Skessuhorn


Skessuhorn - 07.12.2016, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 07.12.2016, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 201616 Jólatónleikar eru að margra mati ómissandi þáttur um aðventuna. Söngkonan Margrét Eir hefur um árabil verið ein þeirra sem hefur hlýjað landsmönnum um hjarta- ræturnar á aðventunni með fal- legum söng sínum, meðal ann- ars með þátttöku í Frostrósum um árabil. Sunnudaginn 18. des- ember næstkomandi mun Margrét Eir halda jólatónleika í Reykholts- kirkju í fyrsta sinn. Tónleikarnir verða þeir fjórðu og síðustu í röð- inni fyrir þessi jólin en áður mun hún koma fram í Guðríðarkirkju 14. desember, á Hólmavík 16. des- ember og á Sauðárkróki 17. des- ember. Tónleikana heldur hún í samstarfi við bræðurna Börk Hrafn og Daða Birgissyni og Viðar Guð- mundsson og Rögnvald Valbergs- son organista og kórstjórnanda. Þá munu kirkjukórar á hverjum stað verða sérstakir gestir á tónleikun- um, ásamt öðrum góðum gestum. Desember tileinkaður fjölskyldu og vinum Jólatónleikar Margrétar verða lág- stemmdir og hátíðlegir. Sjálf seg- ist hún vera popp- og dægurlaga- söngkona og sannarlega verði ein- hver svoleiðis lög á dagskránni líka. „Til dæmis jólalög með írsk- um, þjóðlegum brag. Tvö lög með nýjum jólatexta, sem ég hef aldrei sungið áður. Svo voru Frost- rósir partur af mínum jólum í fimmtán ár og því syng ég eitthvað úr því prógrammi líka,“ segir Mar- grét Eir í samtali við Skessuhorn. Hún segir jólin alltaf vera hátíð- leg og hefur sjálf gaman af jóla- mánuðinum. Hún segir allan des- embermánuð vera tileinkaðan fjöl- skyldu og vinum. „Það er gaman að gera eitthvað saman um jólin og nýta aðventuna, að nýta þenn- an tíma og það má ekki flýta sér. Ég nenni ekki að flýta mér í des- ember. Jólin eru mikilvægur tími til að njóta lífsins og hugsa um það sem okkur er mikilvægast. Mað- ur verður meir, hugsar inn á við og fyrir suma eru jólin erfiður og einmanalegur tími. Svo bætist við skammdegið og núna er snjóleysi, þá er um að gera að sækja í hluti sem létta tilveruna. Þessi tími og stemningin í kringum hann er frá- bært tilefni til að eiga gæðastund- ir með fjölskyldu og vinum,“ segir hún. Hún segir ávallt vera gaman að koma fram í kringum jólahátíð- ina. „Söngmenning á Íslandi er svo gríðarlega sterk. Það er engin til- viljun að hér séu allir þessir kór- ar og mikið af jólatónleikum um allt land. Að syngja í kór er sterkt í okkur og það er alveg frábært.“ Var í sveit í Flókadal Þetta er í annað skipti sem Mar- grét Eir heldur jólatónleika sjálf en í fyrsta sinn sem hún gerir það á landsbyggðinni. Hún segir hug- myndina hafa vaknað eftir að hún söng við brúðkaup í Reykholti í sumar. „Þar var ég að vinna með Viðari Guðmundssyni organista í Reykholti og á Hólmavík. Við vor- um að spjalla og talið barst að jóla- tónleikum og söngkennslu. Við ákváðum á endanum að gera eitt- hvað saman, með kórunum,“ seg- ir hún. Staðurinn er henni einnig kær en sjálf var hún í sveit hjá Rósu Guðmundsdóttur í Geirshlíð í mörg sumur sem barn og ungling- ur. „Svo er Reykholtskirkja æðis- leg og gaman að syngja þar. Það er svakalega fallegur hljómburð- ur þarna inni,“ segir hún. Einnig kemur hún reglulega á Sauðárkrók enda býr tengdafjölskylda hennar þar. „Ég er mikill gestur á Krókn- um. Þar hef ég líka unnið með Rögnvaldi organista í kirkjunni og það er hrikalega skemmtilegt að gera tónlist með honum.“ Nýtt jólalag Nú á dögunum kom út nýtt jólalag í flutningi Margrétar Eirar, Daða og Barkar. Lagið heitir Ljós í ljóra, textinn er eftir Jökul Jörgensen en lagið er gamalt söngleikjalag eftir Randy Newman. Margrét Eir seg- ir lagið vera rólegt og lágstemmt. „Þetta er frekar hátíðlegt lag, ekki mjög popplegt. Það minnir á gömlu jólin, fjallar um börnin og spenninginn í aðdraganda jólanna. Þessa dulúð sem var á bakvið jólin áður fyrr. Þetta var svolítið hættu- legur tími þá, rökkrið og gömlu jólasveinarnir okkar voru ekkert góðir gæjar,“ útskýrir hún. Auk áðurnefndra tónleika sem hún mun halda í desember mun Margrét Eir einnig koma fram sem gestasöng- kona á jólatónleikum á Akranesi 9. desember nk. Þar er um að ræða styrktartónleika sem ungu söng- konurnar Rakel Rún og María Dís munu halda til styrktar Barnaspít- ala Hringsins í Akraneskirkju. Þar mun hún syngja nokkur lög. grþ Margrét Eir heldur hátíðlega jólatónleika í Reykholti Rúna Ösp Unnsteinsdóttir, tví- tug kona frá Grundarfirði, hefur verið ráðin til að tala inn á teikni- myndir um sögupersónuna Punky. Teiknimyndirnar um Punky fjalla um litla stúlku sem er með Downs heilkennið og hvernig hún tekst á við lífið og tilveruna. Teiknimynd- irnar eru fræðandi og kenna börn- um um hversu frábært það er að enginn er eins. Rúna Ösp er með Downs heilkennið en það var ósk framleiðanda teiknimyndanna að sá eða sú sem les fyrir Punky væri þeim eiginleikum gæddur. „Það voru margar stúlkur sem komu í prufu og allar stóðu sig mjög vel en Rúna Ösp hentaði best í hlut- verkið,“ sagði Rósa Guðný Þórs- dóttir leikstjóri talsetningarinn- ar í samtali við Skessuhorn. Það er enska sjónvarpsstöðin Hopster TV sem framleiðir þættina sem verða fimmtán talsins í þessari seríu. Þættirnir verða aðgengileg- ir í gegnum sjónvarpsveitu Voda- fone hér á Íslandi. Hopster TV sýnir mikið af efni fyrir börn með sérþarfir ásamt því að vera með hin ýmsu smáforrit fyrir síma og spjaldtölvur með þroskandi leikj- um sem tengjast efninu sem þeir sýna. Áætlað er að sýningar hefjist í byrjun næsta árs. „Þetta er ótrúlega skemmtilegt,“ segir Rúna Ösp þegar fréttaritari náði tali af henni. „Það var Þor- kell Máni Þorkelsson sem benti leikstjóranum á mig,“ bætir hún við en Þorkell Máni er einnig frá Grundarfirði og vinnur sem hljóð- maður í Stúdíó Sýrlandi þar sem talsetningin fer fram. Eftir það fór Rúna Ösp í prufur fyrir þættina og gengu þær ljómandi vel. „Rósa Guðný leikstjóri hringdi í mig daginn eftir og óskaði mér til ham- ingju,“ segir Rúna en þá hafði hún orðið hlutskörpust í prufunum og fengið þetta veigamikla hlutverk. „Ég verð í aðalhlutverki,“ bætir Rúna við og segir að leikstjórinn hafi verið mjög ánægður eins og gefur að skilja. „Fyrst fannst þeim ég tala aðeins of fullorðinslega en þá breytti ég röddinni og notaði sömu rödd og ég nota á litlu syst- kyni mín,“ bætir hún við og það sló í gegn hjá leikstjóranum. Rúna Ösp er einnig að setja upp leikrit í Stykkishólmi undir stjórn Gunnsteins Sigurðssonar hjá Fé- lags- og skólaþjónustu Snæfell- inga. „Já, leikritið heitir Sönn Ást og verður sýnt í íþróttahús- inu í Stykkishólmi fljótlega,“ seg- ir Rúna en hún er með ansi mörg járn í eldinum. Hún vinnur tvo daga í viku hjá G. Run hf. ásamt því að æfa fyrir leikrit og talsetja teiknimyndir. Þá er hún liðtæk við heimilisstörf ásamt því að stunda líkamsrækt. „Systa vinkona mín hjálpar mér mjög mikið. Hún keyrir mig í upptökurnar í Reykja- vík. Hún er besta vinkona mín og gerir allt fyrir mig,“ segir Rúna er hún talar um Helgu Ingibjörgu Reynisdóttur sem í daglegu tali er kölluð Systa. Rúna Ösp útskrifaðist sem stúd- ent frá Menntaskólanum á Egils- stöðum síðastliðið vor en áður hafði hún verið í Hússtjórnarskól- anum á Hallormsstað þar sem hún lagði stund á fatahönnun ásamt fleiru. „Ég saumaði útskriftarkjól- inn minn sjálf á Egilsstöðum og hélt líka sýningu á hönnunarvör- um sem ég hafði hannað,“ bætir hún við en hún sýndi hönnunina hjá Arfleifð á Djúpavík. „Hönnun- in heitir Dr. Downs,“ segir Rúna og brosir. Hún er greinilega mjög fjölhæf hún Rúna Ösp Unnsteins- dóttir. Það verður því forvitnilegt að fylgjast með þessum fimmtán þátt- um af ævintýrum Punky en svo er aldrei að vita nema þættirnir verði fleiri en það er allt opið. tfk Rúna Ösp talsetur fyrir sögupersónuna Punky Rúna Ösp Unnsteinsdóttir. Teiknimyndirnar um Punky fjalla um litla stúlku sem er með Downs heilkennið.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.