Skessuhorn - 29.03.2017, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 13. tbl. 20. árg. 29. mars 2017 - kr. 750 í lausasölu
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
–
1
6
-3
0
6
7
Greiðslumat á � mínútum
fyrir viðskiptavini allra banka
Nú geta allir gert fullgilt greiðslumat á arionbanki.is
og fengið nákvæma mynd af greiðslugetu sinni með
nokkrum smellum.
Kynntu þér þessa spennandi nýjung
Fluconazol
ratiopharm
Fæst án lyfseðils
Eru bólgur og
verkir að hrjá þig?
Verkir í liðum?
Landnámssetur Íslands,
Brákarbraut 13 – 15, Borgarnesi
Á Sögulofti Landnámsseturs
Föstudagskvöldið 31. mars kl. 20
Föstudagskvöldið 7. apríl kl. 20
Miðpantanir:
landnam@landnam.is
sími 437-1600
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
www.skessuhorn.is
Minnum á fríar
smáauglýsingar á
vef Skessuhorns
Nú styttist óðum í að sauðburður hefjist í sveitum. Reyndar hafa nokkrir bændur,
eða í það minnsta kindur þeirra, tekið forskot á sæluna. Nú berast því fregnir af
lömbum hér og þar, einkum hjá frístundabændum og þeim sem hafa ekki stór
sauðfjárbú. Litla stúlkan á myndinni, hún Ástdís Telma Friðriksdóttir, var heldur
betur ánægð þegar hún heimsótti Kolbein Magnússon afa sinn í fjárhúsin í Stóra-
Ási um helgina og sá að þar voru komin lömb. Í það minnsta skín gleðin úr augum
þeirra. Ljósm. ask.
Landsmenn allir voru 338.349 tals-
ins 1. janúar síðastliðinn og hafði þá
fjölgað um 5.820 frá því árið áður,
eða um 1,8%. Konum og körlum
fjölgaði nokkuð jafnt en karlar eru
engu að síður 3.717 fleiri en kon-
ur. Fólksfjölgun var mikil á höfuð-
borgarsvæðinu en íbúum þar fjölg-
aði um 3.259 í fyrra eða um 1,5%.
Hlutfallslega mest fólsfjölgun var á
Suðurnesjum, þar sem íbúum fjölg-
aði um 6,6%.
Vestlendingum fjölgaði einn-
ig, eða um 163 á milli ára, voru
15.766 í ársbyrjun 2016 en 15.929
á nýársdag 2017. Er það fjölg-
un sem nemur 1,03%. Konum á
Vesturlandi fjölgaði um 88 á milli
ára en vestlenskum körlum um 75.
Karlar á Vesturlandi eru engu að
síður 413 fleiri en konurnar.
Þegar mannfjöldi á Vesturlandi
er skoðaður eftir sveitarfélögum
kemur í ljós að mest var fjölg-
unin á Akranesi, þar sem íbúum
fjölgaði um 143, eða 2,07% milli
ára. Næstmest fjölgaði í Stykkis-
hólmi, um 55 íbúa eða 4,94% og
íbúum Borgarbyggðar fjölgaði um
40, eða 1,1%. Hlutfallslega fjölg-
aði þó mest í Skorradalshreppi,
um 9,43% eða um hvorki fleiri né
færri en fimm íbúa.
En ekki fjölgaði í öllum sveitar-
félögum. Grundfirðingum fækk-
aði mest, um 30 íbúa eða 3,34%.
Hlutfallsleg fækkun var mest í
Eyja- og Miklaholtshreppi þar
sem fækkaði um 13,04% eða 18
íbúa. Að Reykhólahreppi með-
töldum fjölgaði íbúum á starfs-
svæði Skessuhorns um 178. Þeir
voru 16.033 í fyrra en voru 16.211
þann 1. janúar síðastliðinn.
kgk
Meðfylgjandi tafla sýnir mannfjölda í sveitarfélögum á Vesturlandi samkvæmt
tölum Hagstofunnar 1. janúar 2016 og sama dag 2017.
Vestlendingum fjölgaði um eitt prósent
Sveitarfélag Fjöldi 1. jan 2016 Fjöldi 1. jan 2017 +/- %
Akraneskaupstaður 6.908 7.051 +143 +2,07
Borgarbyggð 3.637 3.677 +40 +1,1
Dalabyggð 678 673 -5 -0,74
Eyja- og Miklaholtshreppur 138 120 -18 -13,04
Grundararðarbær 899 869 -30 -3,34
Helgafellssveit 55 52 -3 -5,45
Hvalarðarsveit 622 636 +14 +2,25
Skorradalshreppur 53 58 +5 +9,43
Snæfellsbær 1.663 1.625 -8 -2,29
Stykkishólmur 1.113 1.168 +55 +4,94
Reykhólahreppur 267 282 +15 +5,62
„HB Grandi áformar að láta
af botnfiskvinnslu á Akranesi,“
sagði í upphafi yfirlýsingar sem
Vilhjálmur Vilhjálmsson for-
stjóri HB Granda las upp á
blaðamannfundi á Akranesi síð-
astliðinn mánudag. Stefnir fyr-
irtækið að því að sameina botn-
fiskvinnslu félagsins á Akranesi
við vinnsluna í Reykjavík og
segja upp öllum 93 starfsmönn-
um fyrirtækisins sem unnið
hafa við vinnsluna á Akranesi. Á
mánudag var rætt við starfsfólk
og því kynnt sú ákvörðun sem
í vændum er. Því hefur þó ekki
verið afhent uppsagnarbréf. Eins
og nærri má geta fengu tíðindin
mjög á starfsfólk. Ef af uppsögn-
um verður leggst af samfelld 111
ára fiskvinnsla í fyrirtækinu á
Akranesi, sem hófst með stofnun
HB&Co árið 1906. Þá má einnig
fastlega gera ráð fyrir að allt að
150 störf tapist úr samfélaginu
á Akranesi þegar allt er talið;
við flutninga, ýmis iðnaðarstörf
og þjónustu. Þumalputtaregla
er að starfsemi af þessum toga
fylgi 50% fleiri störf en þeirra
sem beint starfa hjá viðkomandi
fyrirtæki. Hér yrði auk þess um
gríðarlegt tekjutap að ræða fyr-
ir bæjarsjóð.
Bæjarstjórn Akraness bregst
af einurð við þessari skyndilegu
ógn sem steðjar að atvinnulífinu.
Á bæjarstjórnarfundi síðdegis í
gær var einróma samþykkt álykt-
un þess efnis að mótmæla fyrir-
ætlun fyrirtækisins og farið fram
á frestun uppsagna til að skapa
svigrúm til viðræðna bæjaryfir-
valda og HB Granda.
Sjá nánar bls. 10.
Uppsagnir vofa yfir
fiskvinnslufólki
Akurnesingum fjölgaði mest íbúa vestlenskra sveitarfélaga. Ljósm. úr safni/ gó.