Skessuhorn


Skessuhorn - 07.12.2016, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 07.12.2016, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 20168 Annir þyrlu- sveitar við erfiðar aðstæður STYKKISH: Mikið ann- ríki var hjá þyrlusveit Land- helgisgæslunnar aðfarar- nótt sunnudags. TF-GNÁ fór í tvö sjúkraflug um nótt- ina og morguninn. Fyrra út- kallið fólst í að sækja alvar- lega veikan einstakling til Ísa- fjarðar. Veður var slæmt og komst því ekki sjúkraflug- vél Mýflugs frá Ísafirði. Mik- il ókyrrð var í ferðinni, slæmt veður og ísing. Lent var á Ísa- firði og sjúklingurinn sótt- ur sem og annar sem kom- ast þurfti einnig undir læknis- hendur í Reykjavík. Klukkan rúmlega sex um morguninn barst svo stjórnstöð beiðni um þyrlu vegna veiks einstaklings í Stykkishólmi. Þyrlan fór í loftið um hálfsjö og var kom- in á vettvang um tuttugu mín- útum síðar. Sjúklingur hafði þá verið fluttur með sjúkrabíl áleiðis að Borgarfjarðarbrú til móts við þyrluna. Þungskýjað og þoka var á flugleiðinni um morguninn svo fljúga þurft með ströndinni í Borgarnes. Flugið gekk engu að síður vel og var lent með sjúklinginn í Fossvogi á áttunda tímanum um morguninn. -mm Aðgæsla nauðsynleg VESTURLAND: Vöru- bílstjóri sem nýverið var að fjarlægja bíl af Holtavörðu- heiði, sem hafði farið þar út af og verið var að ná aftur upp á veginn, kvartaði sáran yfir óaðgæslu og hraðakstri ökumanna. Sagði maður- inn í samtali við lögreglu að hann hefði verið með öll til- heyrandi blikkljós og aðvör- unarljós í gangi en margir ökumenn hefðu ekkert sleg- ið af þegar þeir óku framhjá og hann taldi sig hafa verið þarna í mikilli hættu. Lög- regla vill brýna það fyrir öku- mönnum að mikilvægt er að þeir taki tillit til viðvörunar- ljósa og sýni aðgát þegar ein- hver er stopp úti í vegarkanti. Þá saki ekki að bjóða fram að- stoð ef einhver er í vandræð- um. -mm Samstarf um sjávarrannsóknir ÓLAFSVÍK: Skrifað hefur verið undir samstarfssamning til tveggja ára um sjávarrann- sóknir í Breiðafirði. Að hon- um standa Hafrannsókna- stofnun og Vör, sjávarrann- sóknasetur við Breiðafjörð. Starfsstöð Hafró í Ólafsvík og Varar mun verða nú verða saman til húsa í húsnæði því sem Vör hefur verið í í Ólafs- vík. Á starfsstöðinni er gert ráð fyrir að minnsta kosti fimm starfsmönnum og verð- ur núverandi starfsmönnum boðin áframhaldandi vinna, en önnur störf verða auglýst. Tilgangur samningsins, sem tekur gildi um næstu áramót, er að efla rannsóknir í Breiða- firði. Að sögn Ólafs Sveins- sonar stjórnarformanns Var- ar er tilgangur samningsins einnig að styrkja rekstur Var- ar með samstarfi við ríkis- stofnun. -mm Óhöpp án meiðsla VESTURLAND: Alls urðu sex umferðaró- höpp í umdæmi Lögregl- unnar á Vesturlandi í lið- inni viku, flest minni hátt- ar og án teljandi meiðsla að því best er vitað. Erlendir ferðamenn veltu bílaleigu- bíl sínum á Holtavörðu- heiði sl. fimmtudag eftir að hafa misst stjórn á bíln- um í snjó og hálku. Sluppu þeir án teljandi meiðsla en bíllinn var óökufær og var fluttur á brott með kranabíl. Einn ökumaður var tekinn fyrir akstur án ökuréttinda og var hann einnig grunað- ur um akstur undir áhrifum fíkniefna. Erlendir ferða- menn voru í vandræðum á litlum bílaleigubílum á Arn- arvatnsheiði og á lokuðum fjallvegum á Snæfellsnesi. Lögreglan kallaði út þjón- ustuaðila þeim til aðstoðar. Voru ferðamennirnir ým- ist fastir í snjó eða að hluta til utan vegar. Aðspurðir sögðust þeir ekki hafa tekið eftir því að umræddir vegir væru merktir lokaðir fyrir umferð. -mm Aflatölur fyrir Vesturland 26. nóvember - 2. desember Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 2 bátar. Heildarlöndun: 6.090 kg. Mestur afli: Ebbi AK: 4.400 kg í tveimur löndunum. Arnarstapi 1 bátur. Heildarlöndun: 17.349 kg. Mestur afli: Kvika SH: 17.349 kg í þremur lönd- unum. Grundarfjörður 7 bátar. Heildarlöndun: 325.416 kg. Mestur afli: Hringur SH: 67.125 kg í einum róðri. Ólafsvík 8 bátar. Heildarlöndun: 100.977 kg. Mestur afli: Ólafur Bjarna- son: 31.786 kg í þremur löndunum. Rif 12 bátar. Heildarlöndun: 367.455 kg. Mestur afli: Örvar SH: 86.224 kg í einni löndun. Stykkishólmur 5 bátar. Heildarlöndun: 97.395 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 43.751 kg í einni löndun. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Örvar SH - RIF: 86.224 kg. 28. nóvember. 2. Rifsnes SH - RIF: 84.684 kg. 1. desember. 3. Hringur SH - GRU: 67.125 kg. 30. nóvember. 4. Steinunn SF - GRU: 57.132 kg. 30. nóvember. 5. Saxhamar SH - RIF: 56.413 kg. 2. desember. grþ Bæjarráð Akraneskaupstaðar tók fyrir á fundi sínum 24. nóvember síðastliðinn erindi frá skólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands, Ágústu Elínu Ingþórsdóttur. Í erindinu var óskað eftir fjárstuðningi til tækja- kaupa við skólann. Vísað er til þess að þau sveitarfélög sem eiga aðild að samningi um FVA hafi tekið þátt í kostnaði við tækjakaup fyrir skól- ann og er þakkaður sá stuðningur sem sýndur hefur verið gegnum tíð- ina. Hins vegar er bent á mikla þörf á endurnýjun tækjabúnaðar og að- stöðu fyrir málmiðngreinar. „Miklar tækniframfarir á síðustu árum hafa leitt til þess að nauðsyn- legt er fyrir skólann að fjárfesta í nýjum tækjabúnaði fyrir málmiðn- greinadeild skólans,“ segir í erindi Ágústu. Hún segir að leggja þurfi rækt við iðn- og tæknimenntun og segir frá því að skólinn hafi ráðist í málmiðngreinaátak á vorönn 2016. Segir hún að tryggja verði að þær greinar verði áfram mikilvæg stoð í atvinnulífi Vesturlands og ein af for- sendum fyrir auknum tækifærum í iðn- og verkmenntum og menntun á háskólastigi. „Fjölbrautaskóli Vest- urlands býður upp á gott og vandað nám í iðn- og verkgreinum og til- koma nýrra fyrirtækja á Grundar- tangasvæðinu mun enn auka þörf- ina fyrir iðn- og verkmenntað fólk. Við sjóndeildarhringinn eru ný og spennandi tækifæri og því nauðsyn- legt að stjórnvöld, sveitarfélög og fyrirtæki á Vesturlandi taki hönd- um saman í átaki um endurnýjun aðstöðu og búnaðar við málmiðn- greinadeildir Fjölbrautaskóla Vest- urlands á Akranesi,“ segir Ágústa í erindi sínu. Meðfylgjandi erindi hennar er listi yfir þau tæki og tól sem stjórnendur skólans meta brýnt að endurnýja næstu tvær annirn- ar. Endurnýjun þeirra tækja nemur samtals tæpum 20 milljónum króna. Skemmst er frá því að segja að bæjarráð Akraness samþykkti að veita einni milljón króna til FVA til tækjakaupa fyrir árið 2017. Ráð- ið tók undir orð skólameistara um mikilvægi þess að efla iðn- og tækni- menntun og fól bæjarstjóra að senda erindi til menntamálaráðherra þar sem vakin er athygli á stöðu skól- ans og skorað á ráðherra að ráða þar bót í máli. „Telur bæjarráð brýnt að Fjölbrautaskóli Vesturlands fái nægt fjármagn í fjárlögum til að endur- nýja nauðsynlegan tækjabúnað. Iðn- greinar eru mikilvæg stoð í atvinnu- lífi á Vesturlandi og nauðsynlegt að búa starfsfólki og nemendum góða aðstöðu og nauðsynleg tæki.“ kgk Akraneskaupstaður veitir FVA milljón til tækjakaupa Skorað á ráðherra að tryggja stuðning í fjárlögum Alþjóðlegur gerðardómur hefur úr- skurðað í máli sem HS Orka höfð- aði gegn Norðuráli Helguvík árið 2014. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu, öfugt við úrskurð gerð- ardóms frá árinu 2011, að HS Orku beri ekki að standa við ákvæði raf- orkusamnings sem fyrirtækið und- irritaði við Norðurál í apríl 2007 vegna álvers í Helguvík í Garði. Norðurál vildi að HS Orka stæði við samninginn eins og hann var gerður í upphafi og afhenti fyrirtæk- inu orku í samræmi við hann, eða 150 MW orku. Byggingar álvers- ins voru að hluta til reistar í Helgu- vík, en kerskálar hafa staðið fok- heldir um nokkurra ára skeið. Ragn- ar Guðmundsson, forstjóri Norður- áls, segir að sérfræðingar Norðuráls séu enn að fara yfir úrskurð gerð- ardómsins, en hann valdi vissulega vonbrigðum. „Við munum nú fara ítarlega yfir forsendur úrskurðar- ins og meta út frá því hvaða mögu- leikar eru fyrir hendi. Þá munum við kanna hvort mögulegt sé að afla orku til verkefnisins í Helguvík eftir öðrum leiðum,“ segir Ragnar. Undanfarin ár hafa hendur HS Orku verið bundnar þegar kemur að nýtingu virkjanakosta og sölu raforku vegna þess að virkjanaleyfi hefur ekki fengist og þá hefur fyrr- greindur ágreiningur við Norður- ál sett strik í áætlanagerð HS Orku. Gerðardómur í Svíþjóð úrskurð- aði 2011 að samningurinn ætti að standa, þrátt fyrir að skilyrði hans hafi ekki verið uppfyllt. Í samningn- um var kveðið uppi um ákveðna arð- semi af orkusölunni. Eftir það hef- ur ekki fundist lausn, fyrr en hugs- anlega nú þegar gerðardómur hef- ur kveðið upp fyrrnefndan úrskurð. Það var HS Orka sem höfðaði málið sumarið 2014 enda vildi fyrirtækið getað selt orkuna öðrum raforku- kaupendum. mm Gerðardómur dæmir HS orku í vil í raforkusölumáli Guðni Th Jóhannesson forseti Íslands afhenti nýverið verðlaun og viðurkenningar í tengslum við verkefni Forvarnardagsins. Ac- tavis fékk verðlaun fyrirtækis og nokkur ungmenni að auki fyr- ir netratleik Forvarnardagsins sem ætluður er ungmennum sem fædd eru 1999-2002. Athöfnina sóttu auk verðlaunahafa og fjöl- skyldna þeirra fulltrúar stofn- ana og samtaka sem að degin- um standa. Meðal verðlaunahafa var Grundfirðingurinn Sigurð- ur Heiðar Valgeirsson, nemandi í 9. bekk við Grunnskóla Grundar- fjarðar. Sigurður Heiðar stendur hér næstlengst til hægri á mynd við hlið forseta Íslands. mm Fékk verðlaun í vefratleik forseta

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.