Skessuhorn


Skessuhorn - 07.12.2016, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 07.12.2016, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 49. tbl. 19. árg. 7. desember 2016 - kr. 750 í lausasölu Gjafakort Arion banka er hægt að nota hvar sem er. Gjafakortið fæst í öllum útibúum okkar og á arionbanki.is/gjafakort Jólagjöf sem allir geta notað Fluconazol ratiopharm Fæst án lyfseðils Eru bólgur og verkir að hrjá þig? Verkir í liðum? Rafræn áskrift Ný áskriftarleið Pantaðu núna GJAFABRÉF á leiksýningu & kvöldverð Gjafvörur í miklu úrvali Landnámssetur Íslands, Brákarbraut 13 – 15, Borgarnesi Njótum aðventunnar verslum í heimabyggð Opið alla daga 10:00-21:00 Það er áratuga hefð fyrir því að kvenfélagið Hringurinn í Stykkishólmi haldi jólabasar, en félagið sjálft verður 110 ára í byrjun næsta árs. Á basarnum er hefð fyrir því að yngri kynslóðin geti tekið þátt í pakkaveiði þar sem veiðivonin er góð. Sjá nánar frá basarnum á bls 26. Ljósm. Sumarliði Ásgeirsson. Ólafur K. Ólafsson sýslumaður á Vesturlandi hefur með bréfi til inn- anríkisráðuneytisins formlega lýst yfir vilja embættisins til að taka að sér þinglýsingar á landsvísu. Til umsagnar í ráðuneytinu eru drög að frumvarpi til breytinga á lögum um þinglýsingar (rafrænar þinglýs- ingar) og gefinn kostur á að senda ráðuneytinu athugasemdir. Meg- inbreyting frumvarpsins felst í að rafrænar þinglýsingar verði vistað- ar hjá einu sýslumannsembætti sem annist allar þinglýsingar í landinu og því verði eitt sýslumannsemb- ætti gert að þinglýsingastjóra. Erindi þetta sendir Ólafur sýslu- maður að áeggjan Regínu Ásvalds- dóttur bæjarstjóra á Akranesi sem bendir á í bréfi til sýslumanns og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi að á Akranesi séu bæjaryfirvöld ein- huga um að vilja sækjast eftir þessu verkefni. Í bréfi Regínu segir: „Að mati bæjaryfirvalda á Akranesi þá væri mikill fengur að því fyrir Vest- urland að fá verkefnið í landshlut- ann, enda um nokkuð mörg störf sérhæfðra starfsmanna að ræða.“ Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi tekur undir þetta sjón- armið og það gerir Sýslumaðurinn á Vesturlandi einnig. Ólafur bend- ir á í bréfi sínu til ráðuneytisins að þannig hátti til hjá Sýslumanninum á Vesturlandi að á skrifstofu emb- ættisins á Akranesi sé gott húsrými. „Vitaskuld koma fleiri sjónarmið til álita en húsrými, þegar tekin er ákvörðun um það hvaða embætti annist allar þinglýsingar í landinu, og telur embættið sig í stakk búið til að mæta þeim þegar þau koma til umfjöllunar,“ skrifaði Ólafur sýslu- maður í erindi sínu til ráðuneytis- ins. mm Sýslumaður falast eftir þinglýsingum Í Ráðhúsinu á Akranesi við Stillholt 16-18 er rými sem talið er geta hentað fyrir starf þinglýsingastjóra fyrir landið. Ljósm. úr safni. Bandaríska ferðatímaritið Tra- vel & Leisure hefur útnefnd Snæ- fellsnes eftirsóknarverðasta vetr- aráfangastað í Evrópu, en tímarit- ið birti nýverið listann „Europe‘s Best Winter Getaways“ á heima- síðu sinni. Skýtur Snæfellsnes stöðum eins og fjallahéraðinu Do- lomites á Norður-Ítalíu og hinu sænska Åre-héraði ref fyrir rass, en þeir áfangastaðir verma annað og þriðja sætið á lista tímaritsins. Farið er fögrum orðum um Snæ- fellsnes og náttúru þess í umsögn tímaritsins með tilnefningunni í efsta sætið. Nefnir greinarhöfund- ur sérstaklega mosavaxnar hraun- breiðurnar, firði Snæfellsness með sína bröttu klettaveggi, eldfjallið Eldborg og Snæfellsjökul og þykir mikið til svæðisins koma. Leggur greinarhöfundur til að ferðalangar hefji dvöl sína á Hótel Egilsen í Stykkishólmi, rölti síðan yfir götuna og snæði á Narfeyrar- stofu, þar sem hann hrósar lamba- réttinum í hástert og segir hann þann besta í bænum. Síðan mæl- ir hann með því að ferðalangar haldi af stað áleiðis og fari akandi um Nesið þar sem ferðalangar geti virt fyrir sér fossa og strandlengj- una áður en komið er að Hótel Búðum. Þar hvetur hann gesti til að nýta sér sérstaka norðurljósa- vakt sem þar er boðið upp á. „Ef þú vilt strika Norðurljósin út af listanum þínum þá ertu heppinn því að náttvörðurinn vekur þig þegar sýningin er að byrja,“ segir greinarhöfundur. kgk Snæfellsnes er vetraráfangastaður Evrópu Horft af toppi Snæfellsjökuls. Ljósm. Sammi Haff.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.