Skessuhorn


Skessuhorn - 07.12.2016, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 07.12.2016, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 201614 Ólafsvíkurkirkja verður 50 ára 19. nóvember á næsta ári. Ákveðið hefur verið að minnast þess með ýmsum hætti. Hátíðarmessa verð- ur á sjálfan afmælisdaginn en auk þess er stefnt að ýmsum viðburð- um á afmælisárinu. Afmælisnefnd hefur verið skipuð til að undirbúa dagskrá. Í henni sitja Auður Böðv- arsdóttir, Björn Arnaldsson, Erla Gunnlaugsdóttir, Pétur Jóhanns- son og Sigrún Ólafsdóttir. Sturla hefur sterkar taugar til kirkjunnar Fyrsta skóflustungan að nýrri kirkju í Ólafsvík var tekin 1961 af Stefáni Kristjánssyni og var vígslan síð- an sex árum síðar. Byggingameist- ari var Böðvar Bjarnason frá Böðv- arsholti í Staðarsveit. Þegar kirkjan var í byggingu starfaði Sturla Böðv- arsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, með föður sínum við framkvæmd- ina. Þegar fagnað var 40 ára afmæli kirkjunnar árið 2006 rifjaði Sturla í viðtali við blaðamann Skessuhorns upp minningar tengdar kirkjubygg- ingunni, sem hann segir hafa ver- ið ánægjulegan tíma. „Ég byrjaði að vinna við smíðina með pabba þeg- ar ég var sextán ára gamall og var við bygginguna meira og minna á sumrin þar til henni var lokið, allt frá því að vinna á loftpressu til þess að setja krossinn á turninn og hengja upp altaristöfluna. Ólafsvíkurkirkja er flókin bygging og faðir minn var vakinn og sofinn yfir þessu verk- efni. Ég var að læra húsasmíði hjá honum á þessum árum og fór síð- ar í byggingatæknifræði eftir það. Þegar kom að því að vígja kirkj- una vorum við Hallgerður Gunn- arsdóttir farin að búa. Okkur þótti tilvalið að standa aðeins upp frá skólabókunum í Reykjavík, skreppa vestur og láta gifta okkur og skíra elsta barn okkar, Gunnar, í leiðinni. Þannig vildi það til að hjónaband okkar er jafngamalt kirkjunni. Þessi dagur, þ.e. 19. nóvember er helg- ur dagur í okkar fjölskyldu bæði af þessu og vegna fleiri atburða. Og svo hefur hjónaband okkar Hall- gerðar verið gott og farsælt þannig að yfir öllu þessu er mikil blessun,” sagði Sturla í viðtali við Skessuhorn árið 2006. mm Ólafsvíkurkirkja hálfrar aldar á næsta ári Sturla Böðvarsson með föður sínum Böðvari Bjarnasyni byggingameistara fyrir framan Ólafsvíkurkirkju þegar hún var í byggingu. Ólafsvíkurkirkja verður 50 ára í nóvember á næsta ári. Á komandi misserum stendur til að ráðast í nauðsynlegar viðhaldsfram- kvæmdir á Hellnakirkju í Staðastað- arsókn. Kirkjan var vígð 12. ágúst 1945 og átti því 70 ára afmæli á síð- asta ári. Löngu er kominn tími á viðhaldsframkvæmdir við kirkjuna og liggur hún nú undir skemmd- um. Að sögn Hafdísar Höllu Ás- geirsdóttur, formanns sóknarnefnd- ar á Hellnum, er ástand kirkjunnar orðið slæmt. „Hvolfþak er á kirkj- unni og hún er hreinlega að gliðna í sundur að sunnanverðu. Þakið er byrjað að síga og ef ekkert verð- ur að gert, þá hrynur það,“ segir hún. Hellnasókn er ein af fámenn- ustu sóknum landsins, með aðeins fimmtán sóknarbörn. Í fámennum sóknum sem þessum duga sóknar- gjöldin skammt til að standa straum að viðhaldi, enda ekki um marga að ræða sem greiða í sjóðinn. En nú má segja að búið sé að lyfta grettis- taki í að afla fjár til framkvæmdanna. „Það safnaðist mest þegar afmælis- kaffi kirkjunnar var haldið í desemb- er í fyrra og vonandi næst nú að gera það nauðsynlegasta,“ segir Haf- dís. Hún segist nú þegar hafa rætt við iðnaðarmenn en eitthvað hafi það dregist að hefja framkvæmd- ir. „Við erum búin að stefna að því í allt haust að byrjað verði á þessu og ég vonast til að það verði sem fyrst. Við stefnum á að þetta verði klár- að næsta vor, ef veður verður gott. Næsta sumar ætti kirkjan því að vera orðin nokkuð góð.“ Gáfu kirkjunni landið Hellnakirkja fékk rausnarlega gjöf á dögunum þegar hjónin Reyn- ir Bragason og Jónasína Oddsdótt- ir gáfu kirkjunni sinn 62,5% eign- arhluta af landinu sem hún stend- ur á. Hjónin eru fyrrum ábúendur á Laugabrekku en landið fékk Reyn- ir í arf eftir fósturföður sinn. Í bréfi sem kirkjunni barst frá hjónunum segir m.a. að í opinberum gögn- um fasteignaskráningar hafi kirkj- an verið talin þeirra eign. Þá segir að það sé skoðun gefenda að það sé ekki rétt. Í afsali sé þó tekinn af all- ur vafi um þetta efni. Ástæðan fyr- ir þessari villandi skráningu virðist vera sú að aldrei hefur verið geng- ið frá lóðarréttindum fyrir kirkjuna en kerfið skráir fasteign á landeig- endur þangað til að lóðaréttindi eru frágengin. Í afsali er kirkjan einn- ig höfð með til að allur misskilning- ur sé úr sögunni. „Við óskum kirkj- unni alls hins besta og að takast megi að færa ástand hennar í betra horf,“ segir m.a. í bréfinu. Þungur rekstur Hafdís vonast til þess að auðveld- ara verði að fá úthlutað styrkjum, nú þegar kirkjan á landið sem hún stendur á. „Það var alltaf litið á kirkj- una sem bændakirkju, af því að land- ið var í eigu fólks en ekki kirkjunn- ar.“ Hún segir það oft á tíðum erf- itt fyrir litlar sóknir að reka kirkjurn- ar. „Sóknargjöldin ná ekki einu sinni upp í kostnaðinn á rekstri kirkjunn- ar, hvað þá meir. Biskupsstofa mætti aðstoða meira hvað þetta verðar, allavega við að reyna að halda kirkj- unum í góðu ástandi. Litlar sóknir hafa einfaldlega ekki burði til þess.“ Þá þurfi sóknirnar að sækja um styrki til framkvæmda við kirkjurnar. „En maður fær ýmist neitun eða mjög lítið. Það dregur úr manni máttinn að sækja um og fá svo alltaf neitun. Líka að þurfa stanslaust að vera að sækja um þetta. Það ætti kannski frekar að vera mannskapur hjá Bisk- upsstofu sem heldur utan um þessi mál og hjálpar þessum litlu sóknum að framkvæma það sem þarf að gera. Þetta er orðið bákn á litlum sókn- um, enda vantar alveg að yfirstjórnin hjálpi til. Hvernig fer þetta til dæmis ef allir hætta í sókninni? Hvar endar þá kirkjan,“ spyr Hafdís. Mikið sönglíf í sókninni Þrátt fyrir að Hellnakirkjusókn sé lítil er mikið um að vera. „Sókn- in stendur fyrir miklu tónlistarlífi í sveitinni, ásamt tveimur öðrum nær- liggjandi sóknum. Ekki er sjálfgefið að hægt sé að halda úti slíku starfi á stað sem þessum en um er að ræða bæði karlakórinn Heiðbjörtu og blandaðan kór sem kallast Samkór Lýsu. Það er kirkjukórinn en flest- ir sem eru í karlakórnum eru einnig í samkórnum. Það er mikið sönglíf hérna enda æfir Samkór Lýsu aðra hvora viku en karlakórinn kemur og æfir sig í hverri viku og tvisvar aðra vikuna,“ útskýrir Hafdís. Nú stendur til að framkvæmdir við kirkjuna hefj- ist á næstu misserum og eru sóknar- börn þakklát fyrir alla þá aðstoð sem borist hefur. „Við viljum skila þakk- læti til allra sem hafa styrkt kirkjuna og auðvitað til Reynis og Jónasínu. Þetta er mjög góð og rausnarleg gjöf og við færum þeim bestu þakkir fyr- ir,“ segir Hafdís. Séra Páll Ágúst Ólafsson sóknar- prestur í Staðastaðarprestakalli er sóknarnefndinni þakklátur og sam- gleðst með sóknarbörnum yfir því að viðhaldsframkvæmdir séu fram- undan á kirkjunni. „Ég gleðst yfir því að þessi árangur hafi náðst og mig langar að hrósa sóknarnefndinni fyrir verulega gott unnið starf. Þetta sýnir hvað hægt er að ná miklum ár- angri þegar fólk setur sér markmið og vinnur sameiginlega að þeim.“ grþ Viðhaldsframkvæmdir framundan á Hellnakirkju Hellnakirkja á Snæfellsnesi. Kórfélagar á æfingu. Ljósm. Eygló Kristjánsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.