Skessuhorn


Skessuhorn - 07.12.2016, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 07.12.2016, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2016 21 Heilsunudd Nuddmeðferðir og heilun Tímapantanir í síma 861-2004 Reynir Katrínarson Heilsunuddari Bíldshöfða 12 - 110 Rvík. - 5771515 - www.skorri.is Tilvalin jólagjöf 12v 5,5A12v 0,8A 15% Jólaafsláttur af þessum frábæru hleðslutækjum Nú er í gangi fjársöfnun til stuðn- ings ungri konu sem á ættir sínar að rekja í Borgarnes og Dali. Hún heitir Ástríður Ólafsdóttir, kölluð Ásta. Foreldrar hennar eru Ólafur Ingi Ólafsson og Erla Sveinbjörg Hauksdóttir. Ásta þjáist af afar sjaldgæfu sjálfsofnæmi og við því hefur ekki fundist lækning. Ásta hefur frá því í ágúst síðastliðnum búið hjá móður sinni í Danmörku þar sem hún getur ekki búið ein, getur ekki sótt vinnu og gat ekki stundað doktorsnám sitt í lífeinda- fræði sem hún hóf í Sviss sumarið 2015. Lyfjakostnaður vegna sjúk- dóms hennar er afar mikill og því hafa vinir og ættingjar Ástu hafið þessa söfnun. Sjaldgæfur og alvar- legur sjúkdómur Veikindi Ástu voru fyrst greind af íslenskum læknum sem flogaveiki en skömmu eftir að hún hóf dokt- orsnám sitt í Sviss greindist hún með sjaldgæfa tegund af sjálfs- ofnæmi sem kallast autoimm- une limbic encephalitis. Ofnæmi þetta ræðst á heilann. Veikindi Ástu hófust eins og fyrr segir árið 2013. Þá byrjaði hún að fá óþægi- leg köst sem læknar greindu sem kvíðaköst, leiða eða þunglyndi. Ári síðar fékk hún nokkur floga- köst. Greindu læknar hér á landi hana með flogaveiki eftir að breyt- ingar, sem sagðar voru algengar hjá fólki með flogaveiki, greind- ust í heila hennar. Við því fékk hún flogaveikislyf sem slóu örlít- ið á einkennin en áfram fékk hún kvíðaköst. Ásta lýsir baráttunni við sjúkdóminn í opinskáum færslum á Facebook-síðu sinni. Þar seg- ir hún m.a. að eftir að sjúkdóm- ur hennar var greindur sem floga- veiki hafi hún glímt við ýmsa erf- iðleika og ákveðið að halda áfram námi til þess að koma sér á rétt- an kjöl á nýjan leik. Í ágúst á síð- asta ári fór hún til því náms í Bern í Sviss og ætlaði að reyna að ljúka stóra draumnum sínum, doktors- námi í lífeindafræði. Til öryggis ákvað hún að fara strax til lækna í Bern. Þeir sendu hana í frekari rannsóknir og eftir að doktors- námið sóttist fremur hægt var hún lögð inn á sjúkrahús í Bern. Eftir jólafríið í fyrra sneri Ásta aftur til Bern þar sem sjúkdómsgreiningin lá fyrir. „Ég var greind með sjald- gæfa tegund af erfiðum sjúkdómi, sem kallast „autoimmune limbic encephalitis,“ skrifaði Ásta. Þessi sjúkdómur veldur bólgu í heila og er bæði alvarlegur og sjaldgæfur. Var því ljóst að læknar hér á Ís- landi höfðu ekki greint hana rétt þegar hún leitaði fyrst til þeirra árið 2013. Þessi tegund af sjálfsofnæmi lýsir sér þannig að ónæmiskerfið heldur að heilinn sé vondur, ræðst á hann líkt líkt og hann væri bakt- ería, og reynir að eyðileggja hann. Bólgan sem myndast vegna þess- arar árásar, þrýstir á staði í heilan- um sem sjá um að viðhalda eðli- legu minni, hæfni til að læra og skilja hluti ásamt fleiri fylgifisk- um. Taugaboðin sem fara úrskeið- is valda svokölluðum hluta-flog- um, sem upphaflega voru greind sem kvíðaköst. Nýverið var hún greind með alvarlega áfallastreit- uröskun sem gerir henni lífið enn erfiðara og í þessari viku á hún að hitta enn nýja lækna á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn sem ætla að skoða það hvort hægt sé að lækna þennan sjúkdóm með heilaskurð- aðgerð. En hingað til hefur Ásta verið á fjölmörgum lyfjum sem hafa lítið hjálpað og eins og einn læknir sagði við hana; „að einn skammtur sem hún væri að taka gæti drepið heilan fíl.“ Upplýsingar um söfnunarreikning Ásta hefur ekki rétt á fjárhagsleg- um stuðningi frá danska ríkinu og er því tekjulaus. Lyfjakostn- aður, lestarferðir fram og til baka til sérfræðinga í Odense og Kaup- mannahöfn, kostnaður vegna sál- fræðings og fleira er mikill og svo er hún auk þess með námslán sem þarf að borga af. Því hefur verið sett af stað söfnun til svo hægt sé að létta líf Ástu og er reiknings- númerið: 0167-15-380380 - KT. 040288-2289. Dagatöl til styrktar Ástu Ásta á stóran frændgarð á Vestur- landi. Ein af frænkum hennar er Kristín Jónsdóttir ljósmyndari á Hálsum í Skorradal. Kristín gefur út dagatal og mun allur ágóðinn af sölu þess fara til styrktar Ástu í veikindum hennar. Dagatalið er nú komið út. „Í ár verður það með smá breyttu sniði,“ segir Kristín. „Myndir úr verkefninu „Eyðibýlí í Skorradal allt árið“ urðu fyrir val- inu og munu prýða það þetta árið. Dagatalið er hannað og unnið af mér og tók ég allar myndirnar líka. Það er laust við allar „auglýs- ingar“ þar sem ekki er um að ræða neina styrki til framleiðslu þess. Myndirnar fá að njóta sín þannig að hægt er að klippa þær út. Fólk getur þannig náð í sínar uppá- haldsmyndir og rammað inn eða búið til eitthvað skemmtilegt úr þeim,“ segir Kristín. Dagatalið er selt á 3.500 krónur og hægt er að fá sent í pósti (þá bætast 300 krón- ur við). Einnig er hægt að sækja dagatöl í verslun Nordic Store í Borgarnesi, en þar þarf að greiða með peningum,“ segir Kristín. mm Söfnun hafin fyrir unga konu ættaða af Vesturlandi Ástríður Ólafsdóttir árið 2009. Ljósm. Kristín Jónsdóttir. Ágóði af sölu dagatals Kristínar rennur óskiptur til stuðnings Ástu frænku hennar. Bílstjóri óskast Akranes – Reykjavík - Akranes Hópbílar óska e�ir bílstjóra í fullt starf �l að sinna akstri landsbyggðarstrætó á milli Akraness og Reykjavíkur - 100% fram�ðarstarf - Vaktavinna 2-2-3 - Morgunvak�r og kvöldvak�r Hæfniskröfur: - D ré�ndi (rútupróf) - Rík þjónustulund - Íslenskukunná�a - Góð mannleg samskip� - Hreint sakavo�orð Nánari upplýsingar og mó�öku umsókna veita: Ágúst Haraldsson, gus�@hopbilar.is , s. 822-0073 Hildur Guðjónsdó�r, hildur@hopbilar.is, 822-0069 www.hopbilar.is - Melabraut 18 - Hafnarfirði Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.