Skessuhorn


Skessuhorn - 07.12.2016, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 07.12.2016, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2016 13 Jólaútvarp NFGB. fm 101,3 Nemendafélags Grunnskóla Borgarness sent út frá Óðali 12.– 16. frá 10:00 23:00. og undanfarin ár og dagskrá útvarpað áður þáttum en síðan flytja sína þætti beinni útsendingu. Handritagerð fór fram þar sem hefur tekið sem sérstakt metið til einkunnar. fréttastofunnar eins og undanfarin ár „Bæjarmálin í beinni” 16. des. kl. er á góðum gestum hljóðstofu þar sem verða rædd. verða úr íþrótta- og sem og arstjórn og sveitarstjóri. Auðvitað minnum við alla á okkar frábæru heimasmíðuðu auglýsingar sem enginn má missa af. Einnig viljum við þakka öllum fyrirtækjum sem styrktu okkur með kaupum á auglýsingu, án þeirra væri þetta ekki hægt. Mánudagur 12 des. 10:00 Ávarp útvarpsstjóra Íris Líf Stefánsdóttir 10:10 Bekkjarþáttur 1. bekkur 11:00 Félagsstarfið 2016 Stjórn Nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi 12:00 Fréttir og veður í umsjón fréttastofu 13:00 Bekkjarþáttur 4. bekkur 14:00 Gómsætt um jólin Fannar og Hugi 15:00 Jólahorn Bangsapabba og félaga Bjarni, Margrét og Alexandra 16:00 Húsráð Óðals Húsráð Óðals 17:00 Sögur fyrir yngir kynslóðina Birta Sif, Þórunn Birta og Hugrún 18:00 Fótboltaspurningar Óliver og Sölvi 19:00 Létt jólatónlist Tæknimenn 20:00 387 Sigurður og Axel 21:00 Gamlar jólahefðir Erla, Inga Rósa og Bára Sara 22:00 Lög unga fólksinns Tæknimenn 23:00 Dagskrárlok Þriðjudagur 13. des. 10:00 Bekkjarþáttur 2. bekkur 11:00 Saga jólaútvarpsins Íris, Ása og Hrafnhildur 12:00 Fréttir og veður í umsjón fréttastofu 13:00 Bekkjarþáttur 3. bekkur 14:00 Hljótt á vígvelli og jólasaga Maui, Haukur og Fanney 15:00 Skallagrímur í 100 ár Marinó og Sigurður 16:00 Leikfélag Menntaskóla Borgarfjarðar Leikfélag MB 17:00 Íslensk jólalög Tæknimenn 18:00 Jólahald í ýmsum löndum Þórunn Sara, Heiðrún og Viktoría 19:00 Létt jólatónlist Tæknimenn 20:00 Íþróttaafrek Hilmar og Þorsteinn 21:00 AC/DC Svava Björk 22:00 Tónlist í áranna rás Tæknimenn Miðvikudagur 14. des. 10:00 Bekkjarþáttur 6. bekkur 11:00 Bekkjarþáttur 5. bekkur 12:00 Fréttir og veður í umsjón fréttastofu 13:00 Krakkar úr Laugargerðisskóla Nemendur úr 9 - 10 bekk Laugargerðisskóla 14:00 Fótbolti og heitt kakó Gunnar, Elís, Anton og Brynjar 15:00 Jólalög og uppskriftir Sóley og Arna Jara 16:00 Skallagrímur í 100 ár Marinó og Sigurður 17:00 Jól um allan heim Þóra Kristín og Ásrún Adda 18:00 Mömmu spjall Guðbjörg og Sigga 19:00 Létt jólatónlist Tæknimenn 20:00 Menntaskóli Borgarfjarðar Nemendafélag MB 21:00 Menntaskóli Borgarfjarðar Nemendafélag MB 22:00 Tónlistarþáttur Tæknimenn 23:00 Dagskrárlok Fimmtudagur 15. des. 10:00 Bekkjarþáttur 7. bekkur 11:00 1. og 2. bekkur endurfluttir 12:00 Fréttir og veður í umsjón fréttastofu 13:00 Körfubolti Arna Hrönn 14:00 Aukaatriði Guðjón og Bergur 15:00 Íþróttanammi Marinó og Aron Dagur 16:00 Húsráð Óðals endurflutt Húsráð Óðals 17:00 Skallagrímur í 100 ár Marinó og Sigurður 18:00 Saga Coca Cola Jóhann Breiðfjörð og Axel 19:00 Létt jólatónlist o.fl. Tæknimenn 20:00 Margt smátt Nemendafélagið 21:00 Á ferð um framandi lönd Rúnar Gíslason og Íris Líf spjalla saman 22:00 Tónlistarþátturinn Tæknimenn 23:00 Dagskrárlok Föstudagur 16. des. 10:00 3. og 4. bekkur endurfluttir 11:00 5. og 6. bekkur endurfluttir 12:00 Fréttir og veður í umsjón fréttastofu 13:00 Bæjarmálin í beinni Gestir í hljóðstofu í umsjón fréttastofu Óðals 14:00 Létt jólatónlist Tæknimenn 15:00 Bekkjarþáttur endurfluttur 7. bekkur 16:00 Jólatónlist Tæknimenn ( Undirbúningur verðlaunahátíðar ) 17:00 Jólatónlist Tæknimenn ( Undirbúningur verðlaunahátíðar ) 18:00 Jólatónlist Allir þátttakendur útvarps í umsjón Tæknimanna 19:00 Kveðja útvarpsstjóra og lokahóf Um þessar mundir er verið að kanna möguleika þess að koma á fót menn- ingarsetri í Brákarey í Borgarnesi. Að því verkefni stendur Sigríður Þóra Óðinsdóttir, eða Sigþóra eins og hún er gjarnan kölluð, myndlistarkona frá Einarsnesi, ásamt Sigursteini Sigurðs- syni arkitekt í Borgarnesi. „Við kom- um til með að vinna sameiginlega alla hugmyndavinnu. Sigursteinn sér um að teikna upp tillöguna en ég set upp viðskipta- og markaðsáætlun,“ seg- ir Sigþóra í samtali við Skessuhorn. Hún segir að markmiðið með vinnu þeirra sé að kanna möguleika á menn- ingarsetri í eyjunni og útfæra tillög- ur þar að lútandi fyrir sveitarstjórn Borgarbyggðar. Fékkst til verkefnis- ins undirbúnings- og þróunarstyrk- ur úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands þegar úthlutað var úr sjóðnum á dög- unum. „Þetta er rannsóknarvinna sem er að sjálfsögðu unnin með leyfi og í góðu samstarfi við Borgarbyggð og enn óvíst hverju hún skilar. En ég vona auðvitað að hún verði til þess að hægt verði að fara í þær breytingar á húsnæði sem þarf að framkvæma og að í framtíðinni verði opnað menn- ingarsetur í Brákarey,“ segir hún og bætir því við að húsnæðið sem um ræðir sé frystihús gömlu kjötvinnsl- unnar. „Húsið er ekki í neitt sérlega góðu ásigkomulagi og ýmislegt sem þarf að gera til að hægt verði að búa til einhverja vinnuaðstöðu. En það er allt í lagi, við hugsum bara þannig við sem erum í skapandi greinunum, við sjáum bara möguleika í slíku,“ segir Sigþóra. Eyjan ber þetta með sér Aðspurð hvaðan hugmyndin að menningarsetri í Brákarey sé upp- runnin segir Sigþóra að hún hafi ver- ið lengi í umræðunni. „Ég held að þetta hafi alltaf verið viðloðandi og hef heyrt marga nefna að eyjan gæti verið spennandi staður fyrir fólk að sækja eitthvað tengt menningu,“ seg- ir hún. „Staðurinn ber þetta svolít- ið með sér finnst mér. Maður fer yfir brúna, mætir í eyjuna og það ligg- ur beint við að þar verði eitthvað sem tekur á móti manni. Þar er ekk- ert betra en menningin. Mér finnst eins og það hafi alltaf verið rætt um þetta,“ segir hún en bætir því við að hugmyndin hafi ekki farið að ná flugi fyrr en að lokinni Plan-B listahátíð, sem haldin var í Borgarnesi síðsum- ars. Hún var þar einn skipuleggj- enda. „Plan-B gekk ofboðslega vel og við áttum jákvætt samtal við fólk, bæði af svæðinu og annars staðar frá, sem var ánægt að fá að kynnast hvers kyns birtingarformi myndlistarinnar. Af því hátíðin gekk svo vel þá langaði okkur að skapa einhvers konar sam- eiginlegan vettvang fyrir fólk í skap- andi greinum til að sinna sínu starfi. En við eigum von á að þetta komi til með að tengjast Plan-B ef af verð- ur, enda stendur til að halda þá hátíð aftur,“ segir hún. „Nú þegar eru til staðar Vitbrigði Vesturlands, sem eru tengslanet fyrir fólk í skapandi grein- um og í gegnum þau höfum við séð að það eru margir að vinna á þessu sviði í landshlutanum. Með menn- ingarsetri væri tækifæri til að sam- eina að minnsta kosti einhvern hluta þess hóps undir einu þaki. Þarna gæti það átt aðstöðu til að vinna ef það hefur hana ekki fyrir, auk þess sem vinna með öðru fólki eflir allt menn- ingarlíf,“ segir Sigþóra. Menningarsetur allt árið Hún segir hugmyndirnar gera ráð fyrir að opið verði allt árið. „Við leggjum upp með það að þarna verði starfandi menningarsetur allt árið um kring. Við sjáum fyrir okkur að Skoða möguleika á menningarsetri í Brákarey þarna verði tækifæri fyrir fólk í skap- andi greinum að vera með stúdíó og vinnuaðstöðu, tvinnað saman við opin rými þar sem hægt verður að nýta til sýninga, tónleikahalds eða bara fyrir fólk að koma og skoða og upplifa,“ segir Sigþóra. „Þá er hug- myndin að þarna verði alltaf opið og lifandi flæði. Þá geta íbúarnir komist í tæri við hinar skapandi greinar og kynnast hvernig starfsemi skapandi greina er háttað. Einnig má alveg ímynda sér að einhverjir ferðamenn hefðu gaman af því að líta við,“ segir hún. „Síðan mun þetta án efa opna á marga möguleika sem eiga enn eftir að koma upp úr krafsinu,“ Sigþóra að lokum. kgk Myndlistarkonan Sigríður Þóra Óðins- dóttir, eða Sigþóra eins og hún er gjarn- an kölluð, kannar ásamt Sigursteini Sigurðssyni arkitekt möguleika þess að koma á fót menningarsetri í Brákarey. Ljósm. Björgvin Sigurðarson. Brúin og Brákarey í Borgarnesi böðuð í kvöldsólinni. Ljósm. úr safni Skessuhorns.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.