Skessuhorn


Skessuhorn - 07.12.2016, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 07.12.2016, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 201626 Kannanir hafa sýnt að eldvarnir eru ófullnægjandi á mörgum heimilum og íbúarnir því berskjaldaðir fyr- ir eldsvoðum. Hættan er mest þeg- ar líður að jólum þegar skreytingum fjölgar. Svo um sjálfar hátíðirnar þarf að passa upp á enn fleira, svo sem raforkunotkun, ástand reykskynjara, logandi kerti og margt fleira. Í ljósi þess að nú gengur í garð sá árstími þar sem hætta er á elds- voðum af völdum kertaljósa og jóla- skreytinga hefur Bjarni K. Þorsteins- son slökkviliðsstjóri í Borgarbyggð tekið saman lista með atriðum sem nauðsynlegt er að hafa í huga á að- ventunni. Bjarni tekur fram að hann mælir fyrir hönd allra slökkviliða í landshlutanum, sömu heilræða eiga allsstaðar við. Ábenindingar Bjarna fylgja hér á eftir. Svokallaður „Pop up“ jólamarkað- ur var haldinn á kaffihúsinu Skökk- inni Café á Akranesi síðastliðinn fimmtudag. Margt var um mann- inn og sannkölluð markaðsstemn- ing var á kaffihúsinu. Ýmsir aðil- ar seldu vörur sínar á markaðinum, sem allar áttu það sameiginlegt að vera tilvaldar í jólapakkann. Meðal þeirra sem tóku þátt voru listakonan Tinna Royal, Inga Dóra Jóhanns- dóttir frá Leir Kompunni, María Björgvins með vörur frá Forever Living, TdP design með jólakjóla, leggings og silkihálsmen, Elsa Rut með handunnu hálsmenin Viðhengi og FeelGoodArt, sem er hönnun vinkvennanna Elsu Rutar og Láru Ingólfs. Ljúf jólalög voru spiluð og hægt var að njóta þess að gæða sér á góðum drykkjum og meðlæti. Til stendur að halda annan Pop up markað fimmtudaginn 15. desemb- er næstkomandi. grþ „Pop up“ jólamarkaður á Skökkinni Café Listakonan Tinna Royal, G. Sjöfn Magnúsdóttir frá TdP design og Elsa Rut frá Við- hengi og FeelGoodArt. Fjöldi fólks mætti á jólamarkaðinn á Skökkinni. Gagnleg ráð og ábendingar vegna eldvarna og slysahættu um hátíðirnar Lágmarkseldvarnir á heimilum eru: Virkir reykskynjarar, tveir eða fleiri.• Léttvatns- eða duftslökkv• itæki við helstu flóttaleið. Eldvarnateppi á sýnilegum stað í eldhúsi.• Gætum varúðar um jól og áramót: Reykskynjarar eru sjálfsögð og ódýr líftrygg-• ing, skipta skal um reykskynjara á tíu ára fresti. Og rafhlöður í byrjun desember ár hvert eða oft- ar ef þörf er á. Átt þú handslökkvitæki? Er það í lagi? Hvenær var • það síðast yfirfarið? Slökkvitæki á að vera• á sýnilegum stað, ekki í felum inni í skáp! Ofhlöðum ekki fjöl• tengi og gætum að gömlum og lélegum rafbúnaði. Notum ávalt viðurkennd• ar rafvörur og fjöltengi með slökkvara og gaumljósi. Eldvarnate• ppi skal vera í hverju eldhúsi og á að- gengilegum og sýnilegum stað. Gerum flót• taáætlun úr íbúðinni vegna eldsvoða með öllum á heimilinu og æfum hana reglulega. Tvær greiðar flóttaleiðir úr hverri íbúð! G• ætum varúðar í umgengni við kertaljós og skreytingar, skiljum börn aldrei eftir eftirlitslaus nærri logandi kertum eða eldi. Aðgætum íb• úðir okkar áður en gengið er til hvílu, eða þær eru yfirgefnar að degi til, hvort nokkurs- staðar logi á kerti eða skreytingum. Logandi ker• taljós séu aldrei höfð í gluggum vegna dragsúgs og lausra gardína. Dreifið se• m mest raforkunotkun við matseld um jól og áramót. Það kemur í veg fyrir hugsan- leg óþægindi vegna mikils álags á dreifikerfi raf- magns. Ullar- eða leðurvettli• ngar á höndum og öryggis- gleraugu á öll nef við meðferð flugelda um ára- mót. Munum 112 neyðarlína ef slys, veikindi eða elds-• voða ber að höndum. mm Það ríkti jólastemning í Stykkis- hólmi síðasta sunnudag þegar jóla- basar kvenfélagsins Hringsins var haldinn. Líkt og undanfarin ár var basarinn haldinn í Hótel Stykk- ishólmi, í gamla félagsheimilinu. „Hótelstjórinn leyfir okkur alltaf að vera þarna og fá aðgang að eldhús- inu, til að hita súkkulaði og útbúa pönnukökur með rjóma og sykri. Þegar félagsheimilið var byggt var það fjármagnað af félagasamtökum í bænum og í staðinn fengum við aðgang að því, það er hefð sem hef- ur haldist. Við höfum alltaf haft að- gang að félagsheimilinu út af þess- ari gömlu hefð. Það væri hægt að stoppa það en við eigum svo ynd- islegan hótelstjóra sem leyfir okkur þetta,“ segir Svanhildur Jónsdóttir formaður kvenfélagsins. Kvenfélagið Hringurinn fagnar 110 ára afmæli í janúar næstkom- andi og segir Svanhildur að tugir ára séu síðan fyrsti jólabasarinn var haldinn. „Þetta er orðin mjög göm- ul hefð. Við höldum hann venju- lega fyrsta sunnudag í aðventu en vorum að gera tilraun núna til að hafa hann annan sunnudag í að- ventu. Ég veit nú ekki hvort það heldur eða hvort við breytum þessu aftur.“ Jólabasarinn er aðal fjáröfl- un félagsins og er þar boðið upp á margt fallegra og nytsamlegra hluta, selt heitt súkkulaði, pönnu- kökur og smákökur og boðið upp á pakkaveiði fyrir krakkana og lukku- pakkar seldir. Svanhildur segir bas- arinn hafa heppnast vel í ár. „Þetta gekk allt alveg ágætlega, við vorum samhentar og þetta gekk allt saman snuðrulaust fyrir sig. grþ/Ljósm. sá. Jólabasar kvenfélagsins í Stykkishólmi Á jólabasarnum var hægt að kaupa ýmsa fallega og nytsamlega hluti. Jólalögin leikin á blásturshljóðfæri. Þessir tóku lagið í jólapeysum. Nemendur úr tónlistarskólanum léku fyrir gesti.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.