Skessuhorn


Skessuhorn - 07.12.2016, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 07.12.2016, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2016 15 www.skessuhorn.is Hæfniskröfur Rík þjónustulund• Góð almenn tölvukunnátta• Góð samskiptahæfni• Sjálfstæði og metnaður í starfi• Hreint sakavottorð og yfir 25 ára Þú getur sótt um eða fengið frekari upp- lýsingar um starfið með því að senda tölvupóst á Hamar@icehotels.is Umsóknarfrestur er til 17. desember Óskum eftir starfsmanni í fullt starf í gestamóttöku á Icelandair Hótel Hamri SK ES SU H O R N 2 01 6 Eins og komið hefur fram í Skessu- horni var viðurkenningin Ljósberi afhent á Sauðamessu sem fram fór í Borgarnesi 1. október síðast- liðinn. Viðurkenningin er afhent þeim fyrirtækjum og stofnunum í Borgarbyggð sem veita einstak- lingum með fötlun atvinnu. Alls voru það sex fyrirtæki sem fengu viðurkenningu þetta árið. Eitt þeirra var N1 í Borgarnesi. Herdís Jónsdóttir, stöðvarstjóri átti ekki heimangengt á Sauða- messu, en veitti viðurkenningunni viðtöku nýverið á N1. Fyrirtækið hefur staðið sig vel í því að veita einstaklingum með fötlun atvinnu allt árið. „Velferðarnefnd Borgar- byggðar, sem stendur fyrir því að viðurkenningin sé veitt, þakkar N1 fyrir og óskar fyrirtækinu velfarn- aðar á þessu sviði sem og öðrum. Það sannast vel í þessum mála- flokki að við getum öll gert gagn, allir eru góðir í einhverju og sam- an myndum við sterka heild sem auðgar og styrk- ir atvinnulífið í B o r g a r b y g g ð , “ segir í tilkynn- ingu frá velferðar- nefnd. mm N1 fékk Ljósberann afhentan Herdís Jónsdóttir tók við viðurkenn- ingunni fyrir hönd N1 úr hendi Huldu Hrannar Sigurðardóttur formanns vel- ferðarnefndar. Ljósm. Gunnlaugur A. Júlíusson. Úthlutað hefur verið úr Minn- ingasjóði Björns Rúnarsson frá Þverfelli Lundarreykjadal. Björn var fæddur 30. nóvenber 1975 og lést 11. júní 1995. Meg- intilgangur sjóðsins er að styrkja bráðveik og langveik börn og ungmenni. Úthlutað er úr sjóðnum á fæðingardegi Björns. Frá stofnun sjóðsins hafa 23 ein- staklingar hlotið styrki. Þann 30. nóvenber síðast- liðinn var úthlutað úr sjóðnum 800.000 krónum til eftirtalinna tveggja einstaklinga: Dags Kára Kristinssonar (Hjálpartækjasjóð- ur), Holtsflöt 7 á Akranesi og Ólafs Kristins Viðarssonar á Miðhúsum í Kollafirði á Ströndum. Auk þessara styrkja var í apríl á þessu ári greitt 200.000 króna framlag í söfnun til stuðnings aðstandendum Friðriks J. Björgvinssonar á Núpi í Berufirði. Tekjur sjóðsins er sala minninga- korta, áheit og frjáls framlög ein- staklinga, fyrirtækja og félagasam- taka. Minningakortin fást hjá Ar- ion banka í Borgarnesi og á Þver- felli. Sjóðurinn er í vörslu Arion banka Borgarnesi, reikningur númer 0354-13-200686, kenni- tala 141251-3259, netfang tver- fell@vesturland.is. „Við viljum þakka þeim fjöl- mörgu sem sýnt hafa sjóðnum velvild og hlýhug á síðusu árum með kaupum á minningakort- um, áheitum og gjöfum,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum Minningasjóðs Björns Rúnars- sonar. mm Úthlutað úr Minningasjóði Björns Rúnarssonar S Ý N Pottaskell S T Y R K TA R F É L A G L A M A Ð R A O G F AT L A Ð R A Í Þ Á G U FAT L A Ð R A B A R N A O G U N G M E N N A Sölutímabil 2. – 16. desember C

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.