Skessuhorn


Skessuhorn - 07.12.2016, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 07.12.2016, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2016 27 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Auk þess birtum við lausn á krossgátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið: kross- gata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Athugið að fullt nafn og heim- ilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessuhorni; „Pétrísk íslensk orðabók með al- fræðiívafi,“ eftir sr. Pétur Þorsteinsson. Alls bárust 62 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Handavinna.“ Vinningshafi er: Auður Sveinsdóttir, Hólabergi 84, 111 Reykjavík. Máls- háttur Niður Kunni Að- koma Snuddar Ofn Sletta Leyfist Spann Ætið Dramb Háhýsi Aur Par Á skipi 100 Með tölu Útskagi Fata- efni Upphefð Tónn Neyttu Skinn Kurla For- faðir Nabbi Kyrr- viðri Hrífa Óhóf Tvíhlj. Oki Svik Hreyf- ill Flík Botn- flötur 9 Faldi Átt Hús- freyja Hæfni Kona Eyki 4 Kækur Flan Leiði K o r n Fórn Fjórir Mjak- ast 2 Hylur Lota Nurl Korn Alda Vilji 7 Vein Fersk Ull Óttast Slá Þor Hólmi Tvíhlj. Fyrr Snemma Tínir saman Bar- dagi Sær Fum Mjöll Elska Étandi Þröng Atorka Samhlj. Birtir Leiðsla Gild Laðaði Innyfli Inn- heimti Afar Erfiði Næði Gelt 8 Ákafur Keyra Hvíldi Skelf- ur Lögur Þáttur Betrun Vari Sérhlj. Sam- hugur Rót Öf.tvíhlj. Stafli Örn 1 Verma 3 Tíndi Virðir Stöng Trýni Út- liminn Sk.st. 6 5 Skel Vökvar Kopar Villtar Reisn Mynni Hlífðir 1 2 3 4 5 6 7 8 9 L Ó F A L E S T U R H E R E F L I X Ý E N D I N Ó T U R M A R K I Ð T V Ö J U K U N Ó I A R Ý A K U R Æ Ö R L A M A G T E I K U R R Ú R I L J A R L U L L G U M A R S T A G I D M L A G Æ R A L L L L S U L L R G R Ð E I D Á R A N U S L I G A L L I Ó K Ú T S V A R T R U K K A S L E S A F A G N A T F E R L I N U S Ð D I L F A K I N N Á S T A U R A L U R N I D L J Ö F U R G I S I N N I I Á F L O G A R T S É Ö N N H A N D A V I N N A L A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I Síðastliðinn fimmtudag var Græn- fáninn afhentur Hvanneyrardeild Grunnskóla Borgarfjarðar áttunda sinni. Grænfáninn er umhverfis- viðurkenning sem veitt er annað hvert ár sem tákn um árangurs- ríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum á undangengnum tveim- ur árum. Er það liður í alþjóð- legu verkefni sem nefnist Skólar á grænni grein. Til að öðlast Græn- fánanna þurfa skólarnir að upp- fylla sjö skref, sem eru ákveðin verkefni sem efla eiga vitund nem- enda, kennara og annarra starfs- manna skólans um umhverfismál. Bæði eru verkefnin til kennslu í bekkjum og einnig til að bæta dag- legan rekstur skólans. Er markmið þeirra að tekin verði ábyrg afstaða og innleiddar raunhæfar aðgerð- ir í umhverfismálum og sjálfbærni innan veggja skólans. Caitlin Wilson hjá Landvernd, verkefnisstjóri Skóla á grænni grein, afhenti grunnskólabörnum á Hvanneyri fánann og sagði nokk- ur orð. Í máli hennar kom fram að fleiri milljónir nemenda um heim allan tækju þátt í verkefninu og þar af fjöldi nemenda í skólum á Íslandi. Þó hefðu fáir skólar á Ís- landi náð þeim árangri að draga Grænfánann átta sinnum í röð að húni, eins og Hvanneyrarskóli gerði á dögunum, enda var skól- inn með þeim fyrstu á landinu til að öðlast þessa viðurkenningu árið 2001. Hrósaði Caitlin nemendum sérstaklega fyrir þennan árangur. Þegar hún spurði krakkana hvort þeir ætluðu ekki að halda upp- teknum hætti næstu tvö árin sagði einn gamansamur piltur; „allavega næstu tvær vikur.“ Uppskáru þau ummæli hlátur viðstaddra en hann bætti því samt við að auðvitað ætl- uðu allir að halda áfram að leggja sig fram í þágu umhverfisins. Caitlin dró ekki aðeins Græn- fánann að húni heldur afhenti hún skólanum einnig skjöld til að hengja utan á skólann. Þegar börnin höfðu veitt fánanum og skildinum viðtöku tóku þau lagið fyrir gesti við athöfnina. Að því búnu var gestunum boðið í bæinn og til áframhaldandi söngskemmt- unar. Þar sungu krakkarnir nokkur lög í viðbót með miklum glæsibrag áður en boðið var upp á kaffi og heimabakaðar smákökur, auk þess sem þeir er vildu gátu keypt sér súpu og brauð, en krakkarnir þjón- uðu til borðs. Inntu börnin hvert verk af hendi með stakri prýði, hvort heldur það tengdist söng eða súpu og var ekki annað að heyra á krökkum, starfsmönnum og for- eldrum en að þau væru ánægð með daginn. kgk Grænfáninn afhentur á Hvanneyri áttunda sinni Caitlin Wilson frá Landvernd, verkefnisstjóri Skóla á grænni grein, afhenti Grænfánann og hélt stutta tölu. Grænfáninn dreginn að húni á Hvanneyri í áttunda skiptið. Börnin aðstoða Caitlin við að koma fánanum á sinn stað. Þar sem Grænfáninn blakti í vindinum tóku börnin lagið og buðu leikskólabörn- unum að syngja með sér, sem þau og gerðu. Síðan var gestum boðið inn til áframhaldandi söngskemmtunar og að þiggja kaffi og heimabakaðar smákökur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.