Skessuhorn


Skessuhorn - 07.12.2016, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 07.12.2016, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 201618 Á annað hundrað gestir og velunn- arar Ungmennafélagsins Skalla- gríms mættu á afmælisfagnað í Hjálmakletti í Borgarnesi á laugar- daginn. Þar var minnst með form- legum hætti afmæli félagsins sem stofnað var réttum hundrað árum áður í Borgarnesi. Sigríður Bjarnadóttir formaður Skallagríms bauð gesti velkomna en síðan hófst dagskrá sem þau Eygló Lind Egilsdóttir og Páll S. Brynj- arsson stýrðu. Theódór Þórðar- son fór yfir sögu Skallagríms og rifjaði upp ýmislegt áhugavert, en Theodór hafði einnig tekið saman myndasyrpu sem sýnd var á breið- tjaldi á sviðinu. Geirlaug Jóhanns- dóttir formaður byggðarráðs Borg- arbyggðar flutti félaginu árnaðar- óskir frá sveitarfélaginu og færði því afmælisgjöf. Þá ávarpaði Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmda- stjóri UMFÍ samkomuna sem og Pálmi Blængsson framkvæmda- stjóri UMSB. Þeir Gísli Gíslason og Jakob Skúlason stjórnarmenn hjá KSÍ stigu á stokk og heiðruðu sjö einstaklinga fyrir góð störf í þágu knattspyrnunnar í Borgarnesi. Þetta voru þau Guðjón Karlsson, Sigurgeir Erlendsson, Þorsteinn Benjamínsson, Sigríður Leifsdóttir, Þórður Bachmann, Hilmar Hákon- arson og Valdimar K. Sigurðsson. Viðurkenningar og þakkir Í tilefni þessara tímamóta höfðu allar deildir Skallagríms ákveðið að heiðra einstaklinga fyrir ómetan- legt framlag til íþróttastarfs í Borg- arnesi. Þeir aðilar sem fengu heiðursskjöl voru: Körfuknattleiksdeild: Bjarni Steinarsson, Sólrún Rafnsdóttir og Ólafur Helgason. Knattspyrnudeild: Jakob Skúla- son og Kristmar Ólafsson. Sunddeild: Ingimundur Ingi- mundarson. Badmintondeild: Afkomendur Al- berts Þorkelssonar í minningu Al- berts, Geir Sævar Geirsson og Guðríður Ebba Pálsdóttir. Leikdeild: Oddný Þorkelsdóttir og Eygló Egilsdóttir. Aðalstjórn Skallagríms: Indriði Jósafatsson. Í lok dagskrár skrúfaði leiks- deild Skallagríms upp fjörið ásamt hljómsveit og flutti nokkur lög úr leiksýningum sem settar hafa ver- ið upp í áranna rás, en öll þessi lög voru úr afmælissýningu leikdeild- ar sem verið hefur á fjölunum í Lyngbrekku undanfarnar vikur. Þá gæddu gestir sér á gómsætri afmæl- istertu frá Geirabakaríi á meðan á dagskrá stóð. Dagskrá afmælisins hélt svo áfram þegar fram fór heimaleikur í Dominosdeild kvenna í körfubolta. Fyrir leik fengu þeir Indriði Jós- afatsson og Bjarni Steinarsson gull- merki KKÍ og Bjarki Þorsteinsson silfurmerki KKÍ. Um kvöldið bauð síðan leikdeild Umf Skallagríms til afmælishátíðarsýningar í Lyng- brekku. mm/ Ljósm. Guðrún Jónsdóttir og fleiri. Haldið upp á hundrað ára afmæli Ungmennafélagsins Skallagríms Þessir aðilar tóku við viðkenningum frá deildum Skallagríms; Trausti Jónsson fyrir hönd móður sinnar Oddnýjar Þorkels- dóttur, Eygló Egilsdóttir, Geir Sævar Geirsson, Ingimundur Ingimundarson, Annabella Albertsdóttir, Sigurgeir Erlendsson, Emelía Ýr og Embla Björg Gísladætur fyrir hönd afkomenda Alberts Þorkelssonar, Kristmar Ólafsson, Indriði Jósafatsson, Kristinn Óskar Sigmundsson fyrir hönd þeirra Bjarna Steinarssonar og Ólafs Helgasonar og Sólrún Rafnsdóttir. Allar deildir Skallagríms afhentu Indriða Jósafatssyni viðurkenningu fyrir hans góða framlag til íþrótta- og æskulýðsstarfs í Borgarnesi. Hér er hann ásamt Sigríði Bjarnadóttur. Yngstu iðkendur Skallagríms í körfunni stilltu sér upp fyrir leik Skallagríms og Keflavíkur og mynduðu töluna 100 í tilefni dagsins. Annabella Albertsdóttir, Geir Sævar Geirsson og Guðríður Ebba Pálsdóttir fengu viðurkenningar frá badmintondeild Skallagríms fyrir frábær störf. Stjórn KKÍ sæmdi Björn Bjarka Þorsteinsson, formann körfuknatttleiksdeildar Skallagríms, silfurmerki KKÍ. Þeir Indriði Jósafatsson og Bjarni Steinarsson voru sæmdir gullmerki sambandsins fyrir þeirra öfluga og mikla starf fyrir körfubolt- ann. Hér eru þeir ásamt Hannesi Jónssyni formanni KKÍ. Sigríður Bjarnadóttir formaður badmintondeildar Skallagríms með Önnubellu Albertsdóttur, Sigurgeiri Erlendssyni og barnabarni þeirra en þau tóku við viðurkenningu til afkomenda Alberts „Berta bakara“ Þorkelssonar. Trausti Jónsson tekur við viðurkenningu frá Leikdeild Skalla- gríms fyrir hönd móður sinnar Oddnýjar Þorkelsdóttur. Fyrir leik Skallagríms og Keflavíkur mætti Hannes Jónsson formaður KKÍ og afhenti viðurkenningar. Sólrún Anna Rafns- dóttir, sem fékk fyrir nokkru afhent gullmerki KKÍ, er hér að fá merkið nælt í sig að nýju. Silli Ara og Gunna Fjeldsted búin að gæða sér á afmælis- tertunni frá Geirabakaríi. Kristmar Ólafsson og Jakob Skúlason voru heiðraðir af knattspyrnudeild Skallagríms fyrir afar góð störf.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.