Skessuhorn


Skessuhorn - 07.12.2016, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 07.12.2016, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 201612 Hvatningaverðlaun Öryrkjabanda- lags Íslands voru veitt í Hörpu um liðna helgi. Athöfnin var hátíðleg en þetta var í tíunda sinn sem verðlaun- in voru veitt. Tilgangur þeirra er að varpa ljósi á þá sem hafa á jákvæðan hátt stuðlað að einu samfélagi fyrir alla. Veitt voru verðlaun í þremur flokkum; flokki einstaklinga, flokki fyrirtækja/stofnana og flokki um- fjöllunar/kynningar. Hanna Jóns- dóttir var ein af þremur tilnefning- um í flokki einstaklinga. Hanna er þroskaþjálfi hjá Félags- og skóla- þjónustu Snæfellinga og hefur eins og kunnugt er unnið gott starf með Ásbyrgi í Stykkishólmi. En Hanna var tilnefnd fyrir frumkvöðlastarf í þágu fatlaðs fólks í Stykkishólmi. Einng voru tilnefndir Karl Þor- steinsson, fyrir sjálfboðastörf í þágu fatlaðs íþróttafólks og Friðrik Sig- urðsson, fyrrverandi framkvæmda- stjóri Þroskahjálpar, sem hlaut verð- launin fyrir störf sín í þágu fólks með þroskahömlun og aðstandenda þeirra. Hanna segir í samtali við Skessu- horn að í þessum málaflokki hafi verið skortur á fjármagni síðan elstu menn muna og nú standi þau í Ás- byrgi frammi fyrir miklum húsnæð- isvanda. „Það hef ég upplifað áður þar sem mitt starf var lagt niður í sex mánuði árið 2000 þar sem ekkert húsnæði var fyrir hendi. Það er von mín að Ásbyrgi geti vaxið og þróast og verði sýnd sú virðing sem vinnu- staðnum ber. Vonandi virkar þessi viðurkenning sem vítamínsprauta í málaflokkinn,“ segir Hanna Jóns- dóttir. jse Hanna ásamt Ísaki syni sínum og Grétu Maríu tengdadóttur. Hanna Jónsdóttir tilnefnd til hvatningarverðlauna ÖBÍ Á síðasta fundi sveitarstjórnar Hval- fjarðarsveitar samþykkti sveitar- stjórn bókun þar sem því er lýst að stjórnendur sveitarfélagsins hygg- ist segja upp samningi við sex starfs- menn Heiðarskóla um sérstök um- framkjör á grundvelli jafnræðis. „Þann 20. október sl. áttu oddviti, sveitarstjóri og skólastjóri Heið- arskóla fund með sex almennum starfsmönnum Heiðarskóla. Tilefni fundarins var að tilkynna þessum starfsmönnum að til stæði að segja upp samningi um umframkjör sem þeir hafa haft frá árinu 2011. Um- framkjörin fela í sér 6% hækkun á heildarlaunum viðkomandi starfs- manna. Forsendur þessara umfram- kjara voru þær að skapa átti meiri sveigjanleika í umræddum störfum. Starfslýsingar fyrir þessi störf voru hins vegar ekki gerðar og verð- ur ekki séð að unnið hafi verið eft- ir þeim hugmyndum sem voru for- sendur umframkjaranna. Sem von er hefur það valdið óánægju hjá öðru almennu starfsfólki sem vinn- ur hjá sveitarfélaginu í sambæri- legum störfum og nýtur ekki fyrr- greindra umframkjara að slíkt ójafn- ræði launa skuli tíðkast hjá sveit- arfélaginu,“ segir í bókuninni. „Á grundvelli jafnræðis telur sveitar- félagið óhjákvæmilegt annað en að taka til skoðunar hvort segja skuli upp samningi um umframkjör sem fyrrgreindir sex starfsmenn hafa haft við grunnskólann, enda verður ekki séð hvaða málefnalegu rök búi að baki þessari mismunun.“ Þá er þess getið að 18 starfs- menn sem sinna ýmsum störfum við leik- og grunnskóla Hvalfjarð- arsveitar fá greiddar mánaðarlegar eingreiðslur, fasta krónutölu, sem nemur á bilinu 4,8 - 5,4 prósent af heildarlaunum viðkomandi starfs- manna. Segir í bókuninni að sveit- arfélagið hafi greitt þessar mánað- arlegu eingreiðslur frá árinu 2007 í þeim tilgangi að hækka laun þeirra starfsmanna sveitarfélagsins sem lægstu launin hafa. „Ekki stendur annað til en að halda áfram þessum mánaðarlegu eingreiðslum,“ segir í bókuninni. Þá er einnig áréttað að þeir sex starfsmenn sem hafa fengið áður- nefnd sex prósent umframkjör hafa einnig notið hinnar mánaðarlegu eingreiðslu. „Sveitarstjórn væntir þess að sátt náist um þessi mál og ítrekar mikilvægi þess að jafnræðis og samræmis sé gætt hvað launamál starfsmanna sveitarfélagins varðar. Fyrir liggur að fyrirhugaðri upp- sögn umframkjara hefur verið and- mælt með framlögðu bréfi Verka- lýðsfélags Akraness. Sveitarstjóri svaraði því bréfi þann 18. nóvem- ber sl. og þykir sveitarstjórn rétt að veita frest til andsvara og því verð- ur ákvörðun um uppsögn umfram- kjara ekki miðuð við 1. desember nk. eins og gert var ráð fyrir í upp- haflegu bréfi til starfsmanna,“ segir í bókuninni sem var samþykkt sam- hljóða. kgk Hyggjast segja upp samningum um umframkjör Heiðarskóli í Hvalfjarðarsveit. Ljósm. úr safni. Nú hefur ráðgátan um flug íslenska spóans verið leyst. Vísinda- menn Rannsóknaset- urs Háskóla Íslands á Suðurlandi hafa ásamt samstarfsfólki sýnt fram á að spóinn flýg- ur án viðkomu frá Ís- landi alla leið til Vest- ur-Afríku. Spóinn flýg- ur í allt að fimm sólar- hringa samfellt og legg- ur að baki hátt á sjötta þúsund kílómetra í beinu flugi. Niðurstöðurnar byggja á svoköll- uðum dægurritum sem settir voru á nokkra sunnlenska spóa á síðustu árum en þær birtust í hinu virta tímariti Scientific Reports í dag. Fylgst var með fjórum spóum yfir heilt ár. Allir flugu fuglarnir beint til Vestur-Afríku að hausti án þess að stoppa og allir yfirgáfu Ís- land 3. til 6. ágúst. Þeir flugu 79 til 120 klukkutíma hvíldarlaust eða í um fjóra til fimm sólarhringa og vegalengdin sem þeir lögðu að baki var frá 3.898 til 5.535 kílómetrar. Dægurritarnir sem notaðir voru í rannsókninni, eru litlir hnappar á stærð við fingurnögl sem fuglar á þyngd við spóa bera auðveldlega. Dægurritarnir mæla sólargang og út frá þeim upplýsingum má reikna hnattstöðu fuglanna með viðunandi skekkju þegar svo löng ferðalög eru til skoðunar. Meðalferðahraðinn á leið- inni allri var um 50 kílómetrar á klukkustund en sumir leggir ferð- arinnar voru þó farnir á mun meiri hraða, eða á allt að 80 til 90 kíló- metra hraða á klukkustund. Þetta er einhver mesti hraði sem mælst hefur hjá landfuglum á langferð- um yfir sjó. Reiknað var samband milli ferðahraða spóa og vind- hraða í mismunandi hæð til að meta hversu hátt spóarnir flugu. Besta sambandið var við vindhraða í 1,5 km hæð sem bendir til að þeir fljúgi nokkuð hátt. Fuglarnir fara ekki endilega sömu leið á vori og hausti. Á vorfarinu brá svo við að tveir fuglanna höfðu viðdvöl á Bretlandseyjum en tveir þeirra flugu beint til Íslands. Fuglarn- ir yfirgáfu Afríku 20. til 29. apríl. Þeir sem flugu beint náðu til Ís- lands 29. apríl og 4. maí en þeir sem höfðu viðkomu á Bretlands- eyjum dvöldu þar 11 og 15 daga og komu til Íslands 12. og 14. maí. mm Engin millilending spóans til Vestur-Afríku Spóinn nær allt að 90 km hraða á klukkustund og flýgur þá gjarnan í hálfs annars kílómetra hæð. Myndir þessar sýna flug spóanna sam- kvæmt dægurritum, bæði að hausti (mynd til vinstri) og að vori (mynd til hægri). Fiskmarkaður Sæfellsbæjar hefur nú verið fluttur í nýtt tæplega þús- und fermetra húsnæði að Ennis- braut 34 í Ólafsvík. Fiskmarkaður- inn, sem stofnaður var í desember 2015, var áður í 300 fm húsnæði við Snoppuveg. Friðbjörn Ásbjörns- son framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Snæfellsbæjar segir að reksturinn hafi gengið vel á fyrsta starfsárinu. „Eldra húsnæðið var að springa utan af okkur og því urðum við að flytja starfsemina í hentugra rými. Nýja húsnæðið var endurbætt und- ir markaðsstarfsemina. Við feng- um afhentan nýjan átta hliða flokk- ara frá Völku og erum gríðarlega ánægðir með hann. Afkastageta hans er tvöfalt meiri en eldri flokk- ara og þvottakör og slægingarlína var keypt ný erlendis frá í gegnum K-KARL ehf. Við erum því bjart- sýnir á framhaldið,“ segir Friðbjörn og bætir við að þetta sé lítið sam- hent félag með sterkar undirstöð- ur. Salan á þessu ári hafi verið um 4.400 tonn. af Fiskmarkaður Snæfellsbæjar fluttur í stærra húsnæði Slæging í gangi. Nýr átta hliða flokkari hefur nú verið tekinn í notkun. Fiskur ísaður.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.