Skessuhorn


Skessuhorn - 07.12.2016, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 07.12.2016, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2016 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Dregið var í átta liða úrslitum Mal- tbikarsins, bikarkeppni KKÍ, í há- deginu í gær. Í pottinum í bikar- keppni kvenna voru tvö Vestur- landslið; ríkjandi Íslands- og bik- armeistarar Snæfells sem báru sig- urorð af Val í 16 liða úrslitum og Skallagrímur, sem sat hjá í fyrstu umferð bikarkeppninnar þennan veturinn. Bæði liðin fengu heima- leiki þegar dregið var upp úr pott- inum í gær. Snæfell tekur á móti Stjörnunni og Skallagrímur fær 1. deildar lið KR í heimsókn. Leikið verður í átta liða úrslitum bikarsins sunnudaginn 15. og mánudaginn 16. janúar næstkomandi. Karlalið vestlensk voru engin í pottinum þegar dregið var í átta liða úrslitum bikarsins að þessu sinni. Skallagrímsmenn komust lengst Vesturlandsliða en voru slegn- ir út í 16 liða úrslitum gegn Val á mánudaginn síðasta. Snæfell, ÍA og Grundarfjörður féllu öll úr leik í fyrstu umferð. kgk Vesturlandsliðin fá heimaleiki í bikarnum Ríkjandi bikarmeistarar Snæfells halda titilvörn sinni áfram. Þær drógust gegn Stjörnunni í átta liða úrslitum en Skallagrímur mætir KR. Ljósm. úr safni/ sá. Skallagrímskonur gerðu góða ferð suður með sjó og sóttu tvö stig til Grindavíkur síðasta miðvikudag þeg- ar keppni hófst að nýju í Domino‘s deild kvenna eftir landsleikjahlé. Eft- ir erfiða byrjun komst Skallagríms- liðið betur og betur inn í leikinn eftir því sem leið á og hafði að lokum sig- ur, 61-72. Um helgina var komið að næsta leik liðsins og bar hann upp á eitt hundr- að ára afmæli félagsins sem fagnað var með pompi og prakt laugardag- inn 3. desember síðastliðinn. Fjallað er um afmælið á öðrum stað í blaðinu í dag. Skallagrímskonur tóku þá á móti toppliði Keflavíkur. Liðið náði ekki að sækja sigur á gestina. Eftir góðan fyrri hálfleik Skallagríms tóku gestirnir af Suðurnesjunum öll völd á vellinum í síðari hálfleik og sigruðu að lokum með 68 stigum gegn 55. Keflvíkingar skoruðu fyrstu körfu leiksins en Skallagrímskonur áttu næstu stig, komust yfir og höfðu yfir- höndina í upphafsfjórðungnum. Þær leiddu að honum loknum með 16 stigum gegn 13. Gestirnir jöfnuðu í upphafi annars leikhluta í 17-17 en aftur tóku Skallagrímskonur stjórn leiksins í sínar hendur og voru sterk- ara liðið allt til hálfleiks. Mest náðu þær átta stiga forskoti seint í öðrum fjórðungi en leiddu með fimm stigum í hléinu, 34-29. Keflavíkurkonur komu mjög ákveðnar til síðari hálfleiks. Þær þjörmuðu stíft að Skallagrímsliðinu bæði í vörn og sókn og tóku öll völd á vellinum. Þær komust yfir snemma í þriðja leikhluta og litu aldrei um öxl. Keflavík hafði tíu stiga forystu seint í þriðja fjórðungi áður en Skallagríms- konur spyrntu við fótum og minnk- uðu muninn í fimm stig fyrir fjórða og síðasta leikhluta, 48-43. Nær komust þær hins vegar ekki því Keflavíkurlið- ið var einfaldlega sterkara í lokafjórð- ungnum og gaf aldrei færi á sér. Sjö stig skildu liðin að þegar fimm mín- útur lifðu leiks en með góðum kafla á síðustu mínútunum náðu gestirnir að gulltryggja sigur sinn. Þegar loka- flautan gall munaði 13 stigum á lið- unum, Keflavík vann með 68 stigum gegn 55. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var atkvæðamest Skallagrímskvenna í leiknum. Hún skoraði 19 stig, reif niður 17 fráköst og gaf fimm stoð- sendingar. Næst henni kom Tavelyn Tillman með 13 stig og fjögur fráköst en aðrar höfðu minna. Skallagrímsliðið situr sem stend- ur í þriðja sæti deildarinnar með 14 stig eftir ellefu leiki, tveimur stigum á eftir Snæfelli í öðru sæti en með fjögurra stiga forskot á næstu lið fyr- ir neðan. Næsti leikur Skallagríms fer fram sunnudaginn 11. desember þeg- ar liðið heimsækir Hauka. kgk Skallagrímskonur urðu að játa sig sigraðar á afmælisdaginn Sigrún Ámundadóttir snýr af sér varnar- mann Keflvíkinga og skorar eitt af 19 stigum sínum í leiknum á laugardag. Ljósm. Skallagrímur/ Ómar Örn Ragnarsson. Skallagrímur mætti Tindastóli í Domino‘s deild karla í körfuknattleik síðastliðið fimmtudagskvöld. Leikið var norður á Sauðárkróki. Stólarnir voru í miklu stuði á Króknum, voru betri allan leikinn og unnu að lokum öruggan sigur, 97-75. Heimamenn byrjuðu af krafti og voru komnir í 12-0 áður en tvær mín- útur voru liðnar af leiknum. Skalla- grímsmenn tóku leikhlé og fóru yfir sín mál og skoruðu næstu sex stigi leiksins en Stólarnir höfðu yfirhönd- ina og tóku að síga lengra fram úr á nýjan leik eftir því sem leið á upp- hafsfjórðunginn. Að honum loknum höfðu þeir skorað 33 stig gegn aðeins 16 stigum Skallagríms. Heimamenn héldu síðan um það bil því forskoti allt til hálfleiks og leiddu með 52 stig- um gegn 36 í hléinu. Skallagrímsmenn byrjuðu síðari hálfleikinn prýðilega, skoruðu fyrstu sex stigin og minnkuðu muninn í tíu stig. En eftir það tóku heimamenn við sér, áttu stórgóðan leikkafla og skoruðu 17 stig gegn fjórum og voru komnir með 21 stigs forskot um miðjan þriðja leikhluta. Skallagríms- menn náðu ekki að svara fyrir sig og enn bættu Stólarnir við. Fyrir loka- fjórðunginn munaði 28 stigum á lið- unum og úrslit leiksins ráðin. Tinda- stóll bætti enn við, náði mest 33 stiga forskoti snemma í fjórða leikhluta en eftir það gáfu þeir eftir og Skalla- grímsmenn náðu að kroppa aðeins af forystu heimamanna. Þegar leiknum lauk munaði 22 stigum á liðunum. Tindastóll vann, 97-75. Flenard Whitfield var eini leik- maður Skallagríms sem náði sér á strik í leiknum. Hann skoraði 32 stig, tók 17 fráköst. Aðrir komust ekki í tveggja stiga tölu í stigaskorinu og það kann ekki góðri lukku að stýra. Skallagrímur situr í níunda sæti deildarinnar með átta stig eftir níu leiki, jafn mörg stig og næstu þrjú lið fyrir ofan og tveimur stigum betur en næstu tvö fyrir neðan. Næsti leikur Skallagríms fer fram föstudaginn 9. desember næstkomandi þegar liðið heimsækir Þór í Þorlákshöfn. kgk Skallagrímsmenn mættu ofjörlum sínum á Sauðárkróki Flenard Whitfield var eini leikmaður Skallagríms sem náði sér almennilega á strik í leiknum gegn Tindastóli. Ljósm. fengin af Facebook-síðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Markahrókurinn Garðar Gunn- laugsson hefur framlengt samn- ing sinn við ÍA um tvö ár og mun því leika með liðinu út leiktímabil- ið 2018. Garðar gekk til liðs við ÍA á nýjan leik árið 2012 þegar hann sneri heim úr atvinnumennsku. Hefur hann síðan þá upplifað tím- ana tvenna með ÍA en undanfar- in þrjú ár hefur liðið átt prýðilegu gengi að fagna. Þessi sömu ár hef- ur Garðar leikið vel og verið einn af lykilmönnum liðsins. Hann varð markahæsti leikmaður 1. deild- ar árið 2014, hlaut silfurskóinn á síðasta ári og gullskóinn í ár þegar hann skoraði 14 mörk í Pepsi deild karla. Garðar á að baki 254 leiki fyrir ÍA og hefur skorað í þeim 121 mark. Hann kveðst ánægður að hafa framlengt samninginn við lið Skaga- manna. „Ég er gríðarlega spenntur að vinna með ungu strákunum og gaman að taka þátt í þessari frábæru uppbygginu sem á sér stað á Akra- nesi,“ er haft eftir Garðari á facebo- ok-síðu KFÍA. Ólafur Valur Valdimarsson hef- ur einnig framlengt samning sinn við félagið til tveggja ára. Ólafur er 27 ára gamall kantmaður og hef- ur leikið 180 leiki með meistara- flokki og skorað 16 mörk. Hann lenti í gríðarlega erfiðum meiðslum árið 2013 og hefur verið að ná fyrri styrk allar götur síðan. Hefur hann þó átt góða spretti síðan þá þar sem hann hefur getað sett mark sitt á leik liðsins. Á facebook-síðu KFÍA er Ólafur sagður ánægður með að erfið meiðsli séu að baki og fullur tilhlökkunar að taka þátt í uppbygg- ingunni á Akranesi. Gunnlaugur Jónsson, þjálfari liðs- ins, er að vonum ánægður með að Garðar og Ólafur Valur hafi ákveð- ið að framlengja samninga sína. „Þetta eru frábærar fréttir fyrir fé- lagið, Garðar hefur svo sannarlega farið fyrir sóknarleik liðsins undan- farin ár og verið einn af leiðtogum liðsins, og Ólafur Valur er að ná sínum fyrri styrk eftir slæm meiðsli og við væntum mikils af honum á næsta tímabili.“ kgk Garðar og Ólafur Valur framlengja við ÍA Garðar Gunnlaugsson í leik með ÍA. Ljósm. úr safni/ gbh. Knattspyrnudeild Vík- ings Ó hefur gert þriggja ára samninga við sjö unga og efnilega leikmenn, en samningarnir gilda út keppnistímabilið 2019. Samið var við þá Pétur Steinar Jóhannsson, Kon- ráð Ragnarsson, Sumar- liða Kristmundsson, Sig- urjón Kristinsson, Brynj- ar Vilhjálmsson, Sanjin Horoz og Hilmar Björns- son. Jónas Gestur Jón- asson formaður félags- ins fagnar þessum áfanga enda eru þetta allt góðir leikmenn sem félaginu er fengur af að hafa í sínum röðum. mm Víkingur Ó semur við sjö efnilega leikmenn Eftir undirritun samninga var skellt í myndatöku. Þarna eru f.v. Gunnsteinn Sigurðsson stjórnarmaður, Jónas Gestur Jónasson formaður, Konráð Ragnarsson, Sumarliði Krist- mundsson, Sigurjón Kristinsson, Brynjar Vilhjálmsson, Ejub Purisevic þjálfari og Hilmar Hauksson stjórnarmaður. Fremri röð: Pétur Steinar Jóhannsson, Hilmar Björnsson og Sanjin Horoz. Ljósm. þa.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.