Skessuhorn


Skessuhorn - 07.12.2016, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 07.12.2016, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 20162 um einstakling sem verðskuldað gæti þetta sæmdarheiti fyrir fram- göngu sína í starfi og/eða leik. Skilyrði er að sá sem tilnefndur er sé búsettur á Vesturlandi. Jafn- framt er óskað eftir einni setningu þar sem tilnefning er rökstudd. Fyllsta trúnaðar er gætt varðandi tilnefnendur. Ábendingum verður svo safnað saman og sérstök val- nefnd á vegum ritstjórnar Skessu- hornss metur þær. Valinu verð- ur síðan lýst í fyrsta blaði nýs árs, miðvikudaginn 4. janúar 2017. Tilnefningar um Vestlending ársins 2016 óskast sendar sem fyrst á: skessuhorn@skessuhorn. is Einnig er hægt að hringa í síma 894-8998. mm Stekkjastaur kemur til byggða aðfarar- nótt mánudagsins 12. desember, fyrstur jólasveina. Því næst kemur bróðir hans Giljagaur, þá Stúfur og síðan einn í einu þar til á aðfangadag. Foreldrar jólasvein- anna, hjúin Grýla og Leppalúði, sem bæði eru áskrifendur Skessuhorns, eru hér með beðin um að minna syni sína á að drattast af stað á réttum tíma svo börn landsins fari ekki sár og svekkt út í mánudaginn 12. desember með tóman skó í glugganum. Þau eru jafnframt beðin um að halda katt- arófétinu innandyra fram yfir hátíðirnar. Það verður norðaustan 13-18 m/s á Vest- fjörðum og með norðurströnd lands- ins á morgun. Rigning eða slydda en yfir- leitt fremur hæg suðlæg eða breytileg átt annars staðar á landinu. Rigning eða skúrir suðvestan til en þurrt að mestu fyr- ir austan. Hiti 2-7 stig, mildast með suður- ströndinni. Á föstudag gengur í norðaust- an 10-15 m/s með rigningu, en úrkomu- lítið hér á Vesturlandi. Sums staðar vægt frost framan af degi fyrir norðan. Annars hiti, 1-6 stig, mildast með suðurströnd- inni. Á sunnudag spáir suðaustanátt með rigningu og á mánudag er útlit fyrir suð- lægar áttir með vætu og áframhaldandi mildu veðri. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hvenær byrjar þú að undirbúa jólin?“ Flestir, eða 48%, sögðu „í upphafi aðventu“ en „ég geri ekkert fyrir jólin, svöruðu næst- flestir, 16%. „Nokkrum dögum fyrir jól“ sögðu 12%, „um miðjan desember“ sögðu 11% og 10% segjast byrja að undirbúa jólin að hausti. Fæstir byrja fyrir þann tíma, því „fyrr á árinu“ svöruðu aðeins 3% þeirra sem þátt tóku. Í næstu viku er spurt: Hvað ætlar þú að baka margar smákökusortir fyrir jólin? Rúna Ösp Unnsteinsdóttir, tvítug stúlka frá Grundarfirði, hefur verið ráðin til að tala inn á teiknimyndaþætti um sögu- persónuna Punky, litla stúlku með Downs heilkenni. Rétt eins og Punky er Rúna Ösp með Downs heilkennið en það var að ósk framleiðanda að sá eða sú sem léði Punky rödd sína væri þeim eiginleikum gæddur. Rúna Ösp rúllaði upp prufunum og fékk hlutverkið. Rætt er við Rúnu Ösp í Skessu- horni vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Aukið eftirlit við skóla VESTURLAND: Lögregl- an á Vesturlandi hefur nú tek- ið upp aukið eftirlit með um- ferðinni í kringum grunnskóla og leikskóla í umdæminu. At- hugað er með ökuhraða og hvort að allir séu að nota rétt- an öryggisbúnað, jafnt börn sem fullorðnir. -mm Úr leik í Útsvari SNÆFELLSBÆR: Lið Snæ- fellsbæjar mætti liði Þingeyj- arsveitar í Útsvari, spurninga- keppni sveitarfélaganna á RÚV, að kvöldi síðasta föstu- dags. Lið Snæfellsbæjar skip- uðu þau Hafdís Rán Brynjars- dóttir, Halldór Kristinsson og Örvar Marteinsson. Jafnræði var með liðunum eftir leik- inn og enn átti spenna eftir að færast í keppnina. Staðan var jöfn, 38-38 eftir orðaþrautina. Þingeyingar náðu yfirhönd- inni í flokkaspurningunum og höfðu tíu stiga forskot, 53-43 fyrir stóru spurningarnar. Liði Snæfellsbæjar tókst ekki að gera sér mat úr þeim og varð að lokum að játa sig sigrað, 76-43. Aðeins ein viðureign er eftir í fyrstu umferð keppninn- ar og ljóst að stigin 43 munu ekki duga Snæfellsbæ til að komast áfram í næstu umferð sem eitt af stigahæstu taplið- unum. Akraneskaupstaður er því eina Vesturlandsliðið sem kemst áfram í aðra umferð þáttarins. -kgk Þróttur mokar snjó HVALFJ.SVEIT: Miðviku- daginn 30. nóvember skrif- uðu Hvalfjarðarsveit og Vega- gerðin undir snjómoksturs- samning við verktakafyrirtæk- ið Þrótt ehf. Munu starfsmenn fyrirtækisins sjá um allan snjó- mokstur í sveitarfélaginu til móts við Vegagerðina. Þá mun Þróttur sjá um allan mokstur heimreiða sem í boði er skv. viðmiðunarreglum um snjómokstur í sveitarfélaginu. Frá þessu er greint á heima- síðu Hvalfjarðarsveitar, en þar birtist einnig meðfylgjandi mynd sem tekin var eftir und- irritun samningsins. Á henni eru f.v. Skúli Þórðarson sveit- arstjóri, Helgi Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Þróttar og Valgeir Ingólfsson, yfirverk- stjóri hjá svæðismiðstöð Vega- gerðarinnar í Borgarnesi. -kgk Þorvaldur Víðisson biskupsritari ritaði nýverið formönnum sókn- arnefnda í Staðastaðarprestakalli á Snæfellsnesi bréf þar sem til- kynnt var um ákvörðun Agnes- ar Sigurðardóttur biskups um að aflétta búsetuskyldu sóknarprests á kirkjustaðnum Staðastað. Þrátt fyrir miklar framkvæmdir í hús- inu á liðnum árum er það ekki gallalaust, en deildar meiningar eru um ástand þess. Í bréfi bisk- upsritara kemur ekki fram hvort ákvörðun þessi er varanleg eða til skamms tíma. Séra Þorvaldur Víðisson staðfestir í samtali við Skessuhorn að ákvörðun þessi feli í sér að prestur getur nú ákveðið hvar búseta hans verður. Ekki hef- ur verið tekin ákvörðun um bygg- ingu nýs prestsbústaðar á kirkju- staðnum. Í bréfinu kemur fram að biskup og sóknarprestur munu í samein- ingu vinna að því að finna sama- stað í prestakallinu fyrir skrifstofu sóknarprests. „Biskupi er umhug- að um að prestsþjónustan í presta- kallinu sé tryggð,“ segir í bréfinu, sem endar á þann veg: „Þótt for- sendur hafi breyst varðandi búsetu sóknarprestsins er það von bisk- ups að trúnaðarmenn kirkjunnar í sóknarnefndum ásamt sóknar- presti skipuleggi nú í sameiningu hina kirkjulegu þjónustu í presta- kallinu út frá þessum nýju for- sendum og með hagsmuni sóknar- barna að leiðarljósi.“ Í opnu og fremur harðorðu bréfi sem Ólína Gunnlaugsdótt- ir á Ökrum, ritari í sóknarnefnd Hellnakirkju, ritar Agnesi Sig- urðardóttur biskupi Íslands, er því mótmælt að biskup hafi aflétt bú- setuskyldu sóknarprests á Staða- stað. Ólína lýsir vonbrigðum sín- um með ákvörðun biskups. „Við erum orðlaus og lýsum vonbrigð- um og réttlátri reiði. Án vitundar, hvað þá samráðs, hefur þú svift prestakallið prestssetri sínu, sam- þykkt að sóknarprestur flytji upp á sitt einsdæmi úr prestakallinu og að hann sinni ekki starfi sínu sem slíkur! Þrátt fyrir ítrekaðar athuga- semdir, bæði skriflegar og munn- legar, jafnvel á fundum með þér sjálfri, hunsar þú okkur sóknar- börn Staðastaðarprestakalls, gerir lítið úr tilveru okkar hér sem með- limir Þjóðkirkjunar og starfi okkar sem höfum unnið sem ,,trúnaðar- menn kirkjunnar” eins og þú kall- ar það,“ ritar Ólína í bréfi sínu til biskups sem hún birtir á Facebook síðu sinni. mm Biskup afléttir búsetuskyldu sóknarprests á Staðastað Horft heim að Staðastað. Kirkjan til hægri en íbúðarhús og útihús til vinstri. Enn á ný mun Skessuhorn gang- ast fyrir vali á Vestlendingi ársins. Í lok hvers árs hefur verið kallað eftir tilnefningum frá almenningi Tilnefningar óskast um Vestlending ársins Nýlega varð ferðamaður á leið um Borgarfjörð fyrir því óláni að tapa peningaveski sínu. Þegar hann ætl- aði að borga fyrir matinn á Hótel Húsafelli greip hann í tómt. Maður þessi hafði fyrr um daginn týnt vesk- inu á veginum framan við Hönnu- búð í Reykholti. Hafði lagt veskið ofan á bílþakið meðan hann greiddi fyrir bensín í sjálfsalanum. Þórar- inn Skúlason bóndi á Steindórsstöð- um ók þar framhjá síðar um daginn og sá veskið liggjandi í snjóslabbi á götunni og tók það til handargagns. Í ljós kom að veski þetta var ekk- ert venjulegt peningaveski og eng- inn venjulegur meðal-Jón sem það átti. Eigandinn var Rússi sem kom- ist hefur í góðar álnir. Í því var með- al annars að finna gullpenna, lykil að bankahólfi, um tíu greiðslukort og þverhandarþikk búnt af pening- um í fimm gjaldmiðlum; meðal ann- as dollarar, evrur en sínu mest af rússneskum rúblum. Áætlaði heim- ilisfólk á Steindórsstöðum að þetta væru peningar að verðgildi tveggja milljóna íslenskra króna. Þórarinn ákvað strax að reyna sjálfur að finna eiganda veskisins og freista því að koma því aftur í réttar hendur. Í því var meðal annars kort frá bílaleigunni Hertz. Með því að hafa uppi á bílaleigunni tóks honum að rekja ferðir mannsins og gat látið hann vita í Húsafelli hvar maðurinn mætti vitja veskisins. Rússinn kom að Steindórsstöðum ásamt eigin- konu og einkabílstjóra og bauð fram fundarlaun, sagði að það væri sann- gjarnt að finnandinn fengi allavega helming þeirra peningaseðla sem í veskinu voru. Það þáði Þórar- inn hins vegar ekki, en Rússinn tók ekki annað í mál en hann fengi þó að launum tvær vodkaflöskur fyrir ómakið og greiðann. „Það var gam- an að geta gert fólki svona greiða og mikið leið manni vel á eftir, ekki síst að sjá hvað fólkið var þakklátt þeg- ar það hafði endurheimt verðmæti sín,“ sagði Þórarinn í samtali við Skessuhorn. mm Veskinu komið til skila og vodki að launum Ólöf Guðmundsdóttir hóf störf sem atvinnuráðgjafi hjá Samtökum sveit- arfélaga á Vesturlandi 1. desember síðastliðinn. Var hún ráðin úr hópi 28 umsækjenda um stöðuna. Ólöf er fædd og uppalin í Borgarnesi. Hún er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og lauk nýverið meistara- námi í forystu og stjórnun frá Há- skólanum á Bifröst. Ólöf hefur langa reynslu af fjármálastjórnun hjá fyr- irtækjum, hefur starfrækt bókhalds- þjónustu og starfað hjá endurskoð- unarfyrirtækinu Grant Thornton. „Um leið og við bjóðum Ólöfu vel- komna til starfa, viljum við þakka umsækjendum fyrir sýndan áhuga,“ segir í frétt á vef SSV. kgk Ólöf er nýr atvinnuráðgjafi SSV

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.