Skessuhorn


Skessuhorn - 07.12.2016, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 07.12.2016, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2016 23 Hjónin Þórhallur Bjarnason og Erla Gunnlaugsdóttir á Laugalandi í Borgarfirði voru valin ræktendur ársins af Sölufélagi garðyrkjumanna síðastliðinn föstudag. Þórhallur og Erla sérhæfa sig í agúrkurækt og er ársframleiðslan í kringum 350 tonn. Gunnlaugur Karlsson framkvæmda- stjóri Sölufélags garðyrkjumanna segir ástæðuna fyrir valinu hafa ver- ið að á Laugalandi hafi verið frábær- ir ræktendur alla tíð og nú hafi ábú- endur komið inn með nýjung inn í gúrkuræktina. „Við fórum í til- raunaverkefni með þeim að rækta smágúrkur sem tókst mjög vel. Þau tóku það alla leið, vönduðu sig mik- ið og náðu miklum árangri,“ segir Gunnlaugur. Hann segir smágúrk- urnar vera litlar og bragðgóðar og að þeim hafi verið vel tekið á neyt- endamarkaði. Þá segir hann gúrk- una hafa verið valda á keppnisdisk- inn hjá íslenska kokkalandsliðinu þegar liðið tók þátt í heimsmeist- arakeppni fyrr á árinu. „Þetta hangir allt saman. Á Laugalandi eru vand- aðir ræktendur með gæðavöru, þau hafa komið með nýjung sem heppn- aðist það vel að það er góð sala og meistarakokkarnir tóku vöruna upp á sína arma.“ Fjórði ættliður heimafólks Jarðhiti er á Laugalandi og nota hjónin eigin vatnsveitu til að hita gróðurhúsin upp með vatni frá hvernum. Gróðurhúsin á Lauga- landi þekja um 3.600 fermetra og eru þau raflýst og gúrkurnar rækt- aðar allt árið um kring. Sama fjöl- skyldan hefur stundað garðyrkju á Laugalandi frá árinu 1942 og komu Þórhallur og Erla fyrst inn í rekst- urinn fyrir þrjátíu árum þegar þau keyptu hlut afa Þórhalls. Þá tóku þau alveg við ræktuninni 2001 þegar þau keyptu af foreldrum hans, þeim Bjarna Helgasyni og Leu Þórhalls- dóttur. Í dag starfar Hjalti sonur hjónanna með þeim við ræktunina. Fimm til sex ársstörf eru í kring- um ræktunina á Laugalandi en þar er áherslan lögð á að stunda ábyrga ræktun og að gera hlutina vel. Líf- rænar varnir eru notaðar á gúrkurn- ar í stað eiturefna og eru þær tínd- ar á hverjum degi, pakkað og kom- ið beint í hendur neytenda til að tryggja ferskleikann. Missti af kvöldfréttunum „Við höfum ræktað hefðbundn- ar, venjulegar agúrkur í hátt í þrjá- tíu ár og eingöngu verið með þær,“ segir Erla í samtali við Skessuhorn. Hún segir að í kringum 1990 hafi ákvörðun verið tekin um að hætta allri annarri ræktun á Laugalandi en áður voru einnig ræktaðir þar tóm- atar og paprikur. „Svo ákváðum við að fara út í þetta og höfum haldið okkur við það. Við einbeitum okk- ur að þessu, erum sérhæfð í gúrkum og teljum okkur kunna þetta fag vel fyrir vikið,“ segir hún. Það var svo í sumar sem smágúrkuræktunin hófst á Laugalandi. Enginn annar rækt- andi á landinu ræktar smágúrkurn- ar, sem eru sér afbrigði sem gefur af sér minni gúrkur en hinar hefð- bundnu. Líkja má muninum á smá- gúrkum og þeim hefðbundnu við muninn á hefðbundnum tómötum og öðrum minni tómatategundum, svo sem kirsuberjatómötum. Um er að ræða sérvöru þar sem ræktend- ur eru að sækjast eftir fjölbreytni og bragðgæðum. Erla segir viðurkenn- inguna frá Sölufélagi garðyrkju- manna mikið til komna vegna smá- gúrkuræktunarinnar. „Þetta er að gera góða hluti. Við fórum hægt af stað og höfðum vaðið fyrir neðan okkur hvað það snertir. Til að byrja með þurftum við að uppskera smá- gúrkurnar þrisvar á dag, á morgn- ana, um miðjan dag og á kvöldin. Við vorum svolítið mikið að gera þetta sjálf, enda vissum við ekkert hvernig þessu yrði tekið og vorum ekkert að ráða mannskap fyrr en við vissum hverjar viðtökurnar yrðu. Það var nú svolítið gert grín að því að Þórhallur væri að missa af kvöld- fréttunum út af þessu, enda er hann ansi fréttasjúkur,“ segir Erla og hlær við. Hún segir því töluverða vinnu hafa fylgt smágúrkuræktuninni í upphafi. Skera þurfi gúrkurnar í ákveðinni stærð, því annars breytist bragðið. „Við skerum tvisvar á dag núna enda er mun minni birta. Það er alveg að ganga upp í skammdeg- inu. Þetta vex svo ört, sérstaklega í sumar. En núna finnum við mun, vöxturinn er aðeins hægari.“ Nýr tækjabúnaður Aðspurð að því hvað sé fram- undan segir Erla að tíminn verði að leiða það í ljós hvort þau auki við ræktunina á smágúrkunum. „Við vissum í raun ekkert hvern- ig þessu yrði tekið og gerðum okk- ur engar væntingar. En þetta hef- ur gert mikla lukku. Við byrjuðum smátt en erum með annað hollið af plöntum núna og erum með að- eins meira undir en við vorum til að byrja með. Við smá jukum þetta og tíminn leiðir svo í ljós hvort við aukum þetta enn meira, það fer eftir eftirspurninni.“ Þá segir hún að um þessar mundir sé verið að taka nýjan tæknibúnað í notkun á Laugalandi, sem kemur til með að endurnýja tuttugu ára tækjabún- að. Nýi búnaðurinn er tölvustýrð- ur og með honum er meðal annars hægt að stjórna og hafa eftirlit með vökvun, áburðargjöf, gluggaopnun og hita- og rakastigi í gróðurhús- unum. „Þetta er mjög fullkominn búnaður og það er hægt að sitja heima í stofu og fylgjast með þessu í tölvunni. Það léttir okkur eitt- hvað sporin.“ Hún segir tæknina í kringum gúrkuræktunina hafa breyst mikið á þeim rúmu þrjá- tíu árum frá því hún byrjaði. „Það hefur verið mikil þróun en manns- höndin þarf samt alltaf að koma að þessu. Það breytist ekkert,“ segir hún. Erla segir viðurkenninguna frá Sölufélagi garðyrkjumanna hafa komið skemmtilega á óvart. Hjónin eru að vonum stolt með árangurinn. „Jú auðvitað erum við það,“ segir Erla hress að endingu. grþ Garðyrkjubændurnir á Laugalandi eru ræktendur ársins Hjónin Erla Gunnlaugsdóttir og Þórhallur Bjarnason á Laugalandi í Borgarfirði voru valin ræktendur ársins 2016 af Sölufélagi garðyrkjumanna. Hjónin fengu viðurkenninguna á haustfundi garðyrkjubænda síðastliðinn föstudag. Þórhallur og Erla sérhæfa sig í agúrkurækt og er ársframleiðslan í kringum 350 tonn. Árlega heimsæk- ir Jón Pétur Úlfljóts- son danskennari Auð- arskóla í Dölum og kennir öllum árgöng- um grunnskóladeild- ar dans auk þess sem tveir elstu árgangar leikskóladeildarinn- ar fá danstíma. Það er hefð fyrir því að ljúka námskeiðinu með danssýningu í Dala- búð og voru þessar myndir teknar við það tilefni. sm Danssýning í Búðardal Yngstu nemendurnir pössuðu vel upp á sporin. „Súperman“ er alltaf jafn vinsæll. Allir nemendur taka hér sporið saman. Unglingadeildin sýndi og sannaði að það verður dansað á næstu Þorrablótum. Miðstigið var vel samstillt í dansinum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.