögg Þorsteinsdóttir, ÍA. Erla Karitas Jóhannesdóttir, ÍA. Sigrún Eva Sigurðardóttir, ÍA Birgitta Sól Vilbergsdóttir, Víkingi. Birta Guðlaugsdóttir markmaður úr Víkingi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.