Skessuhorn


Skessuhorn - 07.12.2016, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 07.12.2016, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 20166 Smáhýsi við Hótel Hafnarfjall HVALFJ.SV: Um þessar mundir er verið að koma smá- hýsum fyrir á lóð Hótel Hafn- arfjalls. Að sögn Arnþórs Gylfa Árnasonar hótelstjóra verða hýsin tilbúin til notkunar 1. júní á næsta ári. „Við erum að vinna með þessa tíu hektara sem eru hérna og nú er verið að byggja fimm smáhýsi neðar í landinu. Það eru ellefu smáhýsi sem eru á skipulagi en við byrjum á þess- um fimm,“ segir hann. Þá segir hann að einnig sé búið að teikna stækkun á hótelinu um 20 her- bergi en ekki verði ráðist í þær framkvæmdir á þessu eða næsta ári. -grþ Fjórir sækja um stöðu forstjóra HVE VESTURLAND: Fjórir um- sækjendur eru um embætti for- stjóra Heilbrigðisstofnunar Vesturlands sem velferðarráðu- neytið auglýsti laust til umsókn- ar í byrjun nóvember síðastliðn- um. Umsækjendur eru Birk- ir Már Kristinsson sjúkraþjálf- ari, Erna Einarsdóttir hjúkrun- arfræðingur, Jóhanna Fjóla Jó- hannesdóttir hjúkrunarfræð- ingur og Jóhannes Finnur Hall- dórsson viðskiptafræðingur. Þriggja manna nefnd sem skip- uð er af heilbrigðisráðherra í samræmi við lög um heilbrigð- isþjónustu metur hæfni um- sækjenda um stöður forstjóra heilbrigðisstofnana. Staðgeng- ill forstjóra HVE er Ásgeir Ás- geirsson, en fráfarandi forstjóri er Guðjón S Brjánsson sem nú tekur sæti á Alþingi. -mm Jóna Alla komin áfram AKRANES: Skagamærin Jóna Alla Axelsdóttir heldur áfram þátttöku sinni í þætt- inum The Voice Iceland sem sýndur er á sjónvarpi Sím- ans. Það var mikil spenna sem ríkti í þættinum síðast- liðið föstudagskvöld þegar Jóna Alla háði einvígi á móti Alexöndru Dögg Einarsdótt- ur, en þær eru tvær af yngstu keppendum ársins. Stúlk- urnar grættu feður sína og þjálfarann sinn, Sölku Sól, með flutningi sínum á El- ton John laginu Your song. Salka valdi á endanum Alex- öndru áfram en þegar allt virtist vera á enda hjá Jónu Öllu ýtti þjálfarinn Unn- steinn Manúel á hnappinn og „stal henni“. Hún keppir því áfram í The Voice Ice- land, en nú í liði Unnsteins. Næst þegar Jóna Alla stígur á svið í keppninni mun hún keppa á móti tveimur öðrum í tríói, þar sem einn af þeim kemst áfram en þjálfararn- ir hafa einnig kost á því að „stela“ í þeirri umferð. -grþ Björgunar- sveitir taka dróna í þjónustu sína VESTURLAND: Talsverð- ur áhugi er meðal björgun- arsveita á svæði 4 hjá Slysa- varnafélaginu Landsbjörgu, þ.e. á sunnanverðu Vestur- landi, að kaupa dróna til að nota við leit og björgun. Auk þess að þjálfa upp mannskap til að stýra tækjunum. Bún- aður af þessu tagi hefur þeg- ar sýnt sig að geti komið að góðum notum við ákveðn- ar aðstæður, til að mynda við leit á Suðurlandi sumar- ið 2014. Nýlega var haldinn sameiginlegur fundur sveit- anna í Borgarnesi þar sem stofnaður var hópur fólks, þvert á sveitir, sem hefur á þessu áhuga. Lagt er upp með að hver björgunarsveit á starfssvæðinu fjármagni kaup á einum dróna. Hópurinn í heild myndi svo standa fyr- ir þjálfun. Á fundi í Björgun- arsveitinni Ok í Borgarfirði í liðinni viku var samþykkt að leggja 300 þúsund krónur til kaupa á dróna. Þetta kemur fram í fundargerð frá félags- fundi í Oki. -mm Í byrjun næsta árs tekur gildi breyt- ing sem snýr að lögum um veit- ingastaði, gististaði og skemmt- anahald. Meginmarkmið breyt- inganna er að koma til móts við þá þróun sem orðið hefur í fram- boði gistirýmis. Til að skýra ýmis atriði er snúa að lögunum var nauðsynlegt að setja nýja reglu- gerð sem kveður meðal annars nánar á um skilyrði heimagisting- ar og fleira og hafa drög að slíkri reglugerð nú verið kynnt. Byggð- arráð Borgarbyggðar fjallaði um drögin á fundi sínum nýverið og tók þar undir niðurstöður úr áður- framlagðri umsögn Sambands ís- lenskra sveitarfélaga um að drög- in verði ekki samþykkt sem reglu- gerð óbreytt. Þá leggur byggðar- ráð fram athugasemdir varðandi ellefu atriði. Meðal annars segir í bókun byggðarráðs að vandséð sé að drögin leiði til einföldunar á því kerfi sem sér um leyfisveiting- ar til veitinga- og gististaða, líkt og reglugerðin átti að gera. Þá er bent á í bókuninni að nauðsynlegt sé að sveitarfélög geti gert kröfu um að rekstaraðili og leigusali sýni fram á að næg bílastæði séu við gististaði og í grennd við gististað. Kröfur til sveitarfélaga aukast Fleiri ábendingar eru í bókun byggð- arráðs varðandi reglugerðardrögin. Þar stendur meðal annars: „Í ákvæði 1. mgr. 39. gr. reglugerðardraganna er gert ráð fyrir að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu sé eftirlitsaðili með allri heimagistingu á landinu. Að áliti byggðarráðs er eftirliti og skráningu betur háttað með aðkomu staðbundinna stjórnvalda, þ.e. hverju sýslumannsembætti til að tryggja yfirsýn, virkt eftirlit og að upplýs- ingar skili sér og verði aðgengileg- ar.“ Einnig bendir byggðarráð á að ef reglugerðardrögin gangi óbreytt eftir er einsýnt að kröfur á sveitarfé- lögin muni aukast er varðar umsýslu með umsagnir. „Það getur ekki sam- ræmst góðri og skilvirkri stjórnsýslu að hafa einn eftirlitsaðila með allri heimagistingu vítt og breitt um land- ið. Í fjölmörgum greinum í II. kafla reglugerðarinnar er ýmis upptalning á búnaði gististaða m.a. stærð rúma, lampa, sápu og vatnsglass o.fl. Varla er það skynsamleg verkaskipting að vera með lögreglu og sýslumenn í að fylgja eftir framangreindum þáttum. Nær væri að koma umræddum kröf- um fyrir í hollustuháttareglugerð þar sem heilbrigðisnefndir sveitar- félaga hafa nú þegar reglulegt eftir- lit með viðkomandi starfsemi,“ segir jafnframt í bókun byggðarráðs. Tekur undir með Sambandi íslenskra sveitarfélaga Þá óskar sveitarfélagið Borgarbyggð eftir því að leitast verði við að svara tveimur þáttum áður en farið verð- ur í útgáfu reglugerðarinnar. Annars vegar vill sveitarfélagið að lagt verði mat á hve tekjur sveitarfélaga skerð- ast mikið vegna minnkaðra fast- eignagjalda sbr. 12. gr. reglugerð- arinnar. Hins vegar óskar sveitarfé- lagið eftir því að kostnaðarmat fáist við uppbyggingu og rekstur miðlægs gagnagrunns vegna eftirlits sýslu- mannsembættisins á höfuðborgar- svæðinu með heimagistingu um land allt sbr. 39. gr. „Byggðarráð tek- ur að öðru leyti undir framkomnar athugasemdir Sambands íslenskra sveitarfélaga við þau reglugerðar- drög sem hafa verið kynnt og legg- ur til að drögin verði ekki samþykkt sem reglugerð óbreytt.“ grþ Vilja breytingar á reglugerðar- drögum um heimagistingu Meðal annars er lagt til að sýslumenn ákveði sáputegundir á gististöðum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.